„Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Geðhjálp 20. febrúar 2025 08:54 Leikritið Tóm hamingja hefur slegið í gegn en verkið er sýnt í Borgarleikhúsinu. Geðhjálp og Gaflaraleikhúsið taka nú saman höndum og leita að fyndnasta hlátri Íslands. Þekkir þú einhvern sem lumar á stórkostlega fyndnum hlátri? Myndir/Íris Dögg Einarsdóttir. Gaflaraleikhúsið og Geðhjálp eru í skemmtilegu samstarfi þessa dagana sem snýr að því að finna fyndnasta hlátur Íslands. Landsmenn eru hvattir til að senda inn myndband af þeim sem þeim finnst búa yfir fyndnasta hlátrinum en sigurvegari fær gjafabréf á sýninguna Tóm hamingja sem leikhópurinn sýnir við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu. „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands,“ segir Arnór Björnsson, einn leikara í sýningunni Tóm hamingja. „Í gær póstuðum við myndbandi á miðlum leikhópsins og Geðhjálpar þar sem við biðjum fólk um að senda á okkur myndbönd af Íslendingum sem þeim finnst vera með fyndnasta hláturinn. Við söfnum þeim svo saman og efnum til kosninga meðal þjóðarinnar. Eigandi fyndnasta hlátursins fær gjafabréf á Tóma hamingju, ásamt fullt af fleiri glaðningum.“ Hér má sjá myndbandið þar sem auglýst er eftir fyndnasta hlátrinum. Landssamtökin Geðhjálp ýttu úr vör í upphafi þorrans árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G-vítamín og er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Á þessu tímabili munu birtast greinar á Vísi sem fjalla um átakið, auk þess sem eitt G-vítamín mun birtast á forsíðunni á Vísi daglega meðan átakið stendur yfir. Á sama tíma munu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 vekja athygli á átakinu, fjalla um G-vítamín dagsins og fjalla almennt um geðheilbrigði. Arnór segir meðlimi leikhússins hafa þótt mjög viðeigandi að fara í samstarf við Geðhjálp. „Þau eru öll í því að efla fólk til að finna gleðina á þessum dimmustu dögunum ársins og hvetja landsmenn til að finna sitt G-vítamín og það er nákvæmlega markmið okkar í Tómri hamingju líka.“ Hann segir sitt G-vítamínið vera hlátur og að Gaflaraleikhúsið hafi viljað gefa fólki sýningu sem þau geti mætt á og fengið að hlæja eins og þau vilja. „Við höfum nokkru sinnum þurft að stoppa sýningar út af hlátri úr sal. Og svo kannski líka nokkru sinnum út af hlátri í mér, enda er ég heimsins versti leikari þegar kemur að því að halda andliti. Þar sem ég er að leika með það sem mér finnst vera einn fyndnasti leikhópur Íslandssögunnar, þá er þetta afskaplega krefjandi fyrir mig.“ Tóm hamingja hefur gengið eins og í sögu að sögn Arnórs en tæplega 30 sýningar hafa verið sýndar. „Sýningin er óvenjuleg að því leyti að sviðinu er skipt í tvennt og sjá áhorfendur bara annan hluta sviðsins. Annar helmingur áhorfenda fylgist með senum sem gerast fyrir utan sumarbústaðinn meðan aðrir áhorfendur fylgjast með því sem fer fram innandyra. Svo skipta áhorfendur um sæti eftir hlé." Hann segist aldrei hafa skemmt sér svona vel á sýningu áður. „Það gerist oft að annar hluti áhorfenda er skellihlæjandi sem þýðir að hluti leikhópsins sem er á hinu sviðinu kemur of seint inn á hlæjandi sviðið. Fyrir vikið komast leikarar reglulega í klandur sem er einstaklega skemmtilegt.“ Leikarar og leikstjóri útskýra hér hvernig sýningin er sett upp (með misgóðum árangri). Hægt er að kaupa miða hér á Tóma hamingju. Dagatal með G-vítamínskömmtum er til sölu á vef Geðhjálpar og í völdum verslunum Krónunnar um allt land. G vítamín Geðheilbrigði Grín og gaman Heilsa Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira
„Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands,“ segir Arnór Björnsson, einn leikara í sýningunni Tóm hamingja. „Í gær póstuðum við myndbandi á miðlum leikhópsins og Geðhjálpar þar sem við biðjum fólk um að senda á okkur myndbönd af Íslendingum sem þeim finnst vera með fyndnasta hláturinn. Við söfnum þeim svo saman og efnum til kosninga meðal þjóðarinnar. Eigandi fyndnasta hlátursins fær gjafabréf á Tóma hamingju, ásamt fullt af fleiri glaðningum.“ Hér má sjá myndbandið þar sem auglýst er eftir fyndnasta hlátrinum. Landssamtökin Geðhjálp ýttu úr vör í upphafi þorrans árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G-vítamín og er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Á þessu tímabili munu birtast greinar á Vísi sem fjalla um átakið, auk þess sem eitt G-vítamín mun birtast á forsíðunni á Vísi daglega meðan átakið stendur yfir. Á sama tíma munu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 vekja athygli á átakinu, fjalla um G-vítamín dagsins og fjalla almennt um geðheilbrigði. Arnór segir meðlimi leikhússins hafa þótt mjög viðeigandi að fara í samstarf við Geðhjálp. „Þau eru öll í því að efla fólk til að finna gleðina á þessum dimmustu dögunum ársins og hvetja landsmenn til að finna sitt G-vítamín og það er nákvæmlega markmið okkar í Tómri hamingju líka.“ Hann segir sitt G-vítamínið vera hlátur og að Gaflaraleikhúsið hafi viljað gefa fólki sýningu sem þau geti mætt á og fengið að hlæja eins og þau vilja. „Við höfum nokkru sinnum þurft að stoppa sýningar út af hlátri úr sal. Og svo kannski líka nokkru sinnum út af hlátri í mér, enda er ég heimsins versti leikari þegar kemur að því að halda andliti. Þar sem ég er að leika með það sem mér finnst vera einn fyndnasti leikhópur Íslandssögunnar, þá er þetta afskaplega krefjandi fyrir mig.“ Tóm hamingja hefur gengið eins og í sögu að sögn Arnórs en tæplega 30 sýningar hafa verið sýndar. „Sýningin er óvenjuleg að því leyti að sviðinu er skipt í tvennt og sjá áhorfendur bara annan hluta sviðsins. Annar helmingur áhorfenda fylgist með senum sem gerast fyrir utan sumarbústaðinn meðan aðrir áhorfendur fylgjast með því sem fer fram innandyra. Svo skipta áhorfendur um sæti eftir hlé." Hann segist aldrei hafa skemmt sér svona vel á sýningu áður. „Það gerist oft að annar hluti áhorfenda er skellihlæjandi sem þýðir að hluti leikhópsins sem er á hinu sviðinu kemur of seint inn á hlæjandi sviðið. Fyrir vikið komast leikarar reglulega í klandur sem er einstaklega skemmtilegt.“ Leikarar og leikstjóri útskýra hér hvernig sýningin er sett upp (með misgóðum árangri). Hægt er að kaupa miða hér á Tóma hamingju. Dagatal með G-vítamínskömmtum er til sölu á vef Geðhjálpar og í völdum verslunum Krónunnar um allt land.
G vítamín Geðheilbrigði Grín og gaman Heilsa Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira