Náttúruminjasafn Íslands má sinna sýningahaldi! Hilmar J. Malmquist skrifar 16. maí 2024 09:31 Samkeppniseftirlitið hefur nú lokið skoðun á kvörtun Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Perlu norðursins hf. (PN) frá því í janúar í fyrra vegna áforma Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins ásamt Þjóðminjasafni Íslands og Listasafni Íslands, um að starfrækja sýningu með ríkisframlagi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi. Vinna við gerð sýningarinnar hefur staðið yfir frá því um mitt ár 2022 og er stefnt er að því að opna hana vorið 2026. Meginþema sýningarinnar snýst um hafið og sjávarlífríkið. SAF og PN fóru fram á tvennt við Samkeppniseftirlitið. Að það mælti fyrir um fjárhagslegan aðskilnað sýningahalds frá öðrum rekstri Náttúruminjasafnsins í samræmi við 14. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og að kannað yrði hvort sú starfsemi Náttúruminjasafnsins, sem sé í beinni samkeppni við starfsemi PN, teljist til brota á samkeppnislögum og hvort tilefni sé til að grípa til aðgerða gagnvart safninu á grundvelli ákvæða samkeppnislaga. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er í hnotskurn sú að fyrirhugað sýningahald Náttúruminjasafnsins á Seltjarnarnesi sé ekki á skjön við samkeppnislög og að rétt sé að loka rannsókn málsins með vísan til forgangsröðunar og þeirra sérlaga sem gilda um Náttúruminjasafn Íslands, þ.e. lög um Náttúruminjasafn Íslands nr. 35/2007 og safnalög nr. 1412/2011. Áform Náttúruminjasafns Íslands um sýningahald í Náttúruhúsinu í Nesi, eins og höfuðstöðvarnar eru kallaðar, standa því blessunarlega óbreytt. Kvörtunin og niðurstaðan Tilefni kvörtunar SAF og PN er ótti þeirra við að sýning Náttúruminjasafnsins muni keppa við sýningu PN í Perlunni, en þar er að finna sýningaratriði um hafið og aðra þætti náttúru Íslands, sem SAF og PN telja að myndi kippa fótunum undan rekstri PN. SAF og PN líta svo á að starfsemi Náttúruminjasafnsins sé ríkisstyrkt atvinnustarfsemi í beinni samkeppni við einkageirann á frjálsum markaði sem ekki njóti framlaga frá ríkinu. Slíkt skekkti samkeppnisstöðu gangvart einkaaðilum og bryti í bága við ákvæði samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið kemst að annarri niðurstöðu en SAF og PN. Að mati eftirlitsins uppfylla ákvæði í sérlögunum sem gilda um safnið, lög nr. 35/2007 og nr. 141/2011, þau skilyrði …„að ganga framar samkeppnislögum, að þau séu skýr og feli í sér afdráttarlausar og sérgreindar heimildir til frávika frá samkeppnislögum.“. Samkeppniseftirlitið komst jafnframt að því að rekstur fyrirhugaðrar sýningar Náttúruminjasafnsins væri ekki þess eðlis að hann myndi hafa víðtæk skaðleg áhrif á samkeppni þannig að ástæða væri til þess að aðhafast frekar vegna kvörtunarinnar (sbr. 3. mgr. 8.gr. laga nr. 44/2005 og 2. mgr. 9. gr. reglna nr. 880/2005). Sérlögin sem gilda um Náttúruminjasafn Íslands eru að mati Samkeppniseftirlitsins það skýr og fela í sér afdráttarlausar og sérgreindar heimildir til frávika frá samkeppnislögum að þau ganga framar almennum ákvæðum samkeppnislaga (niðurstöðuliður nr. 14). Samkeppniseftirlitið lítur einkum til þess að starfsemi Náttúruminjasafnsins er rekin í menningar- og samfélagslegum tilgangi án hagnaðarmarkmiða og að stofnunin gegnir lögbundnum hlutverkum á sviði vísindarannsókna, varðveislu, skráningar og fræðslu, ólíkt því sem gildir um PN og önnur einkafyrirtæki undir hatti SAF. Náttúruminjasafnið rækir miðlunarhlutverk sín með sýningahaldi, útgáfu og öðrum hætti og stuðlar þannig að varðveislu á menningar- og náttúruarfi þjóðar og lands. Starfsemi Náttúruminjasafnsins er með slíku móti að hún fellur hvorki undir skilgreiningu á hefðbundinni atvinnustarfsemi né fyrirtæki í skilningi samkeppnislaga (sbr. 1. mgr. 2. gr. og 2. tölul. 1 mgr. 4. gr. samkeppnislaga). Fleiri aðilar undir og frekari málsókn? Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er afar þýðingarmikil fyrir Náttúruminjasafnið og vonandi fær safnið núna frið til að vinna óhindrað að undirbúningi á grunnsýningu safnsins á Seltjarnarnesi. Það er hins vegar spurning hvort niðurstaðan hafi ekki fordæmisgildi fyrir aðra opinbera aðila sem sinna sýningahaldi. Eðlilegt er að velta þessu fyrir sér m.a. vegna þess að SAF og PN hvöttu Samkeppniseftirlitið ekki einvörðungu til að skoða starfsemi Náttúruminjasafnsins heldur einnig til að …„taka til athugunar þau söfn og sýningar sem rekin eru af opinberum aðilum og fyrirtækjum í eigu ríkisins,“. Samkeppniseftirlitið fjallar hins vegar ekkert um þennan þátt í niðurstöðum sínum. Líklega er það vegna þess að málatilbúnaður SAF og PN er þannig vaxin að hann gefur ekki tilefni til þess að fjalla frekar um málið (sbr. 2. mgr. 9. gr. reglna nr. 880/2005). Enda þótt ólíklegt verði að teljast að SAF og PN muni aðhafast frekar í málinu á grundvelli íslenskrar löggjafar er ekki útilokað að farið verði með málið út fyrir landsteinana. SAF og PN beindu nefnilega þeirri fyrirspurn einnig til Samkeppniseftirlitsins hvort framlög ríkisins til Náttúruminjasafnsins … „geti talist til ólögmætrar ríkisaðstoðar.“ á grundvelli ákvæða um ríkisaðstoð í EES-samningnum, sem hefur lagagildi hér á landi á grundvelli laga um Evrópska efnahagssvæðið. Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins er ekki tekin afstaða til þessa atriðis en bent á að SAF og PN geti leitað réttar síns hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Er ekki mál að linni? Fátt bendir til þess málatilbúnaður SAF og PN gegn Náttúruminjasafni Íslands sé þannig vaxinn að hann muni við frekari meðferð Samkeppniseftirlitsins og eða hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) breyta nokkru um starfsemi eða rekstur Náttúruminjasafnsins. Hið sama virðist eiga við um sýningastarfsemi opinberra aðila almennt í landinu þar sem starfsemin byggir á lögbundnum hlutverkum sem varða rannsóknir, varðveislu og miðlun á menningar- og náttúruarfi okkar. Þá verður að teljast afar langsótt að niðurstaða ESA muni á nokkurn hátt hugnast hugmyndafræði SAF og PN. Þetta helgast m.a. af því að starfsemi Náttúruminjasafns Íslands hvílir á íslenskum sérlögum sem taka mið af evrópskri löggjöf og reglum Alþjóðaráðs safna (ICOM) á sviði safnamála og sýningastarfsemi. Kvörtun SAF og PN hjá ESA myndi snerta grunnstarfsemi hjá fleiri tugum þúsunda opinberra sýningaraðila í Evrópu, aðilum sem hafa ríkum, lögbundnum skyldum að gegna við rannsóknir, varðveislu og miðlun á menningar- og náttúrarfi til almennings, hlutverk sem einkageirinn gegnir ekki lögum samkvæmt. Ætla SAF og PN að umbylta þessu fyrirkomulagi í sýningastarfsemi í Evrópu á grundvelli þeirrar hugmyndafræði að einkaaðilar fari betur með almannafé og menningar- og náttúruarf þjóða en opinberir aðilar? Vonandi verður þeim ekki kápan úr því klæðinu. Það er rúm fyrir bæði einkareknar sýningar og ríkisrekin söfn sem sinna sýningahaldi. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur nú lokið skoðun á kvörtun Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Perlu norðursins hf. (PN) frá því í janúar í fyrra vegna áforma Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins ásamt Þjóðminjasafni Íslands og Listasafni Íslands, um að starfrækja sýningu með ríkisframlagi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi. Vinna við gerð sýningarinnar hefur staðið yfir frá því um mitt ár 2022 og er stefnt er að því að opna hana vorið 2026. Meginþema sýningarinnar snýst um hafið og sjávarlífríkið. SAF og PN fóru fram á tvennt við Samkeppniseftirlitið. Að það mælti fyrir um fjárhagslegan aðskilnað sýningahalds frá öðrum rekstri Náttúruminjasafnsins í samræmi við 14. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og að kannað yrði hvort sú starfsemi Náttúruminjasafnsins, sem sé í beinni samkeppni við starfsemi PN, teljist til brota á samkeppnislögum og hvort tilefni sé til að grípa til aðgerða gagnvart safninu á grundvelli ákvæða samkeppnislaga. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er í hnotskurn sú að fyrirhugað sýningahald Náttúruminjasafnsins á Seltjarnarnesi sé ekki á skjön við samkeppnislög og að rétt sé að loka rannsókn málsins með vísan til forgangsröðunar og þeirra sérlaga sem gilda um Náttúruminjasafn Íslands, þ.e. lög um Náttúruminjasafn Íslands nr. 35/2007 og safnalög nr. 1412/2011. Áform Náttúruminjasafns Íslands um sýningahald í Náttúruhúsinu í Nesi, eins og höfuðstöðvarnar eru kallaðar, standa því blessunarlega óbreytt. Kvörtunin og niðurstaðan Tilefni kvörtunar SAF og PN er ótti þeirra við að sýning Náttúruminjasafnsins muni keppa við sýningu PN í Perlunni, en þar er að finna sýningaratriði um hafið og aðra þætti náttúru Íslands, sem SAF og PN telja að myndi kippa fótunum undan rekstri PN. SAF og PN líta svo á að starfsemi Náttúruminjasafnsins sé ríkisstyrkt atvinnustarfsemi í beinni samkeppni við einkageirann á frjálsum markaði sem ekki njóti framlaga frá ríkinu. Slíkt skekkti samkeppnisstöðu gangvart einkaaðilum og bryti í bága við ákvæði samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið kemst að annarri niðurstöðu en SAF og PN. Að mati eftirlitsins uppfylla ákvæði í sérlögunum sem gilda um safnið, lög nr. 35/2007 og nr. 141/2011, þau skilyrði …„að ganga framar samkeppnislögum, að þau séu skýr og feli í sér afdráttarlausar og sérgreindar heimildir til frávika frá samkeppnislögum.“. Samkeppniseftirlitið komst jafnframt að því að rekstur fyrirhugaðrar sýningar Náttúruminjasafnsins væri ekki þess eðlis að hann myndi hafa víðtæk skaðleg áhrif á samkeppni þannig að ástæða væri til þess að aðhafast frekar vegna kvörtunarinnar (sbr. 3. mgr. 8.gr. laga nr. 44/2005 og 2. mgr. 9. gr. reglna nr. 880/2005). Sérlögin sem gilda um Náttúruminjasafn Íslands eru að mati Samkeppniseftirlitsins það skýr og fela í sér afdráttarlausar og sérgreindar heimildir til frávika frá samkeppnislögum að þau ganga framar almennum ákvæðum samkeppnislaga (niðurstöðuliður nr. 14). Samkeppniseftirlitið lítur einkum til þess að starfsemi Náttúruminjasafnsins er rekin í menningar- og samfélagslegum tilgangi án hagnaðarmarkmiða og að stofnunin gegnir lögbundnum hlutverkum á sviði vísindarannsókna, varðveislu, skráningar og fræðslu, ólíkt því sem gildir um PN og önnur einkafyrirtæki undir hatti SAF. Náttúruminjasafnið rækir miðlunarhlutverk sín með sýningahaldi, útgáfu og öðrum hætti og stuðlar þannig að varðveislu á menningar- og náttúruarfi þjóðar og lands. Starfsemi Náttúruminjasafnsins er með slíku móti að hún fellur hvorki undir skilgreiningu á hefðbundinni atvinnustarfsemi né fyrirtæki í skilningi samkeppnislaga (sbr. 1. mgr. 2. gr. og 2. tölul. 1 mgr. 4. gr. samkeppnislaga). Fleiri aðilar undir og frekari málsókn? Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er afar þýðingarmikil fyrir Náttúruminjasafnið og vonandi fær safnið núna frið til að vinna óhindrað að undirbúningi á grunnsýningu safnsins á Seltjarnarnesi. Það er hins vegar spurning hvort niðurstaðan hafi ekki fordæmisgildi fyrir aðra opinbera aðila sem sinna sýningahaldi. Eðlilegt er að velta þessu fyrir sér m.a. vegna þess að SAF og PN hvöttu Samkeppniseftirlitið ekki einvörðungu til að skoða starfsemi Náttúruminjasafnsins heldur einnig til að …„taka til athugunar þau söfn og sýningar sem rekin eru af opinberum aðilum og fyrirtækjum í eigu ríkisins,“. Samkeppniseftirlitið fjallar hins vegar ekkert um þennan þátt í niðurstöðum sínum. Líklega er það vegna þess að málatilbúnaður SAF og PN er þannig vaxin að hann gefur ekki tilefni til þess að fjalla frekar um málið (sbr. 2. mgr. 9. gr. reglna nr. 880/2005). Enda þótt ólíklegt verði að teljast að SAF og PN muni aðhafast frekar í málinu á grundvelli íslenskrar löggjafar er ekki útilokað að farið verði með málið út fyrir landsteinana. SAF og PN beindu nefnilega þeirri fyrirspurn einnig til Samkeppniseftirlitsins hvort framlög ríkisins til Náttúruminjasafnsins … „geti talist til ólögmætrar ríkisaðstoðar.“ á grundvelli ákvæða um ríkisaðstoð í EES-samningnum, sem hefur lagagildi hér á landi á grundvelli laga um Evrópska efnahagssvæðið. Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins er ekki tekin afstaða til þessa atriðis en bent á að SAF og PN geti leitað réttar síns hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Er ekki mál að linni? Fátt bendir til þess málatilbúnaður SAF og PN gegn Náttúruminjasafni Íslands sé þannig vaxinn að hann muni við frekari meðferð Samkeppniseftirlitsins og eða hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) breyta nokkru um starfsemi eða rekstur Náttúruminjasafnsins. Hið sama virðist eiga við um sýningastarfsemi opinberra aðila almennt í landinu þar sem starfsemin byggir á lögbundnum hlutverkum sem varða rannsóknir, varðveislu og miðlun á menningar- og náttúruarfi okkar. Þá verður að teljast afar langsótt að niðurstaða ESA muni á nokkurn hátt hugnast hugmyndafræði SAF og PN. Þetta helgast m.a. af því að starfsemi Náttúruminjasafns Íslands hvílir á íslenskum sérlögum sem taka mið af evrópskri löggjöf og reglum Alþjóðaráðs safna (ICOM) á sviði safnamála og sýningastarfsemi. Kvörtun SAF og PN hjá ESA myndi snerta grunnstarfsemi hjá fleiri tugum þúsunda opinberra sýningaraðila í Evrópu, aðilum sem hafa ríkum, lögbundnum skyldum að gegna við rannsóknir, varðveislu og miðlun á menningar- og náttúrarfi til almennings, hlutverk sem einkageirinn gegnir ekki lögum samkvæmt. Ætla SAF og PN að umbylta þessu fyrirkomulagi í sýningastarfsemi í Evrópu á grundvelli þeirrar hugmyndafræði að einkaaðilar fari betur með almannafé og menningar- og náttúruarf þjóða en opinberir aðilar? Vonandi verður þeim ekki kápan úr því klæðinu. Það er rúm fyrir bæði einkareknar sýningar og ríkisrekin söfn sem sinna sýningahaldi. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar