Skoðanir

Fréttamynd

Reykvísk börn gjalda

Á tíu árum hafa kynferðisbrotamál gegn börnum sem til rannsóknar koma liðlega tvöfaldast. Þrátt fyrir þetta hefur ákærum í slíkum málum ekki fjölgað og segir það sína sögu um lyktir þessara mála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um gönguferð og virkjanaáætlanir

Það er skylda stjórnmálflokka á að upplýsa kjósendur rækilega um hver stefnan er, hvað á að virkja, hverjum á að selja orku og á hvaða verði. Fólk á rétt á því að vita hvaða leið á að fara til komast ekki að því á miðri leið að þeir hefðu kosið aðra, eins og henti okkur hjónakorn í Alfama forðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Blásið í Baugsmál

Baugsmálið lifnaði við um liðna helgi þegar höfuðmenn þess tveir birtust hvor á sinni sjónvarpsstöð og blésu í glæður. Báðir neita að gefast upp. Jóhannes í Bónus hótar lögsóknum gegn bakvinum málsins. Davíð Oddsson hrópar á dómarann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við þurfum að taka afstöðu

Eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum ellefta september 2001 var það flestra tilfinning að heimurinn yrði ekki samur á eftir. Hálfum áratug síðar er það viðvarandi veruleiki en ekki bara tilfinning. Mála sannast er að heimurinn býr við meira óöryggi en áður. Spenna milli menningarheima hefur aukist. Atburðir eins dags í tveimur stórborgum Bandaríkjanna hafa þannig snert allar þjóðir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Háskólarnir metnir af OECD

Athugasemd OECD er athyglisverð og nauðsynlegt að íhuga vel hvernig við getum varðveitt drifkraftinn sem felst í sjálfstæðinu og samkeppninni og um leið gætt þess að háskólastarfið haldi áfram að þjóna samfélaginu þegar til langs tíma er litið. Og ekki má gleyma því að sjálfstæði háskóla er frumforsenda þess að þeir fái staðið undir nafni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frumkvæði lækna mikilvægt

Þrátt fyrir að einstakir stjórnmálamenn hafi ljáð máls á aukinni samkeppni og einkarekstri í heilbrigðiskerfinu hefur þessi umræða ekki farið hátt hér á landi. Tal um einkarekstur sjúkrastofnana hefur jafnvel verið talið af hinu illa. Samt eru dæmi um að hann hafi gefist vel, til dæmis við uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þróunarfræði og frjálshyggja

Það að ætla að draga einhvern lærdóm af efnahagsþróun 20. aldarinnar án þess að taka með í reikninginn hvernig grunnurinn var lagður að velgengni Evrópu annars vegar, og að eyðileggingu margra þróunarlandanna hins vegar, nær náttúrulega ekki nokkurri átt, hvorki fræðilega né siðferðislega.

Skoðun
Fréttamynd

Nekt og vinstri græn

Vinstri græn hafa augsýnilega ekki smekk fyrir því að konur dansi berar fyrir karla og það er nákvæmlega ekkert að því að þau láti þá skoðun sína hátt og skýrt í ljós. Allt annað mál er þegar þau vilja gera sinn smekk að reglum eða lögum fyrir allt samfélagið og þannig þrengja að þeim sem hafa annan smekk og lífsskoðanir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvaða tilgang hafa fréttir?

Fréttamennirnir segja allar sömu fréttirnar vegna þess að þeir eru svo stutt komnir í vísindalegri hugsun að þeir telja að sannleikurinn sé bara einn og að hann megi finna með mystískri aðferð sem kallast „fréttamat".

Fastir pennar
Fréttamynd

Hagkvæmari heilsugæslu

Læknafélag Íslands sendi frá sér athyglisverða ályktun á dögunum. Þar sagði, að sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík hefði verið misráðin, enda væri samkeppni sjúkrahúsa jafn­mikilvæg og annarra fyrirtækja. Sjálfur ól ég með mér efasemdir, þegar Borgarspítalinn var á sínum tíma sameinaður Landakotsspítala og þeir síðan Landspítala.

Fastir pennar
Fréttamynd

Reykjanesskagi

Landshættir hér á landi eru gjarnan þannig að á sömu stöðunum fara saman mikil náttúrufegurð og álitlegir virkjunarkostir. Á þetta bæði við um jarðvarmavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir, eins og öllum ætti að vera kunnugt núorðið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Virkt nálgunarbann

Heimilið er griðastaður, öruggt skjól þeirra sem þar búa. Að minnsta kosti er því þannig farið hjá flestum. En hitt er því miður líka til að heimilið sé vettvangur ofbeldis og þar með því alls ekki sá griðastaður fjölskyldu sem til er ætlast og hlýtur að teljast til frummannréttinda hvers og eins. Þess vegna er heimilisofbeldi óþolandi og ólíðandi, meinsemd sem verður að vinna hörðum höndum að því að uppræta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samvizkulaust íhald

Ég gleymi því aldrei. Þeir þustu út á gangana allir í einu með háreysti. Ég hafði aldrei fyrr séð svona marga prófessora á einu bretti. Þetta var 10. október 1973, ég var þá nýkominn til náms í Princeton, og Spiro Agnew, varaforseti Bandaríkjanna, hafði tilkynnt langþráða afsögn sína, enda hafði hann verið fundinn sekur fyrir rétti um mútuþægni og skattsvik.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heimsóknarbann: Austurríska leiðin

Heimilisofbeldi er samfélagsmein, sem erfitt hefur reynst að uppræta. Kemur þar margt til. Hér er um kynbundið ofbeldi að ræða, sem á sér stað innan veggja heimilisins, sem ætti að vera griðastaður. Þó flestir séu sammála um að verkefnið sem við blasir sé að komast fyrir rætur ofbeldisins og uppræta það úr hegðunarmynstri þeirra sem beita því þá hefur miðað afar hægt. Þau félagslegu úrræði sem gætu tekist á við vandann hafa verið fá og þau úrræði sem lög hafa látið okkur í té hafa reynst haldlítil. Er þar átt við ákvæði um nálgunarbann, sem ekki hefur reynst það tæki í baráttunni sem vænst hafði verið.

Skoðun
Fréttamynd

Ískyggilegt áhrifaleysi

Að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, skyldi sýna Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eins mikla lítilsvirðingu og raun bar vitni er sá síðarnefndi heimsótti Teheran nú um mánaðamótin til að reyna að miðla málum í deilunni um kjarnorkuáætlun Írana, er nýjasti vitnisburðurinn um veikleika samtakanna. Sú var tíðin að framkvæmdastjóri SÞ var áhrifamikill maður í alþjóðakerfinu sem var sýnd virðing í samræmi við það. Undan þessari virðingu hefur fjarað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlutleysi á hlutleysi ofan

Hlutlaus seðlabankastjóri tjáir sig um heitustu málefni líðandi stundar í hlutlausu ríkissjónvarpi. Er hægt að vera öllu hlutlausari? Einhvers staðar stendur að Seðlabankinn eigi að vera óháður ríkisvaldinu. Mikið rétt ¿ og er það ekki líka dásamleg sönnun um sjálfstæði hans að bankastjórinn hiki ekki við að senda jafnt stjórn og stjórnarandstöðu tóninn þegar honum mislíka orð þeirra og gerðir. Auk þess stendur hvergi að stjórn landsins skuli óháð Seðlabankanum!

Fastir pennar
Fréttamynd

Uppreist æru og tilgangur refsivistar

Það var á björtum miðvikudagsmorgni sem undirritaður sat á skólabekk í Háskólanum í Reykjavík. Annað augað fylgdi kennaranum, hitt hafði meiri áhuga á því nýjasta sem fréttavefir landsins höfðu að segja. Stórfrétt dagsins var án efa sú að handhafar forsetavalds, í fjarveru forseta Íslands, höfðu undirritað skjal þess efnis að veita Árna Johnsen fyrrverandi alþingismanni uppreist æru, að beiðni Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Lögreglu sé sýnd virðing

Um helgina þurfti lögreglan í Reykjavík ásamt liðsauka að beita kylfum til að hafa hemil á ungmennum fyrir utan hús í Skeifunni. Þar hafði hópur framhaldsskólanema safnast saman fyrir utan hús, þar sem jafnaldrar þeirra höfðu efnt til samkvæmis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Utanríkismál orðið innanríkismál

Var afdráttarlaus tilkynning Bandaríkjanna 15. mars sl. um brottför varnarliðsins atlaga að okkur? Nei – ekki finnst mér það enda hlaut að koma að þessu. Tilkynningin segir mér það eitt að nú eru tækifæri og sá tími kominn að við búum okkur undir það að axla ábyrgð á eigin vörnum og öryggi við nýjar aðstæður og á eigin forsendum í samstarfi við grannþjóðir.

Skoðun
Fréttamynd

Grænlenska sleðahundaheilkennið

Í vor bárust fréttir af því að félagsmálaráðherra hefði ákveðið að flytja þjónustu fæðingarorlofssjóðs til Norðurlands vestra og þar með fjölga opinberum þjónustustörfum á svæðinu. Nú hafa stöðugildin verið auglýst í Húnaþingi vestra og fyrir liggur að opinberum þjónustustörfum verður einnig komið upp á Skagaströnd.

Skoðun
Fréttamynd

Baráttan innan Samfylkingar

Það er skynsamlegt hjá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að tilkynna strax um framboð sitt. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir frá því ákveðið var að viðhafa opið stuðningsmannaprófkjör í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og þar til Steinunn Valdís sendi frá sér yfirlýsingu um að hún byði sig fram til forystusætis.

Skoðun
Fréttamynd

Virðingarleysi í umferðinni

"Lífið er lotterí" segir í gömlum dægurlagatexta og má til sanns vegar færa. Það er þó heldur lakara að stundum virðist lífið líkast rússneskri rúllettu og jafnvel hættulegra að bregða sér akandi milli bæjarhluta eða landshluta en taka þátt í sjálfri rúllettunni alræmdu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Markmiðið er góður leikur

Umræðan snýst gjarnan með þeim hætti að eftirlitsaðilar séu varðliðar réttlætis og sanngirni meðan fyrirtæki landsins séu samansafn gráðugra villimanna sem svífist einskis í að skara eld að eigin köku. Þessi mynd er afar takmörkuð. Staðreyndin er sú að upp til hópa er fólk heiðarlegt og vill vinna til gagns fyrir samfélag sitt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðkomur landans

Það er undarleg tilfinning að vera Íslendingur þessa dagana. Hvar sem maður kemur, alstaðar er Ísland. Allir gömlu kunningjarnir orðnir heimsfrægir. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að Helgi Björns væri að gera það gott þegar hann náði réttinum á Hellisbúanum í Þýskalandi. Nei nei, það var þá bara smotterí. Nú á hann leikhús í Berlín.

Fastir pennar
Fréttamynd

Úlfur úlfur

Einhvern tímann heyrði ég því fleygt að bjartsýnismaður væri sá sem neitaði að læra af reynslunni. Þetta er frekar vonleysislegt viðhorf en það er þó svo að reynslan er harður húsbóndi. Mér varð hugsað til þessa þegar ég heyrði Steingrím J. Sigfússon formann VG lýsa því yfir að hann vildi láta á það reyna hvort ekki væri hægt að ná samstöðu við hina stjórnarandstöðuflokkana um ákveðin lykilmál fyrir næstu kosningar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hafa félög sjálfstæðan vilja?

Enginn ágreiningur er uppi um að stjórnendur olíufélaganna höfðu með sér svo vítt samráð um verð, útboð og fleira, að það náði til alls almenns reksturs félaganna. Hér var á ferðinni harðsnúið samsæri sem gekk svo fram af þjóðinni að í skoðanakönnun Fréttablaðsins haustið 2004 kom fram að 99 prósent almennings töldu að forstjórar olíufélaganna ættu að svara til saka fyrir þátt sinn í málinu.

Fastir pennar