Margt smátt getur gert kraftaverk 6. september 2006 06:00 Laugardaginn 9. september efnir Rauði kross Íslands til landssöfnunar undir kjörorðinu "Göngum til góðs" og verður söfnunarfénu varið til verkefna Rauða krossins í Malaví, Mósambík og Suður-Afríku. Sérstök áhersla er lögð á að aðstoða börn sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Mér er málið skylt þar sem ég er fædd og uppalin í Suður-Afríku auk þess að hafa starfað með Rauða krossi Íslands sem sjálfboðaliði í mörg ár. Mér er það því kærkomið að leggja málefninu lið og vil hvetja alla til að gerast sjálfboðaliðar þennan dag og ganga í hús til að safna fyrir Rauða krossinn. Þetta hefur einnig vakið mig til umhugsunar um hlutskipti mitt. Oft hef ég verið með samviskubit yfir því hvað ég hef það gott í lífinu. Ég er við góða heilsu, er í góðri vinnu, er gift yndislegum manni og á fjögur frábær börn. Þar að auki hef ég þak yfir höfuðið og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort það verður matur á borðinu. Þetta eru hlutir sem við hér á Íslandi hugsum ekki mikið um en ég hefði auðveldlega getað verið í hópi þeirra milljóna sem þjást sökum alnæmis í sunnanverðri Afríku þar sem yfir 25 milljónir fullorðinna og barna eru með HIV-veiruna. Þar er góð heilsa ekki sjálfgefin. Lífslíkur eru ekki nema um 45 ár í Suður-Afríku og því augljóst að mjög mörg börn verða munaðarlaus. Velverðarkerfið er auk þess ekki upp á marga fiska og því búa mörg þessara barna við gríðarlega fátækt og vanrækslu. Árið 2003 fékk ég tækifæri að fara til Suður-Afríku á vegum Rauða kross Íslands. Þá sá ég aðra hlið á fyrrum heimalandi mínu sem ég sá aldrei á þeim rúmlega 20 árum sem ég bjó þar. Auðvelt er að loka augunum fyrir því sem maður vill helst ekki sjá og á meðan aðskilnaðarstefna ríkti í Suður-Afríku fóru fáir hvítir inn á blökkumanna svæðin. Að fá að fara inn í fátækrahverfi með fulltrúum frá Rauða krossinum í Suður-Afríku var einstök upplifun. Fátæktin er svo gríðarleg að ekki var annað hægt en að fá tár í augun. Þarna bjó fólk eins og ég. Fólk með sömu tilfinningar, langanir og væntingar við hörmulegar aðstæður. Ungur alnæmissjúklingur sem við hittum fékk engin lyf, en hjúkrunarkona á vegum Rauða krossins heimsótti hann og veitti honum þá aðhlynningu sem hægt var miðað við aðstæður. Matarpökkum með því nauðsynlegasta er dreift til þeirra sem eru verst staddir. Allir á þessu svæði þekkja einhvern sem smitaður er af alnæmi og því snertir alnæmisfaraldurinn líf allra Suður-Afríkumanna. Atvinnuleysi er einnig mikið og það vonleysi sem því fylgir eykur enn vandamálin sem fyrir eru. Það er því ekki auðvelt að ala upp börn í svona umhverfi. Þar kemur Rauði kross Suður-Afríku sterkt inn og er með mjög öfluga starfsemi fyrir börn og unglinga sem veitir þeim öruggt skjól. Sjálfboðaliðar sinna að mestu þessari starfsemi og er allt gert til að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu barnanna. Þarna er búinn til griðastaður þar sem þau fá að vera bara börn. Það sem okkur frá Íslandi fannst undarlegt var að sjá hversu stutt var í brosið hjá öllum þeim börnum sem við hittum þrátt fyrir þá erfiðleika sem þau lifa við. Þetta hefði alveg eins getað verið hlutskipti mitt og barnanna minna í lífinu – að berjast allan liðlangan daginn fyrir því sem aðrir telja sjálfsagða hluti. En örlög mín voru önnur. Ég kom til Íslands og hér er gott að búa. Ég er stolt af því að vera Íslendingur og lifi í þeirri trú að margt smátt geti gert kraftaverk. Því ætla ég að ganga til góðs fyrir mitt gamla heimaland á laugardaginn kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 9. september efnir Rauði kross Íslands til landssöfnunar undir kjörorðinu "Göngum til góðs" og verður söfnunarfénu varið til verkefna Rauða krossins í Malaví, Mósambík og Suður-Afríku. Sérstök áhersla er lögð á að aðstoða börn sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Mér er málið skylt þar sem ég er fædd og uppalin í Suður-Afríku auk þess að hafa starfað með Rauða krossi Íslands sem sjálfboðaliði í mörg ár. Mér er það því kærkomið að leggja málefninu lið og vil hvetja alla til að gerast sjálfboðaliðar þennan dag og ganga í hús til að safna fyrir Rauða krossinn. Þetta hefur einnig vakið mig til umhugsunar um hlutskipti mitt. Oft hef ég verið með samviskubit yfir því hvað ég hef það gott í lífinu. Ég er við góða heilsu, er í góðri vinnu, er gift yndislegum manni og á fjögur frábær börn. Þar að auki hef ég þak yfir höfuðið og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort það verður matur á borðinu. Þetta eru hlutir sem við hér á Íslandi hugsum ekki mikið um en ég hefði auðveldlega getað verið í hópi þeirra milljóna sem þjást sökum alnæmis í sunnanverðri Afríku þar sem yfir 25 milljónir fullorðinna og barna eru með HIV-veiruna. Þar er góð heilsa ekki sjálfgefin. Lífslíkur eru ekki nema um 45 ár í Suður-Afríku og því augljóst að mjög mörg börn verða munaðarlaus. Velverðarkerfið er auk þess ekki upp á marga fiska og því búa mörg þessara barna við gríðarlega fátækt og vanrækslu. Árið 2003 fékk ég tækifæri að fara til Suður-Afríku á vegum Rauða kross Íslands. Þá sá ég aðra hlið á fyrrum heimalandi mínu sem ég sá aldrei á þeim rúmlega 20 árum sem ég bjó þar. Auðvelt er að loka augunum fyrir því sem maður vill helst ekki sjá og á meðan aðskilnaðarstefna ríkti í Suður-Afríku fóru fáir hvítir inn á blökkumanna svæðin. Að fá að fara inn í fátækrahverfi með fulltrúum frá Rauða krossinum í Suður-Afríku var einstök upplifun. Fátæktin er svo gríðarleg að ekki var annað hægt en að fá tár í augun. Þarna bjó fólk eins og ég. Fólk með sömu tilfinningar, langanir og væntingar við hörmulegar aðstæður. Ungur alnæmissjúklingur sem við hittum fékk engin lyf, en hjúkrunarkona á vegum Rauða krossins heimsótti hann og veitti honum þá aðhlynningu sem hægt var miðað við aðstæður. Matarpökkum með því nauðsynlegasta er dreift til þeirra sem eru verst staddir. Allir á þessu svæði þekkja einhvern sem smitaður er af alnæmi og því snertir alnæmisfaraldurinn líf allra Suður-Afríkumanna. Atvinnuleysi er einnig mikið og það vonleysi sem því fylgir eykur enn vandamálin sem fyrir eru. Það er því ekki auðvelt að ala upp börn í svona umhverfi. Þar kemur Rauði kross Suður-Afríku sterkt inn og er með mjög öfluga starfsemi fyrir börn og unglinga sem veitir þeim öruggt skjól. Sjálfboðaliðar sinna að mestu þessari starfsemi og er allt gert til að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu barnanna. Þarna er búinn til griðastaður þar sem þau fá að vera bara börn. Það sem okkur frá Íslandi fannst undarlegt var að sjá hversu stutt var í brosið hjá öllum þeim börnum sem við hittum þrátt fyrir þá erfiðleika sem þau lifa við. Þetta hefði alveg eins getað verið hlutskipti mitt og barnanna minna í lífinu – að berjast allan liðlangan daginn fyrir því sem aðrir telja sjálfsagða hluti. En örlög mín voru önnur. Ég kom til Íslands og hér er gott að búa. Ég er stolt af því að vera Íslendingur og lifi í þeirri trú að margt smátt geti gert kraftaverk. Því ætla ég að ganga til góðs fyrir mitt gamla heimaland á laugardaginn kemur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun