Skoða þurfi ástæðu fjölgunar banaslysa strax Bjarki Sigurðsson skrifar 4. febrúar 2024 19:05 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir stöðuna vera óviðunandi. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir að skoða verði ástæðu fjölda banaslysa í umferðinni í byrjun árs sem fyrst. Hann segir stöðuna algjörlega óviðunandi. Fyrsta mánuð þessa árs létust sex manns í fjórum mismunandi umferðarslysum. Það er ansi mikið, en til að mynda létust jafn margir í umferðinni allt árið 2019. Fleiri slösuðust Slysin fjögur áttu sér öll stað sunnarlega á landinu, eitt á Grindavíkurvegi, annað nálægt Skaftafelli, eitt á Hvalfjarðarvegi og svo nú síðast á mánudag á Suðurlandsvegi. Öll slysin urðu við árekstur tveggja eða fleiri ökutækja og slösuðust fleiri í slysunum, þar á meðal börn. Innviðaráðherra segir stöðuna hræðilega og er þegar farinn að skoða hvort það sé hægt að sporna gegn þessari aukningu. „Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða einn tveir og þrír og ég á fund eftir helgina, annars vegar með Rannsóknarnefnd samgönguslysa og svo Vegagerðinni og Samgöngustofu þar sem við reynum að átta okkur á því hvort það sé eitthvað sem við getum gert. En þetta er alveg óviðunandi staða og við verðum að gera allt sem mögulegt er til að sporna gegn þessu,“ segir Sigurður. Klippa: Þurfa að rannsaka fjölgun banaslysa Tryggja að svona gerist ekki Meðal þess sem verður skoðað er hvort eitthvað tengi þessi slys saman, svo sem óviðunandi hálkuvarnir eða annað. „Hvort við séum að horfa á eitthvað sem er erfitt að útskýra en kallar kannski á einhverskonar viðbrögð. Við verðum að vara varlegra og tryggja með öllum ráðum að svona alvarleg slys gerist ekki,“ segir Sigurður Ingi. Samgöngur Samgönguslys Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Fyrsta mánuð þessa árs létust sex manns í fjórum mismunandi umferðarslysum. Það er ansi mikið, en til að mynda létust jafn margir í umferðinni allt árið 2019. Fleiri slösuðust Slysin fjögur áttu sér öll stað sunnarlega á landinu, eitt á Grindavíkurvegi, annað nálægt Skaftafelli, eitt á Hvalfjarðarvegi og svo nú síðast á mánudag á Suðurlandsvegi. Öll slysin urðu við árekstur tveggja eða fleiri ökutækja og slösuðust fleiri í slysunum, þar á meðal börn. Innviðaráðherra segir stöðuna hræðilega og er þegar farinn að skoða hvort það sé hægt að sporna gegn þessari aukningu. „Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða einn tveir og þrír og ég á fund eftir helgina, annars vegar með Rannsóknarnefnd samgönguslysa og svo Vegagerðinni og Samgöngustofu þar sem við reynum að átta okkur á því hvort það sé eitthvað sem við getum gert. En þetta er alveg óviðunandi staða og við verðum að gera allt sem mögulegt er til að sporna gegn þessu,“ segir Sigurður. Klippa: Þurfa að rannsaka fjölgun banaslysa Tryggja að svona gerist ekki Meðal þess sem verður skoðað er hvort eitthvað tengi þessi slys saman, svo sem óviðunandi hálkuvarnir eða annað. „Hvort við séum að horfa á eitthvað sem er erfitt að útskýra en kallar kannski á einhverskonar viðbrögð. Við verðum að vara varlegra og tryggja með öllum ráðum að svona alvarleg slys gerist ekki,“ segir Sigurður Ingi.
Samgöngur Samgönguslys Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira