Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Þing­flokkurinn fagni af­sögn eigin formanns sem hans besta verki

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skiptust á ráðuneytum í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórninni haldið í öndunarvél og að hún minni á dauðadæmdan þjálfara sem fær stuðningsyfirlýsingu frá félagi sínu. Ólafur Harðarson telur að Bjarni sé nú búinn að koma böndum á villiketti flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Kristján viss um að hann veiði á­fram hval á næsta ári

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist viss um að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári þrátt fyrir að núgildandi veiðileyfi renni út um áramótin. Það sé nóg af hvali við strendur Íslands og hægt að halda áfram veiðum að eilífu.

Innlent
Fréttamynd

Tekur bjart­sýn en raun­sæ við nýjum verk­efnum

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 

Innlent
Fréttamynd

„Fyrst og fremst stóla­skipti“ án þess að axla á­byrgð

Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða stöðug­leika er ríkis­stjórnin að tala um?

„Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um?

Skoðun
Fréttamynd

Vaktin: Lykla­skipti á mánu­dag

Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi for­sætis­ráð­herra, fráfarandi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í Eddu, húsi íslenskunnar. Lyklaskipti verða á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni og Þór­dís muni skiptast á stólum

Bjarni Bene­dikts­son, frá­farandi fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra verður utan­ríkis­ráð­herra og mun Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir, nú­verandi utan­ríkis­ráð­herra, taka við fjár­mála­ráðu­neytinu.

Innlent
Fréttamynd

Boða til blaða­manna­fundar

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra boða til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 í Eddu, húsi íslenskunnar.

Innlent
Fréttamynd

Þing­mennirnir mættir til Þing­valla

Stjórnar­þing­menn og ráð­herrar ríkis­stjórnarinnar eru mættir til Þing­valla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnu­fund. For­sætis­ráð­herra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráð­herra­skipti verði ekki rædd þar.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár klemmur ríkis­stjórnarinnar

Óhætt er að segja að ríkisstjórnin sé í klemmu vegna afsagnar Bjarna Benediktssonar. Klemmurnar eru í rauninni þrjár og erfitt er að sjá hvernig stjórnarþingmenn munu vinda ofan af þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráð­herra­stól

Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Bene­dikts­son taki að sér annan ráð­herra­stól. Hann segist virða á­kvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjár­mála­ráð­herra.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­þing­menn funda á Þing­völlum í dag

Þingflokkar stjórnarflokkanna ætla að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Áformaður er ríkisráðsfundur á Bessastöðum á morgun þar sem Bjarni Benediktsson mun hverfa úr embætti fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

„Að­ferðar­fræði til að sýna vand­lætingu á frá­farandi fjár­mála­ráð­herra“

Þingmenn stjórnarandstöðunnar stungu saman nefjum fyrir þingfund í morgun og óskuðu eftir dagskrárbreytingu, þannig að að í stað þess að fundurinn hæfist á óundirbúnum fyirrspurnum eins og fyrst hafði verið ákveðið þar sem Bjarni Benediktsson sæti fyrir svörum yrði byrjað á liðnum fundarstjórn forseta. Undir þeim lið sendi stjórnarandstaðan svo Bjarna Benediktssyni tóninn. Þetta útspil var af stjórnarliðum kallað aumingjaskapur.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri at­burðum í mínu lífi“

Bjarni Bene­dikts­son, frá­farandi fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segir að for­svars­menn ríkis­stjórnar­flokkanna noti til­efnið nú til að ræða stöðuna á kjör­tíma­bilinu og hvað sé fram­undan í sam­starfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðu­neyta­skipan. Hann segir at­burði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi.

Innlent