Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Hissa yfir við­brögðum Svan­dísar og segir þau von­brigði

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, segir að viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis vera sér vonbrigði. Hún segir að þingflokkur Sjálfstæðismanna muni fara yfir stöðuna síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingar vænti þess að verða borgaðir út

Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar.

Innlent
Fréttamynd

Þing kemur saman og ríkis­stjórn fundar

Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Kostu­­legur hvala­flutningur myndi toppa ráðu­neytis­flakk Bjarna

Lögð verður fram vantrauststillaga á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi í vikunni. Sigmundur Davíð furðar sig á því hvað Sjálfstæðismenn hafa beðið lengi eftir viðbrögðum VG vegna málsins. Hann gerir ráð fyrir að stjórnarandstaðan styðji tillöguna enda ekki verk hennar að styðja ríkisstjórnina.

Innlent
Fréttamynd

„Hún á ekki að vera ráð­herra“

Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg.

Innlent
Fréttamynd

Sprengjur og tjöld

Það er áhugavert að á sama tíma og sprengjum rignir yfir fjölskyldur örfárra tjaldbúa á Austurvelli virðist utanríkisráðherra hafa meiri áhyggjur af tjöldunum en sprengjunum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða með hvaða hætti fólk má mótmæla á Austurvelli en við verðum öll að reyna að setja okkur í spor þeirra sem óttast um líf ástvina sinna í látlausu sprengjuregni Ísraelshers. Kröfur þessa fólks um fjölskyldusameiningar eru ekki ósanngjarnar, óaðgengilegar eða líklegar til að skapa álag á innviði. Þessi hópur er of fámennur til þess.

Skoðun
Fréttamynd

„Tel ekki til­efni til að svara þessari Facebook færslu sér­stak­lega“

Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Bjarna Bene­dikts­sonar

Hann virðist eiginlega alveg á floti, skilningurinn en kannski ekki síður söguþekking ykkar sjálfstæðismanna sem hafið tjáð ykkur um mótmæli tjaldbúðanna á Austurvelli. 

Skoðun
Fréttamynd

Van­traust eða af­sögn ráð­herra eina leiðin

Það er auðvitað ekki í boði að stjórnmálaflokkur sem að vill láta taka sig alvarlega og talar að minnsta kosti í stefnu sinni fyrir atvinnufrelsi og eignarrétti, geti stutt eða treyst ráðherra sem blygðunarlaust brýtur gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og atvinnufrelsi einstaklinga og lögaðila.

Skoðun
Fréttamynd

Há­skólarnir sam­einist í há­skóla­sam­stæðu

Lagt verður til við háskólaráð Háskólans a Hólum og Háskóla Íslands að skólarnir sameinist og að rekstrarform sameinaðs skóla verði það sem kallað er háskólasamstæða. Um er að ræða nýnæmi hér á landi en þekkist víða erlendis þar sem hugtakið „kampus“ er notað.

Innlent
Fréttamynd

Gervi­hnettir gætu tekið við símamöstrum

Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvort landið eigi að taka þátt í áætlun Evrópusambandsins um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Markmið þess er að tryggja aðgengi að hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum fjarskiptum á heimsvísu.

Innlent
Fréttamynd

Katrín fékk gervipíku að gjöf

Þrír ráðherrar af ellefu ráðherrum hafa birt lista á vef stjórnarráðsins yfir þær gjafir sem þeir fengu í embætti árið 2023. Það er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lífið
Fréttamynd

Við­ræður breiðfylkingar ASÍ og SA í upp­námi

Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki grund­vallar­breytingar á bú­vöru­samningum

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðaherra undirrituðu í gær fyrir hönd stjórnvalda samkomulag um endurskoðun búvörusamninga við Bændasamtök Íslands. Gunnar Þorgeirsson formaður BÍ undirritaði fyrir hönd samtakanna.

Innlent