Geðheilbrigði

Fréttamynd

Mannréttindamiðuð geðheilbrigðisþjónusta

Geðhjálp hefur að undanförnu staðið fyrir vitundarátaki um geðheilbrigðismál. Markmiðið er m.a. að skapa vettvang fyrir landsmenn að koma fram skoðun sinni um hvað betur mætti gera í geðheilbrigðisþjónustunni. Sjónarhorn þriggja einstaklinga voru sýnd á samfélagsmiðlum, geðheilbrigði.is og á visir.is.

Skoðun
Fréttamynd

„Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“

„Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates.

Áskorun
Fréttamynd

Vill frekar banna síma utan en innan skóla

Formaður Kennarasambands Íslands segir það enga töfralausn að banna símanotkun barna í grunnskólum. Félagskvíði sé til að mynda vandamál meðal stúlkna allt niður í þriðja bekk og það komi ekki til vegna síma.

Innlent
Fréttamynd

Sál­fræðingar staldra við á­hyggjur Þor­gríms Þráins­sonar

Tveir sálfræðingar Sálstofunnar hafa svarað yfirlýsingum Þorgríms Þráinssonar um líðan íslenskra barna í grein. Þeir fagna umræðunni en staldra þó við ákveðin atriði hjá Þorgrími. Það sé einföldun að flokka alla vanlíðan undir sama hatt og að það eigi ekki að gera foreldra að sökudólgum heldur líta á uppeldi barna sem samfélagsverkefni.

Innlent
Fréttamynd

Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu

„Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni.

Áskorun
Fréttamynd

„Svona gerir maður ekki, mamma“

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var í gær og af því tilefni fór dagskrárgerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson og hitti móður sína, Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund, á heimili hennar í Hveragerði. 

Lífið
Fréttamynd

Skammaðist sín fyrir mömmu sína og upp­lifði sig eina

Sig­ríður Gísla­dóttir, for­maður Geð­hjálpar og fram­kvæmda­stjóri Okkar heims, segist hafa skammast sín fyrir and­leg veikindi móður sinnar þegar hún var lítil. Hún segir börn upp­lifa sig ein í slíkum að­stæðum þó rann­sóknir sýni að fimmta hvert barn sé í slíkum að­stæðum.

Lífið
Fréttamynd

Gleði­legan ekki-geð­heil­brigðis­dag!

Í dag 10. okt er aðal ekki-geðheilbrigðisdagur einhverfra. Hér á landi er hann er oftast bara nefndur Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Á þeim degi berja framámenn í geðheilbrigðismálum sér á brjóst, ýmist vegna frábærs árangur eða bestu tillagna í geðheilbrigðismálum sem fram hafa komið.

Skoðun
Fréttamynd

Geð­heil­brigðis­mál á al­þjóð­lega geð­heil­brigðis­daginn

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 10. október, og að þessu sinni undir þeirri yfirskrift að geðheilbrigði teljist til algildra mannréttinda. Í því felst að við eigum öll rétt á að vera ekki útsett fyrir þáttum sem eru ógn við geðheilbrigði okkar, að við fáum góða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum og að við eigum rétt til frelsis, sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Segðu þina skoðun

Í dag, 9. október, fagna Landssamtökin Geðhjálp 44 ára afmæli sínu. Þau voru stofnuð af tveimur aðstandendum ungra manna sem voru greindir með alvarlegan geðsjúkdóm. Á þeim tíma voru geðrænar áskoranir mikið feimnismál og réttindi sjúklinga og aðstandenda takmörkuð.

Skoðun
Fréttamynd

Segir bataferlið allt annað en línulaga

„Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni.

Lífið
Fréttamynd

Eru sum sjálfs­víg þolan­legri en önnur?

Fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu skrifar pistil um sjálfsvíg í Vísi í dag og hvað heilsugæslan er að gera til að koma í veg fyrir þau. Hún tekur fram að „mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef [sjálfsvígs]matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum.“

Skoðun
Fréttamynd

Fékk nóg eftir að hafa nauðungar­matað ein­stak­ling

Flosi Þor­geirs­son, sjúkra­liði, sagn­fræðingur og tón­listar­maður segir mikinn mun vera á rétti sjúk­linga á geð­deildum á Ís­landi og í Dan­mörku þar sem hann hefur starfað. Flosi er fyrsti við­mælandi Lands­sam­taka Geð­hjálpar í októ­ber­mánuði þar sem sam­tökin standa fyrir vitundar­vakningu um geð­heil­brigðis­mál.

Lífið
Fréttamynd

Hvað ef það er ekki „allt í gulu“?

Nú er gulum september lokið, sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum en gulur september hófst rétt fyrir alþjóðaforvarnardag sjálfsvíga 10.september.

Skoðun
Fréttamynd

Heiðrar minningu móður sinnar með sköpunargleði og húmor

„Mamma er almennt mjög mikil fyrirmynd hjá mér. Hún var svo mikill karakter og ég finn það alveg strax að hún er alltaf innblásturinn hjá mér,“ segir leikstjórinn og kvikmyndagerðakonan Birna Ketilsdóttir Schram. Hún er leikstjóri Bleiku slaufunnar í ár og er málefnið er henni afar kært en Birna missti móður sína, Örnu Schram, úr krabbameini í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Geð­ráð eflir not­endur geð­þjónustunnar

Það eru spennandi tímar framundan og tækifærin til að bæta geðþjónustu og upplifun notenda eru rík. Mikilvægt skref í framkvæmd aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála 2023-2027 var stigið í síðustu viku með stofnsetningu á Geðráði sem hefur það meginhlutverk að vera ráðgefandi fyrir ráðherra heilbrigðismála.

Skoðun
Fréttamynd

„En hvers vegna þurfum við að vera feimin?“

„Það er ekkert óalgengt að fólk sé með fyrirlestur hér og þar og segi frá því sem vinnustaðurinn er að gera eða takast á við. En þegar kemur að því að bjóða fólki „heim“ er eins og við verðum eitthvað feimnari,“ segir Margrét Tryggvadóttir skemmtana- og forstjóri Nova.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sjötíu milljónir til að vinna með kvíða hjá börnum

Nýtt meðferðarúrræði á netinu gæti tryggt mun fleiri börnum og forráðamönnum þeirra um allt land árangursríka geðheilbrigðisþjónustu. Háskólinn í Reykjavík og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vinna saman að verkefninu sem heilbrigðisráðuneytið hefur styrkt með 70 milljóna króna framlagi.

Innlent