Þróunaraðstoð á villigötum 9. september 2006 05:00 Leiðir úr viðjum fátæktarWilliam Easterly, prófessor við Háskólann í New York, heldur því fram í nýrri skýrslu að ríkisstyrkt þróunaraðstoð hafi brugðist fólki í þróunarríkjunum og sé enn á villigötum. Easterly, sem starfaði í sextán ár að þróunarmálum hjá Alþjóðabankanum, hefur bent á, að á árunum 1970-1994 hefðu 22 Afríkuríki samtals eytt um 24 þúsund milljörðum íslenskra króna í opinbera fjárfestingu, og fengið aðra þrettán þúsund milljarða í þróunaraðstoð, án þess að tekist hefði að losa íbúana úr gildru fátæktar. Skýrsla Easterly er hluti ársskýrslu um efnahagslegt frelsi þjóða, sem RSE gaf út hér á landi á fimmtudag. Þar er sýnt fram á, að efnahagslegt frelsi sé miklu áhrifaríkara í baráttu við fátækt heldur en opinberir styrkir. Skv. skýrslunni má sjá að hjá frjálsustu þjóðunum eru lífslíkur mestar, ungbarnadauði sjaldgæfastur, fæst börn á vinnumarkaði og aðgangur að hreinu vatni útbreiddastur. Tekjur á mann eru þar hæstar, líka þegar borin eru saman kjör fátækustu íbúa hverrar þjóðar, og atvinnuleysi er minnst. Pólitísk réttindi eru tryggust hjá frjálsum þjóðum og spilling minnst. Fólk sem býr við ófrelsi, þar sem opinber miðstýring er mest, nýtur minnstra lífsgæða, nánast sama hvar borið er niður. Easterly leggur til að í stað þess að hámenntaðir sérfræðingar alþjóðastofnana semji áætlanir um hvernig koma eigi fólki úr fátækt með miðstýrðum aðgerðum, opinberum styrkjum, fjárfestingum og skýrslugerð, þurfi að reyna að frelsa fólkið frá miðstýringunni. Koma á eignarréttarskipulagi og afnema höft á viðskipti. Þannig að heimafólk geti sjálft átt samskipti við aðra á frjálsum markaði með eignir sínar og kunnáttu. Tilraunastarfsemi á frjálsum markaði leiði yfirleitt til þess að fólk leiti í framleiðslustarfsemi sem skili arði, en forðist þá sem geri það ekki, svo auðlindir og framleiðsluþættir flytjast þangað og nýtast þar sem hagkvæmnin er mest. Við þessar aðstæður vænkast hagur fólks, kröfur um lífsgæði aukast og samfélög þróast. Í miðstýrðum áætlunarbúskap þar sem opinberu fjármagni er dælt í opinber verkefni verður öfug þróun. Þann lærdóm mátti reyndar draga af efnahagsþróun á 20. öld. En samt eru ótrúlega margir sem enn trúa því, að fái nógu margir embættismenn nógu mikið fjármagn, geti þeir bjargað heiminum. Þeir hafa lítið lært.Höfundur er framkvæmdastjóri RSE, Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Leiðir úr viðjum fátæktarWilliam Easterly, prófessor við Háskólann í New York, heldur því fram í nýrri skýrslu að ríkisstyrkt þróunaraðstoð hafi brugðist fólki í þróunarríkjunum og sé enn á villigötum. Easterly, sem starfaði í sextán ár að þróunarmálum hjá Alþjóðabankanum, hefur bent á, að á árunum 1970-1994 hefðu 22 Afríkuríki samtals eytt um 24 þúsund milljörðum íslenskra króna í opinbera fjárfestingu, og fengið aðra þrettán þúsund milljarða í þróunaraðstoð, án þess að tekist hefði að losa íbúana úr gildru fátæktar. Skýrsla Easterly er hluti ársskýrslu um efnahagslegt frelsi þjóða, sem RSE gaf út hér á landi á fimmtudag. Þar er sýnt fram á, að efnahagslegt frelsi sé miklu áhrifaríkara í baráttu við fátækt heldur en opinberir styrkir. Skv. skýrslunni má sjá að hjá frjálsustu þjóðunum eru lífslíkur mestar, ungbarnadauði sjaldgæfastur, fæst börn á vinnumarkaði og aðgangur að hreinu vatni útbreiddastur. Tekjur á mann eru þar hæstar, líka þegar borin eru saman kjör fátækustu íbúa hverrar þjóðar, og atvinnuleysi er minnst. Pólitísk réttindi eru tryggust hjá frjálsum þjóðum og spilling minnst. Fólk sem býr við ófrelsi, þar sem opinber miðstýring er mest, nýtur minnstra lífsgæða, nánast sama hvar borið er niður. Easterly leggur til að í stað þess að hámenntaðir sérfræðingar alþjóðastofnana semji áætlanir um hvernig koma eigi fólki úr fátækt með miðstýrðum aðgerðum, opinberum styrkjum, fjárfestingum og skýrslugerð, þurfi að reyna að frelsa fólkið frá miðstýringunni. Koma á eignarréttarskipulagi og afnema höft á viðskipti. Þannig að heimafólk geti sjálft átt samskipti við aðra á frjálsum markaði með eignir sínar og kunnáttu. Tilraunastarfsemi á frjálsum markaði leiði yfirleitt til þess að fólk leiti í framleiðslustarfsemi sem skili arði, en forðist þá sem geri það ekki, svo auðlindir og framleiðsluþættir flytjast þangað og nýtast þar sem hagkvæmnin er mest. Við þessar aðstæður vænkast hagur fólks, kröfur um lífsgæði aukast og samfélög þróast. Í miðstýrðum áætlunarbúskap þar sem opinberu fjármagni er dælt í opinber verkefni verður öfug þróun. Þann lærdóm mátti reyndar draga af efnahagsþróun á 20. öld. En samt eru ótrúlega margir sem enn trúa því, að fái nógu margir embættismenn nógu mikið fjármagn, geti þeir bjargað heiminum. Þeir hafa lítið lært.Höfundur er framkvæmdastjóri RSE, Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun