UMF Njarðvík

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Njarð­vík - Grinda­vík 77-61 | Meistararnir komnir á blað

Aðra umferðina í röð var boðið upp á Suðurnesjaslag í Subway-deild kvenna, en í kvöld mættust Njarðvík og Grindavík í Ljónagryfjunni. Íslandsmeistarar Njarðvíkur töpuðu í opnunarleiknum gegn grönnum sínum Í Keflavík og því eflaust staðráðnar í að sækja sigur í kvöld. Grindvíkingar aftur á móti opnuðu mótið á góðum sigri gegn Fjölni og vildu án vafa byggja ofan á þann árangur.

Körfubolti
Fréttamynd

Bjarni segir bless eftir frábært sumar

Þjálfarinn þrautreyndi Bjarni Jóhannsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í fótbolta. Hann skilur við liðið í næstefstu deild eftir að hafa stýrt því til sigurs í 2. deild í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður Ragnar kallar eftir sameiningu á Suðurnesjum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild karla, vill að lið hans verði sameinað við lið Njarðvíkur í Reykjanesbæ. Þetta lét Sigurður hafa eftir sér í kjölfar þess að Njarðvíkingur fleygðu Keflvíkingum úr leik í nágrannaslag liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær.

Íslenski boltinn