Söfn

Fréttamynd

Söfn, sjálfbærni og vellíðan

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er safnadeginum valið sérstakt þema og í ár er þemað: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Í safnaflórunni á Íslandi eru að finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. 

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið mun rukka vegna tilfærslu héraðsskjalasafna

Menningarmálaráðherra segir að ríkið muni rukka þau sveitarfélög sem í sparnaðarskyni hafa ákveðið að loka sínum héraðsskjalasöfnun og færa Þjóðskjalasafni Íslands lögbundin verkefni þeirra. Ráðherra hefur skipað starfshóp um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu landsins. Vanda þurfi til verka við varðveislu sögu þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Söfn stuðla að vel­líðan fólks og sam­fé­laga

Árið 2019 gáfu Alþjóðaráð safna (ICOM) og alþjóðastofnunin OECD út leiðbeiningarit fyrir sveitastjórnir, nærsamfélög og söfn. Ritið fjallar um hvernig megi hámarka áhrif menningar og samfélagslegrar þróunar. Á einum stað í leiðbeiningunum er sérstaklega vikið að vellíðan (e. Wellbeing) og staðhæft að ráðlegt sé að samþætta söfn betur og ákveðnar í breiðar aðgerðir sem lúta að velferð og vellíðan fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Kópa­vogs­bær kippir stoðum undan Náttúru­fræði­stofu Kópa­vogs

Það er kunnara en frá þurfi að greina að mannkyn glímir nú við stærri áskoranir en áður hefur þekkst. Þetta eru loftslagsbreytingar og önnur umhverfisáhrif af mannavöldum sem valda umfangsmikilli hnignun lífsins á jörðinni. Þjóðir heims sameinast nú um að ná utan um þessi mál á öllum stigum stjórnsýslu og rannsókna með þátttöku almennings á sem flestum sviðum.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja Kópa­vogs­búar sökkva einu af flagg­skipum sínum?

Um þessar mundir ríður yfir bylgja frétta um hallarekstur sveitarfélaga um allt land og mikil umræða um orsakir og viðbrögð. Svo virðist sem flestir séu sammála um að hallinn stafi mikið til af því að vitlaust var gefið þegar ýmis þjónusta hins opinbera var flutt til sveitarfélaga, þjónusta sem allur almenningur er sammála um að þurfi að vera í lagi.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðskjalasafnið í Skagafjörð

Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni.

Skoðun
Fréttamynd

Krefjast þess að á­kvörðunin verði endur­skoðuð

Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi hefur lýst furðu sinni á samþykktum sem gerðar voru nýlegar á fundi bæjarstjórnar í sveitarfélaginu er varða starfsemi menningarhúsa í bænum. Er þess krafist að ákvarðanirnar verði endurskoðaðar. 

Innlent
Fréttamynd

Til hvers eru skjala­söfn?

Það virðist sem ekkert lát sé á aðsókninni að skjalasöfnum þessa dagana. Svo virðist sem hverju sveitarfélaginu á fætur öðru finnist þau vera stofnanir sem megi leggja niður án þess að taka faglega umræðu um tilgang þeirra eða gagnsemi.

Skoðun
Fréttamynd

Að­för að safna­geiranum

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), birti grein í Vísi 24. mars s.l. þar sem hann svarar grein minni í Vísi 22. mars s.l. um kvörtun SAF og Perlu Norðursins hf. (PN) til Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðs sýningahalds Náttúrminjasafns Íslands í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­sagnir í Kópa­vogi og stöðu­gildum fækkað

Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ.

Innlent
Fréttamynd

Leggja niður Héraðs­skjala­safn Kópa­vogs­bæjar

Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn.

Innlent
Fréttamynd

Deilan um Ríkarðs­hús leyst

Samkomulag hefur náðst um framtíð Ríkarðshús á Djúpavogi á milli stjórnar félagsins og afkomenda myndhöggvarans Ríkarðs Jónssonar. Áður hafði gjafagerningur til safnsins verið dreginn til baka af Ásdísi dóttur Ríkarðs.

Innlent
Fréttamynd

„Ásgrímsleiðin“, ný leið í Árnessýslu fyrir ferðamenn

Sunnlendingar eru stoltir af því að einn færasti listamaður þjóðarinnar, Ásgrímur Jónsson hafi verið fæddur og uppalinn í Flóanum og hafa af því tilefni búið til sérstaka rútuferð, „Ásgrímsleið“ fyrir ferðamenn og aðra þar, sem farið er á söguslóðir Ásgríms í Árnessýslu.

Innlent
Fréttamynd

Skipta söfn máli?

Undanfarna mánuði hefur verið mikil umræða um safnamál á Íslandi og víða finnur safnafólk fyrir ákveðnu stefnuleysi. Mörgum í þeim hópi finnst að dálítið vanti upp á sóknarhug og yfirsýn og að ráðafólk sjái ekki nógu vel þann samfélagslega ávinning, tækifæri og möguleika sem í safnastarfinu felst. Ekki sé nægur skilningur á mikilvægi og gildi safna fyrir samfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða

Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga.

Menning
Fréttamynd

Sam­tök ferða­þjónustunnar á villi­götum

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Perla Norðursins hf. (PN), einkaaðili sem tengist sýningunni Wonders of Iceland í Perlunni, hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem lagst er gegn áformum Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins, um að opna sýningu og hefja starfsemi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi á næsta ári.

Skoðun
Fréttamynd

Stríðs­ára­­safnið verður ekki opnað í sumar

Stríðsárasafnið á Reyðarfirði verður ekki opnað í sumar með þeim hætti sem hefur verið undanfarin ár vegna tjóns sem varð á húsakosti safnsins síðastliðið haust og uppgötvaðist í byrjun árs. Þó hafa engar skemmdir orðið á sýningarmunum safnsins. 

Innlent
Fréttamynd

Gögn Borgar­skjala­safns telja tíu kíló­metra

„Borgarskjalasafn er stórt safn, stærsta héraðsskjalasafnið, og ríflega tíu kílómetrar af gögnum. Það þarf að skoða hvaða tímalínu Reykjavíkurborg hefur í huga en það er sett fram áætlun til fjögurra ára um aðlögun í þeirra skýrslu.“

Innlent
Fréttamynd

Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri.

Innlent
Fréttamynd

„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða.

Innlent
Fréttamynd

Verður opið hjá ykkur á föstudaginn?

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars.

Skoðun