Ráðherrar stjórnist af tilfinningum og ótta Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 12:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. Í frétt Ríkisútvarpsins í gær kom fram að bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafi farið með rangt mál varðandi fjölskyldusameiningar flóttamanna frá Palestínu. Kom þar fram að ráðherrarnir færu eftir sama fyrirkomulagi og hin Norðurlöndin, það er að eingöngu væru ríkisborgarar landanna sóttir til Gasasvæðisins en ekki þeir sem hafa dvalarleyfi, líkt og þeir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu. Hins vegar hafi Norðurlöndin alls ekki gert þetta svoleiðis, þvert á móti hafi þau öll sótt dvalarleyfishafa við Rafah-landamærastöðina við landamæri Gasa og Egyptalands. Ekki skynsamleg leið Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir stjórnvöld skorta fagmennsku í þessum málaflokki. „Ég held að í þessum málaflokki, sérstaklega, stjórnist fólk svolítið af tilfinningum og einhverjum ótta. Ég held að það eigi við um ráðherra landsins jafnt sem marga aðra því miður. Og það er auðvitað ekki skynsamleg leið til þess að finna réttu lausnirnar,“ segir Arndís Anna. Þegar leiðrétt sig Dómsmálaráðherra sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun þar sem hún segir fullyrðingar í frétt RÚV vera rangar. Hún hafi vissulega fyrir áramót haldið þessu fram, en leiðrétt orð sín í byrjun janúarmánaðar. Hún gerir athugasemd við það að RÚV skuli vitna í upphafleg orð hennar en ekki leiðréttinguna. Hún kallar eftir því að frétt RÚV verði fjarlægð og leiðrétting birt á vef þeirra. Arndís Anna segir að þrátt fyrir þetta sé ljóst að vilji íslenskra stjórnvalda til að fylgja eftir samþykktum fjölskyldusameiningum sé ekki til staðar. „Það stoppar á því að íslensk stjórnvöld eru ekki reiðubúin til þess að taka þau skref sem þarf að taka til þess að koma fólkinu út af svæðinu. Við vitum í sjálfu sér hver þau eru, í grófum dráttum. Það snýst um að koma nafnalista til egypskra stjórnvalda en síðan þarf fulltrúi íslenskra stjórnvalda að fara á svæðið og fylgja fólkinu ákveðinn hluta leiðarinnar. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórnin hefur einfaldlega ekki viljað gera og þau hafa lýst því yfir,“ segir Arndís Anna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Í frétt Ríkisútvarpsins í gær kom fram að bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafi farið með rangt mál varðandi fjölskyldusameiningar flóttamanna frá Palestínu. Kom þar fram að ráðherrarnir færu eftir sama fyrirkomulagi og hin Norðurlöndin, það er að eingöngu væru ríkisborgarar landanna sóttir til Gasasvæðisins en ekki þeir sem hafa dvalarleyfi, líkt og þeir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu. Hins vegar hafi Norðurlöndin alls ekki gert þetta svoleiðis, þvert á móti hafi þau öll sótt dvalarleyfishafa við Rafah-landamærastöðina við landamæri Gasa og Egyptalands. Ekki skynsamleg leið Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir stjórnvöld skorta fagmennsku í þessum málaflokki. „Ég held að í þessum málaflokki, sérstaklega, stjórnist fólk svolítið af tilfinningum og einhverjum ótta. Ég held að það eigi við um ráðherra landsins jafnt sem marga aðra því miður. Og það er auðvitað ekki skynsamleg leið til þess að finna réttu lausnirnar,“ segir Arndís Anna. Þegar leiðrétt sig Dómsmálaráðherra sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun þar sem hún segir fullyrðingar í frétt RÚV vera rangar. Hún hafi vissulega fyrir áramót haldið þessu fram, en leiðrétt orð sín í byrjun janúarmánaðar. Hún gerir athugasemd við það að RÚV skuli vitna í upphafleg orð hennar en ekki leiðréttinguna. Hún kallar eftir því að frétt RÚV verði fjarlægð og leiðrétting birt á vef þeirra. Arndís Anna segir að þrátt fyrir þetta sé ljóst að vilji íslenskra stjórnvalda til að fylgja eftir samþykktum fjölskyldusameiningum sé ekki til staðar. „Það stoppar á því að íslensk stjórnvöld eru ekki reiðubúin til þess að taka þau skref sem þarf að taka til þess að koma fólkinu út af svæðinu. Við vitum í sjálfu sér hver þau eru, í grófum dráttum. Það snýst um að koma nafnalista til egypskra stjórnvalda en síðan þarf fulltrúi íslenskra stjórnvalda að fara á svæðið og fylgja fólkinu ákveðinn hluta leiðarinnar. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórnin hefur einfaldlega ekki viljað gera og þau hafa lýst því yfir,“ segir Arndís Anna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira