Fótbolti

Fréttamynd

„Móðir allra úr­slita er í frammi­stöðunni“

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var sammála fyrirliða sínum Virgil Van Dijk að lið þeirra hafi átt skilið sigurinn gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar. Það breytir því þó ekki að leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hlín skoraði tvö í stór­sigri

Íslendingalið Kristianstad byrjar gríðarlega vel í sænska bikarnum en liðið vann sjö marka sigur á Lidköping, lokatölur 8-1. Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir voru í byrjunarliði Kristianstad. Sú fyrrnefnda skoraði tvívegis.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert fær Le­verku­sen stöðvað

Bayer Leverkusen vann enn einn leikinn í þýsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þegar liðið tók á móti Wolfsburg í kvöld. Lokatölur 2-0 og Leverkusen með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri Steinn byrjaði þegar FCK skaut sér á toppinn

Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar lögðu Íslendingalið Lyngby 4-0 í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði heimamanna á meðan Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliði Lyngby. Hvorugur framherjinn komst hins vegar á blað í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Salah mættur aftur til æfinga

Egyptinn Mohamed Salah var mættur á æfingu hjá Liverpool í dag en hann er á meðal leikmanna liðsins sem eru í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik helgarinnar gegn Manchester City.

Enski boltinn
Fréttamynd

N1 einn helsti bak­hjarl KSÍ

Fulltrúar N1 og KSÍ endurnýjuðu í gær samstarfssamning til næstu fjögurra ára, eða til ársloka 2027. Fyrsti samstarfssamningur N1 og KSÍ var undirritaður árið 2014 og felur nýi samningurinn í sér að N1 verði áfram einn helsti bakhjarl KSÍ í bæði kvenna- og karlaknattspyrnu.

Samstarf
Fréttamynd

„Fullt af hlutum sem ég get bætt“

Ferill hins 23 ára gamla Erlings Braut Håland hefur verið draumi líkastur til þessa en framherjinn öflugi vann þrennuna með Manchester City á síðustu leiktíð. Hann segist þó enn eiga fullt ólært og geti enn bætt sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé skaut París í átta liða úr­slit

París Saint-Germain er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 útisigur á Real Sociedad. Eftir 2-0 sigur í fyrri leikinn í París voru gestir kvöldsins í mjög svo góðum málum þegar leikar hófust í San Sebastian á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi æfir með Fylki á Spáni

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er staddur um þessar mundir á Spáni ásamt sjúkraþjálfaranum Friðriki Ellerti Jónssyni í endurhæfingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Elísa Viðars orðin strákamamma

Knattspyrnuparið Elísa Viðarsdóttir og Rasmus Christiansen eignuðust dreng 2. mars síðastliðinn. Elísa greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í gær.

Lífið