Enski boltinn

Veit allt um það hversu erfitt er að spila á Anfi­eld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep á hliðarlínunni í leik dagsins.
Pep á hliðarlínunni í leik dagsins. Robbie Jay Barratt/Getty Images

„Við byrjuðum vel en þeir eru með ótrúlegt lið. Við áttum okkar augnablik, þeir áttu sín. Það er erfitt að spila á móti þeim og við tökum stiginu,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli Manchester City gegn Liverpool fyrr í dag.

Englandsmeistarar Manchester City náðu í stig á Anfield í stórleik helgairnanr í ensku úrvalsdeild karla. Segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega þrátt fyrir að komast yfir en Liverpool var töluvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik.

„Ég fyrri hálfleik vorum við með vindinn í bakið, fengum fullt af færum. Efti rað við fengum á okkur vítaspyrnuna þá þurftum við að þjást. Þetta var góður leikur fyrir hlutlausa.“

Kevin De Bruyne var ekki sáttur með að vera tekinn af velli. Pep var spurður út í það.

„Það er gott. Hann fær að sýna hvað hann getur í næsta leik. Við þurfum leikmann sem heldur í boltann. Snýst ekki um að pressa. Mateo Kovačić er virkilega góður í því. Við vorum ánægðir með Kevin. Það var ekki vandamálið. Við erum vinir.“

Um andrúmsloftið á Anfield

„Ég veit hversu erfitt það getur verið að spila á Anfield. Það er líka erfitt á Etihad, Liverpool hefur ekki unnið þar í átta ár. Við höfum sýnt og sannað að bæði lið eru full af ótrúlegum keppnismönnum. Ég hefði viljað sigra en Liverpool hefur margoft í gegnum árin sýnt hvaða gæðum það býr yfir.“

Jürgen Klopp mun hætta sem þjálfari Liverpool að tímabilinu loknu. Pep var að endingu spurður út í kollega sinn í Liverpool.

„Við myndum ekki þurfa að knúsa hvorn annan til að sýna hversu mikla virðingu við berum fyrir hvor öðrum. Hann ver sitt félag og ég ver mitt. Saga okkar segir allt sem segja þarf. Það eru enn tíu leikir eftir, það getur margt gerst.“

Jafnteflið þýðir að Arsenal er á toppnum með 64 stig þegar 10 umferðir eru eftir af deildinni. Liverpool er með jafn mörg stig en lakari markatölu á meðan Man City er með stigi minna í 3. sætinu.

Þessir tveir hafa gefið ensku úrvalsdeildinni mikið.@premierleague

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×