Mættur í stærsta félag Íslands og vill hjálpa KR að vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 11. mars 2024 07:00 Axel Óskar er mættur í Vesturbæinn. Vísir/Ívar Fannar „Að fá að spila fyrir stærsta félag Íslands. Flestir titlar, sagan segir sitt. Ég er mjög sáttur að vera kominn hingað,“ sagði Axel Óskar Andrésson, nýjasti leikmaður KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann var eftirsóttur en valdi á endanum KR og stefnir á að sýna landi og þjóð hvað hann getur í sumar. „Það voru nokkur lið í myndinni hér á landi sem og lið úti. Það voru lið sem voru kannski örlítið of langt frá. Ég á sex mánaða dóttur núna og maður þarf aðeins að hugsa um fjölskyldulífið líka. Þetta var besta lendingin og ég er ótrúlega spenntur fyrir komandi tímum hjá KR.“ „Það var mikið af þreifingum og ég var ekki alveg að detta inn á eitthvað úti Svo höfðu KR-ingarnir samband og mér leist vel á það. Gaman að keyra á þetta á Íslandi og spila með stærsta félagi Íslands.“ „Þeir eru búnir að ná í hörku leikmenn. Alex (Þór Hauksson), Aron (Sigurðarson) og alla þessa stráka. Liðið sjálft er ótrúlega flott. Það heillaði að koma og reyna hjálpa þessum sögufræga klúbbi að vinna titla aftur,“ sagði Axel Óskar aðspurður af hverju hann væri kominn í KR. „Búið í fimm löndum og spilað fyrir sjö lið“ Hinn 26 ára gamli Axel Óskar fór ungur að árum til Reading á Englandi. Þaðan lá leiðin til Noregs og svo Lettlands áður en hann endaði í Svíþjóð. Lið í Eystrasaltslöndunum voru áhugasöm en þau hentuðu einfaldlega ekki þar sem Axel Óskar þarf einnig að hugsa um hvað er best fyrir fjölskylduna. Hann er þó sáttur með tíma sinn í atvinnumennsku. „Hann hefur verið frábær, ótrúlega mikil reynsla. Maður hefur búið í fimm löndum og spilað fyrir sjö lið. Það verður kannski smá skrítið að búa aftur á Íslandi, maður er orðinn smá útlendingur núna. Það er bara gaman og hlakka ótrúlega til komandi tíma.“ Klippa: Axel Óskar: Mættur í stærsta félag Íslands og vill hjálpa KR að vinna titla Axel Óskar átti erfitt með að nefna eitthvað eitt sem hefur staðið upp úr á ferlinum til þessa en tók þó fram að England og sá fótbolti sem er spilaður þar henti sér frá A til Ö. Hann mun eflaust heimsækja landið eitthvað á komandi misserum en bróðir hans, markvörðurinn Jökull Andrésson, er enn leikmaður Reading. Axel Óskar var sjálfur bara táningur þegar hann fór til Reading. „Það var æðislegt. Ekki skemmdi fyrir að öll fjölskyldan fór með út, tveir litlir bræður og mamma og pabbi. Þetta var ótrúlegur tími og að vera þar í sex ár var ótrúlega gaman, svo tók fótboltaferillinn við.“ Gregg Ryder mun stýra KR í sumar en hann er frá Englandi. Axel Óskar játti því að það hafi haft áhrif á ákvörðun hans. „Leist langbest á KR“ „Að sjálfsögðu. Frá fyrsta fundi með Gregg leist mér ótrúlega vel á verkefnið og hvernig hann er búinn að setja upp verkefnið. Er búinn að æfa tvisvar (með liðinu), mánuður til stefnu. Stutt í mót, hef samt engar áhyggjur að ég komi mér ekki í gott stand og get ekki beðið eftir að æfa með þessum fagmönnum.“ Axel Óskar Andrésson hefur gert 3 ára samning við KR.Axel er miðvörður og alinn upp í Aftureldingu. Axel hélt ungur út í atvinnumennsku, fyrst í Reading og í sumar spilaði Axel með Örebro í Svíþjóð. Vertu velkominn Axel, við hlökkum til að sjá þig í KR treyjunni í sumar. pic.twitter.com/UUqonwvmhk— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) March 8, 2024 „Markmiðið er alltaf að spila á sem hæstu getustigi. Ef það kemur upp í framtíðinni að fara aftur út og það er í fínu landi upp á fjölskylduaðstæður að gera þá er ég opinn fyrir því að spila á eins háu getustigi og hægt er. Að þessu sinni leist mér langbest á KR.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
„Það voru nokkur lið í myndinni hér á landi sem og lið úti. Það voru lið sem voru kannski örlítið of langt frá. Ég á sex mánaða dóttur núna og maður þarf aðeins að hugsa um fjölskyldulífið líka. Þetta var besta lendingin og ég er ótrúlega spenntur fyrir komandi tímum hjá KR.“ „Það var mikið af þreifingum og ég var ekki alveg að detta inn á eitthvað úti Svo höfðu KR-ingarnir samband og mér leist vel á það. Gaman að keyra á þetta á Íslandi og spila með stærsta félagi Íslands.“ „Þeir eru búnir að ná í hörku leikmenn. Alex (Þór Hauksson), Aron (Sigurðarson) og alla þessa stráka. Liðið sjálft er ótrúlega flott. Það heillaði að koma og reyna hjálpa þessum sögufræga klúbbi að vinna titla aftur,“ sagði Axel Óskar aðspurður af hverju hann væri kominn í KR. „Búið í fimm löndum og spilað fyrir sjö lið“ Hinn 26 ára gamli Axel Óskar fór ungur að árum til Reading á Englandi. Þaðan lá leiðin til Noregs og svo Lettlands áður en hann endaði í Svíþjóð. Lið í Eystrasaltslöndunum voru áhugasöm en þau hentuðu einfaldlega ekki þar sem Axel Óskar þarf einnig að hugsa um hvað er best fyrir fjölskylduna. Hann er þó sáttur með tíma sinn í atvinnumennsku. „Hann hefur verið frábær, ótrúlega mikil reynsla. Maður hefur búið í fimm löndum og spilað fyrir sjö lið. Það verður kannski smá skrítið að búa aftur á Íslandi, maður er orðinn smá útlendingur núna. Það er bara gaman og hlakka ótrúlega til komandi tíma.“ Klippa: Axel Óskar: Mættur í stærsta félag Íslands og vill hjálpa KR að vinna titla Axel Óskar átti erfitt með að nefna eitthvað eitt sem hefur staðið upp úr á ferlinum til þessa en tók þó fram að England og sá fótbolti sem er spilaður þar henti sér frá A til Ö. Hann mun eflaust heimsækja landið eitthvað á komandi misserum en bróðir hans, markvörðurinn Jökull Andrésson, er enn leikmaður Reading. Axel Óskar var sjálfur bara táningur þegar hann fór til Reading. „Það var æðislegt. Ekki skemmdi fyrir að öll fjölskyldan fór með út, tveir litlir bræður og mamma og pabbi. Þetta var ótrúlegur tími og að vera þar í sex ár var ótrúlega gaman, svo tók fótboltaferillinn við.“ Gregg Ryder mun stýra KR í sumar en hann er frá Englandi. Axel Óskar játti því að það hafi haft áhrif á ákvörðun hans. „Leist langbest á KR“ „Að sjálfsögðu. Frá fyrsta fundi með Gregg leist mér ótrúlega vel á verkefnið og hvernig hann er búinn að setja upp verkefnið. Er búinn að æfa tvisvar (með liðinu), mánuður til stefnu. Stutt í mót, hef samt engar áhyggjur að ég komi mér ekki í gott stand og get ekki beðið eftir að æfa með þessum fagmönnum.“ Axel Óskar Andrésson hefur gert 3 ára samning við KR.Axel er miðvörður og alinn upp í Aftureldingu. Axel hélt ungur út í atvinnumennsku, fyrst í Reading og í sumar spilaði Axel með Örebro í Svíþjóð. Vertu velkominn Axel, við hlökkum til að sjá þig í KR treyjunni í sumar. pic.twitter.com/UUqonwvmhk— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) March 8, 2024 „Markmiðið er alltaf að spila á sem hæstu getustigi. Ef það kemur upp í framtíðinni að fara aftur út og það er í fínu landi upp á fjölskylduaðstæður að gera þá er ég opinn fyrir því að spila á eins háu getustigi og hægt er. Að þessu sinni leist mér langbest á KR.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira