Veit allt um það hversu erfitt er að spila á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2024 19:35 Pep á hliðarlínunni í leik dagsins. Robbie Jay Barratt/Getty Images „Við byrjuðum vel en þeir eru með ótrúlegt lið. Við áttum okkar augnablik, þeir áttu sín. Það er erfitt að spila á móti þeim og við tökum stiginu,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli Manchester City gegn Liverpool fyrr í dag. Englandsmeistarar Manchester City náðu í stig á Anfield í stórleik helgairnanr í ensku úrvalsdeild karla. Segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega þrátt fyrir að komast yfir en Liverpool var töluvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik. „Ég fyrri hálfleik vorum við með vindinn í bakið, fengum fullt af færum. Efti rað við fengum á okkur vítaspyrnuna þá þurftum við að þjást. Þetta var góður leikur fyrir hlutlausa.“ Kevin De Bruyne var ekki sáttur með að vera tekinn af velli. Pep var spurður út í það. „Það er gott. Hann fær að sýna hvað hann getur í næsta leik. Við þurfum leikmann sem heldur í boltann. Snýst ekki um að pressa. Mateo Kovačić er virkilega góður í því. Við vorum ánægðir með Kevin. Það var ekki vandamálið. Við erum vinir.“ Um andrúmsloftið á Anfield „Ég veit hversu erfitt það getur verið að spila á Anfield. Það er líka erfitt á Etihad, Liverpool hefur ekki unnið þar í átta ár. Við höfum sýnt og sannað að bæði lið eru full af ótrúlegum keppnismönnum. Ég hefði viljað sigra en Liverpool hefur margoft í gegnum árin sýnt hvaða gæðum það býr yfir.“ Jürgen Klopp mun hætta sem þjálfari Liverpool að tímabilinu loknu. Pep var að endingu spurður út í kollega sinn í Liverpool. „Við myndum ekki þurfa að knúsa hvorn annan til að sýna hversu mikla virðingu við berum fyrir hvor öðrum. Hann ver sitt félag og ég ver mitt. Saga okkar segir allt sem segja þarf. Það eru enn tíu leikir eftir, það getur margt gerst.“ Jafnteflið þýðir að Arsenal er á toppnum með 64 stig þegar 10 umferðir eru eftir af deildinni. Liverpool er með jafn mörg stig en lakari markatölu á meðan Man City er með stigi minna í 3. sætinu. Þessir tveir hafa gefið ensku úrvalsdeildinni mikið.@premierleague Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester City náðu í stig á Anfield í stórleik helgairnanr í ensku úrvalsdeild karla. Segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega þrátt fyrir að komast yfir en Liverpool var töluvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik. „Ég fyrri hálfleik vorum við með vindinn í bakið, fengum fullt af færum. Efti rað við fengum á okkur vítaspyrnuna þá þurftum við að þjást. Þetta var góður leikur fyrir hlutlausa.“ Kevin De Bruyne var ekki sáttur með að vera tekinn af velli. Pep var spurður út í það. „Það er gott. Hann fær að sýna hvað hann getur í næsta leik. Við þurfum leikmann sem heldur í boltann. Snýst ekki um að pressa. Mateo Kovačić er virkilega góður í því. Við vorum ánægðir með Kevin. Það var ekki vandamálið. Við erum vinir.“ Um andrúmsloftið á Anfield „Ég veit hversu erfitt það getur verið að spila á Anfield. Það er líka erfitt á Etihad, Liverpool hefur ekki unnið þar í átta ár. Við höfum sýnt og sannað að bæði lið eru full af ótrúlegum keppnismönnum. Ég hefði viljað sigra en Liverpool hefur margoft í gegnum árin sýnt hvaða gæðum það býr yfir.“ Jürgen Klopp mun hætta sem þjálfari Liverpool að tímabilinu loknu. Pep var að endingu spurður út í kollega sinn í Liverpool. „Við myndum ekki þurfa að knúsa hvorn annan til að sýna hversu mikla virðingu við berum fyrir hvor öðrum. Hann ver sitt félag og ég ver mitt. Saga okkar segir allt sem segja þarf. Það eru enn tíu leikir eftir, það getur margt gerst.“ Jafnteflið þýðir að Arsenal er á toppnum með 64 stig þegar 10 umferðir eru eftir af deildinni. Liverpool er með jafn mörg stig en lakari markatölu á meðan Man City er með stigi minna í 3. sætinu. Þessir tveir hafa gefið ensku úrvalsdeildinni mikið.@premierleague
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
„Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31