„Þetta er keppni í að hitta ofan í körfuna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2023 21:23 Hjalti Þór Viljálmsson, þjálfari Vals, segir að sitt lið hafi einfaldlega tapað í keppninni um að hitta ofan í körfuna. Vísir/Bára Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta, var eðlilega súr eftir 22 stiga tap liðsins gegn Njarðvík á heimavelli í kvöld. Hann segist þó hafa séð ýmislegt jákvætt í leik síns liðs. „Á köflum vorum við bara mjög góðar. Þær hittu náttúrulega bara eins og brjálæðingar og sérstaklega í fyrri hálfleik, aðallega Króatinn hjá þeim [Andela Strize]. Hún henti bara öllu ofan í og það var eiginlega bara munurinn á liðunum í hálfleik,“ sagði Hjalti í leikslok. Valsliðið var hins vegar ekki jafn mikið í því að hitta í körfuna og liðið skoraði til að mynda aðeins sex stig í þriðja leikhluta. „Ég meina við bara hittum ekki. Þetta er keppni í að hitta ofan í körfuna og við hittum ekki fyrir utan þriggja stiga línuna, né fyrir innan hana. Ég held að við séum með um 30 prósent nýtingu fyrir innan þriggja stiga línuna og það er rosa erfitt að ætla að vinna einhverja leiki ef þú getur ekki hitt í körfuna.“ Þetta er annar leikurinn í röð sem Valskonur tapa með tuttugu stigum eða meira, en liðið mátti þola tuttugu stiga tap gegn Keflvíkingum síðastliðinn sunnudag, 70-50. „Við erum að gera breytingar og það eru allskonar hræringar í liðinu. Við erum bara svolítið að finna taktinn aftur. Slæm eða góð töp, það er svo sem ekkert gott tap, ensama hvernig þessir tveir leikir hefðu farið þá þurfum við bara að finna taktinn og gleðina aftur og gera það saman.“ Hjalti nefndi einmitt breytingar á liðinu og vakti það athygli að búgarska landsliðskonan Karina Konstantinova, sem gekk í raðir Vals frá Keflavík fyrir tímabilið, var ekki í hóp hjá Val. Hjalti segir einfaldlega að hún hafi verið látin fara, án þess þó að fara dýpra í það. „Já hún var rekin,“ sagði Hjalti að lokum. Subway-deild kvenna Valur UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 53-7 | Gestirnir höfðu betur gegn andlausum meisturum Njarðvíkingar unnu öruggan 22 stiga sigur er liðið heimsótti Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 53-75. 22. nóvember 2023 20:52 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
„Á köflum vorum við bara mjög góðar. Þær hittu náttúrulega bara eins og brjálæðingar og sérstaklega í fyrri hálfleik, aðallega Króatinn hjá þeim [Andela Strize]. Hún henti bara öllu ofan í og það var eiginlega bara munurinn á liðunum í hálfleik,“ sagði Hjalti í leikslok. Valsliðið var hins vegar ekki jafn mikið í því að hitta í körfuna og liðið skoraði til að mynda aðeins sex stig í þriðja leikhluta. „Ég meina við bara hittum ekki. Þetta er keppni í að hitta ofan í körfuna og við hittum ekki fyrir utan þriggja stiga línuna, né fyrir innan hana. Ég held að við séum með um 30 prósent nýtingu fyrir innan þriggja stiga línuna og það er rosa erfitt að ætla að vinna einhverja leiki ef þú getur ekki hitt í körfuna.“ Þetta er annar leikurinn í röð sem Valskonur tapa með tuttugu stigum eða meira, en liðið mátti þola tuttugu stiga tap gegn Keflvíkingum síðastliðinn sunnudag, 70-50. „Við erum að gera breytingar og það eru allskonar hræringar í liðinu. Við erum bara svolítið að finna taktinn aftur. Slæm eða góð töp, það er svo sem ekkert gott tap, ensama hvernig þessir tveir leikir hefðu farið þá þurfum við bara að finna taktinn og gleðina aftur og gera það saman.“ Hjalti nefndi einmitt breytingar á liðinu og vakti það athygli að búgarska landsliðskonan Karina Konstantinova, sem gekk í raðir Vals frá Keflavík fyrir tímabilið, var ekki í hóp hjá Val. Hjalti segir einfaldlega að hún hafi verið látin fara, án þess þó að fara dýpra í það. „Já hún var rekin,“ sagði Hjalti að lokum.
Subway-deild kvenna Valur UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 53-7 | Gestirnir höfðu betur gegn andlausum meisturum Njarðvíkingar unnu öruggan 22 stiga sigur er liðið heimsótti Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 53-75. 22. nóvember 2023 20:52 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Njarðvík 53-7 | Gestirnir höfðu betur gegn andlausum meisturum Njarðvíkingar unnu öruggan 22 stiga sigur er liðið heimsótti Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 53-75. 22. nóvember 2023 20:52