Grænlenska sleðahundaheilkennið 5. september 2006 05:15 Í vor bárust fréttir af því að félagsmálaráðherra hefði ákveðið að flytja þjónustu fæðingarorlofssjóðs til Norðurlands vestra og þar með fjölga opinberum þjónustustörfum á svæðinu. Nú hafa stöðugildin verið auglýst í Húnaþingi vestra og fyrir liggur að opinberum þjónustustörfum verður einnig komið upp á Skagaströnd. Innheimtu umferðasekta hefur verið fundinn staður á Blönduósi. Þetta er allt fagnaðarefni því íbúar landsbyggðarinnar, ekki síst íbúar Norðvesturkjördæmis, hafa borið mjög skarðan hlut frá borði við fjölgun opinberra starfa á síðustu árum. Þeim hefur þó fjölgað gífurlega á þessu kjörtímabili en eru næstum öll á höfuðborgarsvæðinu. Tæknin leysir ýmislegtNútíma tækni gerir okkur kleift að vinna fjölbreytt störf, nánast hvar sem er á landinu. Tæknin þarf aðeins að vera aðgengileg - sem að vísu hefur ekki verið unnið nógu hratt að á vissum svæðum - og að hafa víðsýni og vilja til að dreifa starfsemi. Stjórnvöld hafa því miður staðið sig afar illa í þessum efnum og af því leiðir að fólk sem gengur menntaveginn á oft á tíðum ekki kost á því að nýta sér menntun sína við störf nema á örfáum stöðum á landinu. Reynslan hefur þó sýnt að fjölmargir einstaklingar sækja um hvert starf sem býðst hvort heldur er í Skagafirði, Húnaþingi vestra eða annars staðar í dreifbýlinu. Mýtan um að ekki fáist fólk til að sinna störfunum er ekki rétt nema í undantekningartilfellum. Bættar samgöngur munu gera það enn ákjósanlegra en nú að sækjast eftir vinnu í friði og ró og nábýli við náttúru dreifbýlisins. UndantekningFlutningur starfa út á land er því miður undantekning. Oftar er dregið saman eða lokað, stundum vegna tækniþróunar, hagræðingar eða einkavæðingar en alltaf skortir vilja til að koma upp störfum í staðinn. Þessi flutningur starfa nú er undantekning og hluti af mynstri sem kemur í ljós í aðdraganda hverra kosninganna eftir aðrar. Þetta mynstur má líka sjá í veitingu fjármagns til vegamála. Við munum eftir aukafjármagninu sem veitt var til vegagerðar rétt fyrir kosningar 2003 og hvernig stjórnarherrarnir börðu sér á brjóst við það tækifæri. Strax eftir kosningar var síðan dregið saman um tvo milljarða, þá aðra tvo og í ár er búið að boða samdrátt um rúman milljarð og tæpa 8 milljarða á næsta ári.Spá mín er sú að stjórnarflokkarnir muni draga þennan síðasta samdrátt til baka fljótlega - sennilega uppúr áramótum - rétt fyrir kosningarnar. Og það vona ég svo sannarlega því samdrátturinn kemur harðast niður á þeim sem síst skyldi, þeim sem búa við stórhættulegt vegakerfi, ónýta vegi af völdum þungaflutninga, einbreiðar brýr, bratta fjallvegi, hættu af snjóflóðum og grjóthruni og holótta malarvegi á löngum köflum. Afleiðing alls þessa er m.a. að á Vestfjörðum er vöruverð hærra en gerist annars staðar á landinu. Það er óþolandi!SleðahundaheilkenniðÁstæða þess að ég reikna með að vonir mínar rætist er sú staðreynd að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur haga sér alltaf eins, hvert kjörtímabilið á fætur öðru. Ég kalla þetta atferli "grænlenska sleðahundaheilkennið" vegna þess að hegðun stjórnarflokkanna er alveg sambærileg við umhirðu Grænlendinga um sleðahundana sína. Grænlendingarnir halda hundunum sínum við hungurmörk allan þann tíma sem þeir þurfa ekki að nota þá. Þegar vetrar og hundarnir eiga að fara að draga sleða húsbónda síns er farið að fóðra þá, hundarnir styrkjast og draga sleða húsbónda síns þangað sem honum þóknast. Nú er að koma að kosningum og það þarf að hafa kjósendur góða. Þess vegna er verið að "fóðra þá" með störfum núna og þess vegna reikna ég með að vegafénu verði skilað til baka.Ég tel alveg fullreynt að þessi ríkisstjórn hefur ekki áhuga né krafta sem þarf til þess að endurreisa atvinnulíf á landinu. Samfylkingin hafnar grænlenska sleðahundaheilkenninu en vill áætlun um hvernig eigi að færa atvinnulíf til nútímans, m.a. á þeim svæðum sem eru að fara halloka vegna þess að hefðbundnir atvinnuvegir eru á undanhaldi. Við þurfum skipulag og stöðuga þróun í atvinnu- og byggðamálum, þróun í rétta átt en ekki atferli sem hentar ráðamönnum hverju sinni og leiðir í raun til stöðugrar hnignunar. Er ekki kominn tími til að landsmenn krefjist stefnu í búsetu- og atvinnumálum landsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í vor bárust fréttir af því að félagsmálaráðherra hefði ákveðið að flytja þjónustu fæðingarorlofssjóðs til Norðurlands vestra og þar með fjölga opinberum þjónustustörfum á svæðinu. Nú hafa stöðugildin verið auglýst í Húnaþingi vestra og fyrir liggur að opinberum þjónustustörfum verður einnig komið upp á Skagaströnd. Innheimtu umferðasekta hefur verið fundinn staður á Blönduósi. Þetta er allt fagnaðarefni því íbúar landsbyggðarinnar, ekki síst íbúar Norðvesturkjördæmis, hafa borið mjög skarðan hlut frá borði við fjölgun opinberra starfa á síðustu árum. Þeim hefur þó fjölgað gífurlega á þessu kjörtímabili en eru næstum öll á höfuðborgarsvæðinu. Tæknin leysir ýmislegtNútíma tækni gerir okkur kleift að vinna fjölbreytt störf, nánast hvar sem er á landinu. Tæknin þarf aðeins að vera aðgengileg - sem að vísu hefur ekki verið unnið nógu hratt að á vissum svæðum - og að hafa víðsýni og vilja til að dreifa starfsemi. Stjórnvöld hafa því miður staðið sig afar illa í þessum efnum og af því leiðir að fólk sem gengur menntaveginn á oft á tíðum ekki kost á því að nýta sér menntun sína við störf nema á örfáum stöðum á landinu. Reynslan hefur þó sýnt að fjölmargir einstaklingar sækja um hvert starf sem býðst hvort heldur er í Skagafirði, Húnaþingi vestra eða annars staðar í dreifbýlinu. Mýtan um að ekki fáist fólk til að sinna störfunum er ekki rétt nema í undantekningartilfellum. Bættar samgöngur munu gera það enn ákjósanlegra en nú að sækjast eftir vinnu í friði og ró og nábýli við náttúru dreifbýlisins. UndantekningFlutningur starfa út á land er því miður undantekning. Oftar er dregið saman eða lokað, stundum vegna tækniþróunar, hagræðingar eða einkavæðingar en alltaf skortir vilja til að koma upp störfum í staðinn. Þessi flutningur starfa nú er undantekning og hluti af mynstri sem kemur í ljós í aðdraganda hverra kosninganna eftir aðrar. Þetta mynstur má líka sjá í veitingu fjármagns til vegamála. Við munum eftir aukafjármagninu sem veitt var til vegagerðar rétt fyrir kosningar 2003 og hvernig stjórnarherrarnir börðu sér á brjóst við það tækifæri. Strax eftir kosningar var síðan dregið saman um tvo milljarða, þá aðra tvo og í ár er búið að boða samdrátt um rúman milljarð og tæpa 8 milljarða á næsta ári.Spá mín er sú að stjórnarflokkarnir muni draga þennan síðasta samdrátt til baka fljótlega - sennilega uppúr áramótum - rétt fyrir kosningarnar. Og það vona ég svo sannarlega því samdrátturinn kemur harðast niður á þeim sem síst skyldi, þeim sem búa við stórhættulegt vegakerfi, ónýta vegi af völdum þungaflutninga, einbreiðar brýr, bratta fjallvegi, hættu af snjóflóðum og grjóthruni og holótta malarvegi á löngum köflum. Afleiðing alls þessa er m.a. að á Vestfjörðum er vöruverð hærra en gerist annars staðar á landinu. Það er óþolandi!SleðahundaheilkenniðÁstæða þess að ég reikna með að vonir mínar rætist er sú staðreynd að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur haga sér alltaf eins, hvert kjörtímabilið á fætur öðru. Ég kalla þetta atferli "grænlenska sleðahundaheilkennið" vegna þess að hegðun stjórnarflokkanna er alveg sambærileg við umhirðu Grænlendinga um sleðahundana sína. Grænlendingarnir halda hundunum sínum við hungurmörk allan þann tíma sem þeir þurfa ekki að nota þá. Þegar vetrar og hundarnir eiga að fara að draga sleða húsbónda síns er farið að fóðra þá, hundarnir styrkjast og draga sleða húsbónda síns þangað sem honum þóknast. Nú er að koma að kosningum og það þarf að hafa kjósendur góða. Þess vegna er verið að "fóðra þá" með störfum núna og þess vegna reikna ég með að vegafénu verði skilað til baka.Ég tel alveg fullreynt að þessi ríkisstjórn hefur ekki áhuga né krafta sem þarf til þess að endurreisa atvinnulíf á landinu. Samfylkingin hafnar grænlenska sleðahundaheilkenninu en vill áætlun um hvernig eigi að færa atvinnulíf til nútímans, m.a. á þeim svæðum sem eru að fara halloka vegna þess að hefðbundnir atvinnuvegir eru á undanhaldi. Við þurfum skipulag og stöðuga þróun í atvinnu- og byggðamálum, þróun í rétta átt en ekki atferli sem hentar ráðamönnum hverju sinni og leiðir í raun til stöðugrar hnignunar. Er ekki kominn tími til að landsmenn krefjist stefnu í búsetu- og atvinnumálum landsins?
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun