Ráðherrar stjórnist af tilfinningum og ótta Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 12:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. Í frétt Ríkisútvarpsins í gær kom fram að bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafi farið með rangt mál varðandi fjölskyldusameiningar flóttamanna frá Palestínu. Kom þar fram að ráðherrarnir færu eftir sama fyrirkomulagi og hin Norðurlöndin, það er að eingöngu væru ríkisborgarar landanna sóttir til Gasasvæðisins en ekki þeir sem hafa dvalarleyfi, líkt og þeir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu. Hins vegar hafi Norðurlöndin alls ekki gert þetta svoleiðis, þvert á móti hafi þau öll sótt dvalarleyfishafa við Rafah-landamærastöðina við landamæri Gasa og Egyptalands. Ekki skynsamleg leið Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir stjórnvöld skorta fagmennsku í þessum málaflokki. „Ég held að í þessum málaflokki, sérstaklega, stjórnist fólk svolítið af tilfinningum og einhverjum ótta. Ég held að það eigi við um ráðherra landsins jafnt sem marga aðra því miður. Og það er auðvitað ekki skynsamleg leið til þess að finna réttu lausnirnar,“ segir Arndís Anna. Þegar leiðrétt sig Dómsmálaráðherra sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun þar sem hún segir fullyrðingar í frétt RÚV vera rangar. Hún hafi vissulega fyrir áramót haldið þessu fram, en leiðrétt orð sín í byrjun janúarmánaðar. Hún gerir athugasemd við það að RÚV skuli vitna í upphafleg orð hennar en ekki leiðréttinguna. Hún kallar eftir því að frétt RÚV verði fjarlægð og leiðrétting birt á vef þeirra. Arndís Anna segir að þrátt fyrir þetta sé ljóst að vilji íslenskra stjórnvalda til að fylgja eftir samþykktum fjölskyldusameiningum sé ekki til staðar. „Það stoppar á því að íslensk stjórnvöld eru ekki reiðubúin til þess að taka þau skref sem þarf að taka til þess að koma fólkinu út af svæðinu. Við vitum í sjálfu sér hver þau eru, í grófum dráttum. Það snýst um að koma nafnalista til egypskra stjórnvalda en síðan þarf fulltrúi íslenskra stjórnvalda að fara á svæðið og fylgja fólkinu ákveðinn hluta leiðarinnar. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórnin hefur einfaldlega ekki viljað gera og þau hafa lýst því yfir,“ segir Arndís Anna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Í frétt Ríkisútvarpsins í gær kom fram að bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafi farið með rangt mál varðandi fjölskyldusameiningar flóttamanna frá Palestínu. Kom þar fram að ráðherrarnir færu eftir sama fyrirkomulagi og hin Norðurlöndin, það er að eingöngu væru ríkisborgarar landanna sóttir til Gasasvæðisins en ekki þeir sem hafa dvalarleyfi, líkt og þeir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu. Hins vegar hafi Norðurlöndin alls ekki gert þetta svoleiðis, þvert á móti hafi þau öll sótt dvalarleyfishafa við Rafah-landamærastöðina við landamæri Gasa og Egyptalands. Ekki skynsamleg leið Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir stjórnvöld skorta fagmennsku í þessum málaflokki. „Ég held að í þessum málaflokki, sérstaklega, stjórnist fólk svolítið af tilfinningum og einhverjum ótta. Ég held að það eigi við um ráðherra landsins jafnt sem marga aðra því miður. Og það er auðvitað ekki skynsamleg leið til þess að finna réttu lausnirnar,“ segir Arndís Anna. Þegar leiðrétt sig Dómsmálaráðherra sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun þar sem hún segir fullyrðingar í frétt RÚV vera rangar. Hún hafi vissulega fyrir áramót haldið þessu fram, en leiðrétt orð sín í byrjun janúarmánaðar. Hún gerir athugasemd við það að RÚV skuli vitna í upphafleg orð hennar en ekki leiðréttinguna. Hún kallar eftir því að frétt RÚV verði fjarlægð og leiðrétting birt á vef þeirra. Arndís Anna segir að þrátt fyrir þetta sé ljóst að vilji íslenskra stjórnvalda til að fylgja eftir samþykktum fjölskyldusameiningum sé ekki til staðar. „Það stoppar á því að íslensk stjórnvöld eru ekki reiðubúin til þess að taka þau skref sem þarf að taka til þess að koma fólkinu út af svæðinu. Við vitum í sjálfu sér hver þau eru, í grófum dráttum. Það snýst um að koma nafnalista til egypskra stjórnvalda en síðan þarf fulltrúi íslenskra stjórnvalda að fara á svæðið og fylgja fólkinu ákveðinn hluta leiðarinnar. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórnin hefur einfaldlega ekki viljað gera og þau hafa lýst því yfir,“ segir Arndís Anna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira