Rúnar: Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju ég nenni að vera í þessu Andri Már Eggertsson skrifar 6. desember 2023 21:20 Rúnar Ingi Erlingsson var afar ánægður með sigurinn Vísir/Snædís Bára Njarðvík vann nokkuð öruggan átján stiga sigur gegn Haukum 78-60. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með fjórða leikhluta liðsins. „Við gerðum ákveðin atriði varnarlega töluvert betur á þeim kafla sem við komumst fram úr þeim. Við vorum að spila góða vörn sem lið þar sem við fengum góða ruðninga og sýndum mikla baráttu.“ „Við vorum líka að skora á þessum kafla sem gerði það að verkum að þær þurftu að setja upp sókn gegn okkar fimm á fimm vörn. Þær voru að skora mikið í bakið á okkur og um leið og við fórum að láta þær spila á móti okkur á hálfum velli gekk þetta betur.“ Rúnar sagði að það hafi verið krefjandi að tala við liðið í hálfleik þar sem hann var ekki ósáttur með margt þrátt yfir að vera einu stigi undir í hálfleik 35-36. „Mér fannst flókið að fara inn í hálfleikinn þar sem það var ekkert mikið sem ég gat verið að öskra á og breytt. Mér fannst við vera að spila heilt yfir vel en það voru nokkur smáatriði eins og þeirra hröðusóknir og við þurftum að vera aðeins klókari.“ „Körfubolti er síðan þannig að sjálfstraust er svo mikilvægt og um leið og þú setur nokkur skot ofan í og stemmningin kemur með þér þá verða næstu skot auðveldari. Ég held að Angela Strize hefði getað kastað boltanum aftur fyrir sig og það hefði farið ofan í.“ Rúnar var afar ánægður með fjórða leikhluta þar sem allt gekk upp hjá Njarðvík sem skilaði að lokum átján stiga sigri. „Þetta var geggjaður kafli og það voru allir með eins og bekkurinn og stúkan. Þetta skiptir svo miklu máli og ástæðan fyrir því að ég nenni að vera í þessu er að fá að fagna svona þegar að það kemur góð vörn eða boltinn fer ofan í. Ef maður ætlar ekki að njóta þess þegar að liðið spilar svona frábærlega eins og í seinni hálfleik þá þarf ég að fara að finna mér annað að gera,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
„Við gerðum ákveðin atriði varnarlega töluvert betur á þeim kafla sem við komumst fram úr þeim. Við vorum að spila góða vörn sem lið þar sem við fengum góða ruðninga og sýndum mikla baráttu.“ „Við vorum líka að skora á þessum kafla sem gerði það að verkum að þær þurftu að setja upp sókn gegn okkar fimm á fimm vörn. Þær voru að skora mikið í bakið á okkur og um leið og við fórum að láta þær spila á móti okkur á hálfum velli gekk þetta betur.“ Rúnar sagði að það hafi verið krefjandi að tala við liðið í hálfleik þar sem hann var ekki ósáttur með margt þrátt yfir að vera einu stigi undir í hálfleik 35-36. „Mér fannst flókið að fara inn í hálfleikinn þar sem það var ekkert mikið sem ég gat verið að öskra á og breytt. Mér fannst við vera að spila heilt yfir vel en það voru nokkur smáatriði eins og þeirra hröðusóknir og við þurftum að vera aðeins klókari.“ „Körfubolti er síðan þannig að sjálfstraust er svo mikilvægt og um leið og þú setur nokkur skot ofan í og stemmningin kemur með þér þá verða næstu skot auðveldari. Ég held að Angela Strize hefði getað kastað boltanum aftur fyrir sig og það hefði farið ofan í.“ Rúnar var afar ánægður með fjórða leikhluta þar sem allt gekk upp hjá Njarðvík sem skilaði að lokum átján stiga sigri. „Þetta var geggjaður kafli og það voru allir með eins og bekkurinn og stúkan. Þetta skiptir svo miklu máli og ástæðan fyrir því að ég nenni að vera í þessu er að fá að fagna svona þegar að það kemur góð vörn eða boltinn fer ofan í. Ef maður ætlar ekki að njóta þess þegar að liðið spilar svona frábærlega eins og í seinni hálfleik þá þarf ég að fara að finna mér annað að gera,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira