Rúnar: Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju ég nenni að vera í þessu Andri Már Eggertsson skrifar 6. desember 2023 21:20 Rúnar Ingi Erlingsson var afar ánægður með sigurinn Vísir/Snædís Bára Njarðvík vann nokkuð öruggan átján stiga sigur gegn Haukum 78-60. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með fjórða leikhluta liðsins. „Við gerðum ákveðin atriði varnarlega töluvert betur á þeim kafla sem við komumst fram úr þeim. Við vorum að spila góða vörn sem lið þar sem við fengum góða ruðninga og sýndum mikla baráttu.“ „Við vorum líka að skora á þessum kafla sem gerði það að verkum að þær þurftu að setja upp sókn gegn okkar fimm á fimm vörn. Þær voru að skora mikið í bakið á okkur og um leið og við fórum að láta þær spila á móti okkur á hálfum velli gekk þetta betur.“ Rúnar sagði að það hafi verið krefjandi að tala við liðið í hálfleik þar sem hann var ekki ósáttur með margt þrátt yfir að vera einu stigi undir í hálfleik 35-36. „Mér fannst flókið að fara inn í hálfleikinn þar sem það var ekkert mikið sem ég gat verið að öskra á og breytt. Mér fannst við vera að spila heilt yfir vel en það voru nokkur smáatriði eins og þeirra hröðusóknir og við þurftum að vera aðeins klókari.“ „Körfubolti er síðan þannig að sjálfstraust er svo mikilvægt og um leið og þú setur nokkur skot ofan í og stemmningin kemur með þér þá verða næstu skot auðveldari. Ég held að Angela Strize hefði getað kastað boltanum aftur fyrir sig og það hefði farið ofan í.“ Rúnar var afar ánægður með fjórða leikhluta þar sem allt gekk upp hjá Njarðvík sem skilaði að lokum átján stiga sigri. „Þetta var geggjaður kafli og það voru allir með eins og bekkurinn og stúkan. Þetta skiptir svo miklu máli og ástæðan fyrir því að ég nenni að vera í þessu er að fá að fagna svona þegar að það kemur góð vörn eða boltinn fer ofan í. Ef maður ætlar ekki að njóta þess þegar að liðið spilar svona frábærlega eins og í seinni hálfleik þá þarf ég að fara að finna mér annað að gera,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Sjá meira
„Við gerðum ákveðin atriði varnarlega töluvert betur á þeim kafla sem við komumst fram úr þeim. Við vorum að spila góða vörn sem lið þar sem við fengum góða ruðninga og sýndum mikla baráttu.“ „Við vorum líka að skora á þessum kafla sem gerði það að verkum að þær þurftu að setja upp sókn gegn okkar fimm á fimm vörn. Þær voru að skora mikið í bakið á okkur og um leið og við fórum að láta þær spila á móti okkur á hálfum velli gekk þetta betur.“ Rúnar sagði að það hafi verið krefjandi að tala við liðið í hálfleik þar sem hann var ekki ósáttur með margt þrátt yfir að vera einu stigi undir í hálfleik 35-36. „Mér fannst flókið að fara inn í hálfleikinn þar sem það var ekkert mikið sem ég gat verið að öskra á og breytt. Mér fannst við vera að spila heilt yfir vel en það voru nokkur smáatriði eins og þeirra hröðusóknir og við þurftum að vera aðeins klókari.“ „Körfubolti er síðan þannig að sjálfstraust er svo mikilvægt og um leið og þú setur nokkur skot ofan í og stemmningin kemur með þér þá verða næstu skot auðveldari. Ég held að Angela Strize hefði getað kastað boltanum aftur fyrir sig og það hefði farið ofan í.“ Rúnar var afar ánægður með fjórða leikhluta þar sem allt gekk upp hjá Njarðvík sem skilaði að lokum átján stiga sigri. „Þetta var geggjaður kafli og það voru allir með eins og bekkurinn og stúkan. Þetta skiptir svo miklu máli og ástæðan fyrir því að ég nenni að vera í þessu er að fá að fagna svona þegar að það kemur góð vörn eða boltinn fer ofan í. Ef maður ætlar ekki að njóta þess þegar að liðið spilar svona frábærlega eins og í seinni hálfleik þá þarf ég að fara að finna mér annað að gera,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Sjá meira