Söguleg stund í vændum í Frystikistunni: Raggi Nat lofar fyrsta þriggja stiga skotinu á ferlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2023 23:01 Ragnar Nathanaelsson er ekki þekktur fyrir sín þriggja stiga skot. vísir/bára Leikur Hamars og Ármanns í 1. deild karla í körfubolta á föstudagskvöldið gæti orðið sögulegur. Ragnar Nathanaelsson hefur nefnilega lofað að taka sitt fyrsta þriggja stiga skot á ferlinum í leiknum í Frystikistunni á föstudaginn. Hann greindi frá þessu á Twitter. „Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokk (16 ár) er loksins komið að því. Næst komandi fös, 19:15 í frystikistunni í Hveró, mun ég taka minn fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!“ skrifaði Ragnar. Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokk (16 ár) er loksins komið að því. Næst komandi fös, 19:15 í frystikistunni í Hveró, mun ég taka minn fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) January 25, 2023 Ragnar er þekktur fyrir leika listir sínar nálægt körfunni með alla sína 220 sentímetra en sést sjaldan fyrir utan þriggja stiga línuna. Ragnar sneri aftur til uppeldisfélagsins síns fyrir tímabilið. Í vetur hefur hann skorað 15,0 stig og tekið 16,5 fráköst að meðaltali í leik og er með 60,5 prósent skotnýtingu. Ragnar er frákastahæsti leikmaður 1. deildarinnar. Hamar er í 2. sæti 1. deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Álftaness. Efsta lið deildarinnar kemst beint upp í Subway-deildina en liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið í efstu deild. Auk Hamars hefur hinn 31 árs Ragnar leikið með Þór Þ., Njarðvík, Val, Haukum, Stjörnunni, Sundsvall Dragons í Svíþjóð og Cáceres Ciudad del Baloncesto og Arcos Albacete Basket á Spáni. Hann hefur leikið 49 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Körfubolti Hveragerði Hamar Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport „Það er krísa“ Körfubolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Fótbolti Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Fleiri fréttir „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Sjá meira
Ragnar Nathanaelsson hefur nefnilega lofað að taka sitt fyrsta þriggja stiga skot á ferlinum í leiknum í Frystikistunni á föstudaginn. Hann greindi frá þessu á Twitter. „Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokk (16 ár) er loksins komið að því. Næst komandi fös, 19:15 í frystikistunni í Hveró, mun ég taka minn fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!“ skrifaði Ragnar. Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokk (16 ár) er loksins komið að því. Næst komandi fös, 19:15 í frystikistunni í Hveró, mun ég taka minn fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) January 25, 2023 Ragnar er þekktur fyrir leika listir sínar nálægt körfunni með alla sína 220 sentímetra en sést sjaldan fyrir utan þriggja stiga línuna. Ragnar sneri aftur til uppeldisfélagsins síns fyrir tímabilið. Í vetur hefur hann skorað 15,0 stig og tekið 16,5 fráköst að meðaltali í leik og er með 60,5 prósent skotnýtingu. Ragnar er frákastahæsti leikmaður 1. deildarinnar. Hamar er í 2. sæti 1. deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Álftaness. Efsta lið deildarinnar kemst beint upp í Subway-deildina en liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið í efstu deild. Auk Hamars hefur hinn 31 árs Ragnar leikið með Þór Þ., Njarðvík, Val, Haukum, Stjörnunni, Sundsvall Dragons í Svíþjóð og Cáceres Ciudad del Baloncesto og Arcos Albacete Basket á Spáni. Hann hefur leikið 49 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Körfubolti Hveragerði Hamar Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport „Það er krísa“ Körfubolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Fótbolti Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Fleiri fréttir „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Sjá meira