Hjólhýsabyggðin á Laugarvatni og Húsið á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2024 20:30 Margar mjög skemmtilegar myndir eru á sýningunni frá tímum hjólhýsabyggðarinnar á Laugarvatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ljósmyndasýning með broti af því besta frá hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni hefur verið opnuð í Húsinu á Eyrarbakka en svæðið var starfrækt í 45 ár, eða þar til því var lokað af öryggisástæðum. Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow mynduðu hjólhýsabyggðina á Laugarvatni í þrjú sumur á meðan hún var og hét og er afraksturinn nú til sýnis hjá Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka en þar áður var sýningin í Þjóðminjasafni Íslands. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ákvað að loka svæðinu 2022 af öryggisástæðum vegna eldhættu. Sýningin heitir; “Ef garðálfar gætu talað”. „Við vorum ekki alveg vissar hvernig okkur yrði tekið eða hvað tæki á móti okkur en við tók þessi blómlega og fallega byggð og okkur svo vel tekið alls staðar. Það vildu allir vera með, þetta var svo yndislegt fólk og bara einstakur heimur,” segir Sigríður. „Salurinn hérna passar mjög vel fyrir þessa sýningu því hann gefur þessa hlýlegu vídd, auka vídd á myndirnar. Þetta er svolítið eins og að vera í sólskini, sumri og sólskini þegar maður kemur hérna inn í þennan sal og sér þessar myndir og gefur innsýn inn í það hvað þessi heimur var góður,” segir Þórdís Erla og bætir við. „Og hvað það var góð stemming þarna, það er líka málið, fólki leið vel, fólk tengdist vinaböndum og var kannski með heilu fjölskyldurnar með sér í hjólhýsunum.” Vinkonurnar og ljósmyndararnir, Þórdís Erla Ágústsdóttir (t.v.) og Sigríður Marrow, sem tóku myndirnar á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Linda Ásdísardóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni. „Og hún breytist auðvitað alveg gríðarlega við það að fara úr stórum sal, myndasalnum í Þjóðminjasafninu í þessa litlu borðstofu. Það verður einhvern vegin svona meira sólskin kannski hérna eins og þið sjáið og gardínurnar meira að segja hérna í stofunni,” segir Linda. Linda Ásdísardóttir safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga, sem átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ljósmyndasýningin verður opin í Húsinu á Eyrarbakka alla páskana, frítt inn og allir velkomnir. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Hjólhýsabyggðin var á Laugarvatni í 45 ár og eiga margir mjög góðar minningar þaðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húsið á Eyrarbakka þar sem sýningin er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Menning Ljósmyndun Sýningar á Íslandi Söfn Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow mynduðu hjólhýsabyggðina á Laugarvatni í þrjú sumur á meðan hún var og hét og er afraksturinn nú til sýnis hjá Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka en þar áður var sýningin í Þjóðminjasafni Íslands. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ákvað að loka svæðinu 2022 af öryggisástæðum vegna eldhættu. Sýningin heitir; “Ef garðálfar gætu talað”. „Við vorum ekki alveg vissar hvernig okkur yrði tekið eða hvað tæki á móti okkur en við tók þessi blómlega og fallega byggð og okkur svo vel tekið alls staðar. Það vildu allir vera með, þetta var svo yndislegt fólk og bara einstakur heimur,” segir Sigríður. „Salurinn hérna passar mjög vel fyrir þessa sýningu því hann gefur þessa hlýlegu vídd, auka vídd á myndirnar. Þetta er svolítið eins og að vera í sólskini, sumri og sólskini þegar maður kemur hérna inn í þennan sal og sér þessar myndir og gefur innsýn inn í það hvað þessi heimur var góður,” segir Þórdís Erla og bætir við. „Og hvað það var góð stemming þarna, það er líka málið, fólki leið vel, fólk tengdist vinaböndum og var kannski með heilu fjölskyldurnar með sér í hjólhýsunum.” Vinkonurnar og ljósmyndararnir, Þórdís Erla Ágústsdóttir (t.v.) og Sigríður Marrow, sem tóku myndirnar á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Linda Ásdísardóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni. „Og hún breytist auðvitað alveg gríðarlega við það að fara úr stórum sal, myndasalnum í Þjóðminjasafninu í þessa litlu borðstofu. Það verður einhvern vegin svona meira sólskin kannski hérna eins og þið sjáið og gardínurnar meira að segja hérna í stofunni,” segir Linda. Linda Ásdísardóttir safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga, sem átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ljósmyndasýningin verður opin í Húsinu á Eyrarbakka alla páskana, frítt inn og allir velkomnir. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Hjólhýsabyggðin var á Laugarvatni í 45 ár og eiga margir mjög góðar minningar þaðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húsið á Eyrarbakka þar sem sýningin er.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Menning Ljósmyndun Sýningar á Íslandi Söfn Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira