Gervigreind

Fréttamynd

Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa

Bandaríski fjölmiðillinn Washington Post hefur undir höndum 38 blaðsíðna skjal sem útlistar áætlanir Bandaríkjastjórnar um framtíð Gasasvæðisins að stríðinu loknu. Það felur meðal annars í sér að allir íbúar svæðisins verði fluttir burt, að Bandaríkin fari með völd á svæðinu í tíu ár hið minnsta og að ströndinni verði umbreytt í „gervigreindarknúna“ ferðamannaparadís og rafbílaframleiðslusvæði.

Erlent
Fréttamynd

Vara við svikapóstum í þeirra nafni

Hagkaup varar við svikapóstum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem notendum er boðið að svara stuttri könnun gegn því að fá kassa af ilmvötnum.

Innlent
Fréttamynd

Stefna Open AI vegna sjálfs­vígs sonarins

Foreldrar sextán ára pilts í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa stefnt gervigreindarfyrirtækinu Open AI vegna sjálfsvígs sonar síns. Foreldrarnir saka gervigreind fyrirtækisins, ChatGPT, um að hafa hvatt hann til að svipta sig lífi.

Erlent
Fréttamynd

Fram­tíð tann­lækninga og gervi­greindar – kynntu þér Oraxs

Það er ekki langt síðan hugmyndin um að nýta gervigreind í tannlækningum þótti fjarlæg framtíðarsýn. En þróunin síðustu ár hefur fært þessa sýn inn í nútímann. Með lausnum eins og Oraxs frá íslenska fyrirtækinu ITHG Dental AI er orðið ljóst að gervigreindin er komin til að vera og að hún er þegar farin að breyta heilbrigðisgeiranum.

Samstarf
Fréttamynd

Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta?

Nýjasta afsprengi gervigreindarbyltingarinnar, „eins og að vera með sérfræðing með doktorsgráðu“ getur ekki svarað einföldustu spurningum rétt. GPT 5 sem opinberað var með miklum látum í fyrri hluta ágúst mánaðar er vægast sagt misheppnað fyrirbæri sem hefur verið tvö og hálft ár í þróun og kostað 500 milljarði Bandaríkjadali. Þrítugföld fjárlög íslenska ríkisins og getur ekki talið hversu mörg b eru í orðinu rabarbari.

Skoðun
Fréttamynd

„Gervigreindargeðrof“ hrellir sál­fræðinga

Vísindamenn lýsa áhyggjum af því að gervigreind gæti ýtt undir eða valdið geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera.

Erlent
Fréttamynd

Gervi­greindin geti verið lykillinn að tolla­lækkun

Aukin viðskipti Íslendinga við bandarísk gervigreindarfyrirtæki gætu orðið lykillinn að því að fá bandaríska tolla á íslenskar vörur fellda niður eða lækkaða. Þetta segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, sem kallar eftir því að stjórnvöld skipi sérstaka sendinefnd með fulltrúum einkageirans og hins opinbera, til að semja við Bandaríkjastjórn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gervi­greind fyrir alla — en fyrir hvern í raun?

Íslensk gervigreindarstefna lofar aukinni framleiðni og nýjum störfum. En hver situr eftir? Stjórnvöld tala fyrir „gervigreind í þágu allra“ og spá því að allt að 130.000 störf hér á landi geti nýtt tæknina til aukinna afkasta. Um leið segja áætlanir að 105.000 störf verði verulega fyrir áhrifum. Umgjörðin er þannig orðin að spurningu um jöfnuð, réttlæti og aðgengi – hver fær að leiða þessa umbreytingu, og hver er leiddur?

Skoðun
Fréttamynd

Ó­heppi­legt ef fölsk mynd varpar sök á sak­lausan mann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er miður sín eftir að hafa dreift mynd sem hafði verið breytt með gervigreind. Það hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér að sögn aðalvarðstjóra. Hann vonar að mannleg mistök komi ekki til með að rýra traust almennings til lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla biðst af­sökunar vegna myndarinnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á því að hafa dreift falsaðri mynd af meintum dísilþjófum sem var augljóslega búið að eiga við með hjálp gervigreindar eða álíka forriti. Sérfræðingur segir mjög varasamt að treysta á túlkun gervigreindar. Formaður Blaðamannafélagsins treystir því að lögregla taki málið alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla dreifði gjör­breyttri mynd af díselþjófum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði mynd af díselþjófum sem talsvert var búið að eiga við af gervigreind. Myndin var fyrst birt á samfélagsmiðlum af nafnlausum aðgangi sem stofnaður var í maí og hefur ekki birt færslur um annað en að senda ætti alla múslíma úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan leitar þessara manna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Styttist í há­þróuð gervi­greindar­svindl á ís­lensku

Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Þekktum Ís­lendingum lögð orð í munn með gervi­greind

Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd.

Innlent
Fréttamynd

GPT‑5 kemur í ágúst – á­skoranir og tæki­færi fyrir Ís­land

Á næstu dögum lýkur sumarleyfum margra og skólastarf hefst á ný – einmitt um það leyti sem vænt er að nýjasta útgáfa gervigreindarinnar, GPT‑5, líti dagsins ljós. Samkvæmt fréttum stefna OpenAI á að kynna GPT‑5 strax í byrjun ágústmánaðar. Þetta markar tímamót: eftir rólegri sumarmánuði tekur við haust þar sem skólar og vinnustaðir fara á fullt – og í þetta skipti bætist við áður óþekkt afl í stafrænum heimi.

Skoðun
Fréttamynd

Banda­ríkja­for­seti birtir bull í bunkum

Ríkisstjórn Donalds Trump hefur ítrekað gerst sek um að dreifa gervigreindarmyndum og myndböndum frá því hann tók við embætti. Nú er í dreifingu fölsuð upptaka af handtöku Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem Trump segir að hafi framið landráð 2016.

Lífið
Fréttamynd

Gervi­greindar­fyrir­sæta í Vogue vekur ugg

Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals.

Tíska og hönnun