Hollenski boltinn

Gjörsamlega trompaðist eftir að Albert skoraði hjá honum í annað skiptið
Hér má sjá mörkin tvö sem Albert Guðmundssn skoraði og vítið sem hann fiskaði í sigri AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts
Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags.

Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar
Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð.

Elías Már gæti gefið Hamrén og Frey höfuðverk fyrir næsta landsliðshóp
Elías Már Ómarsson hefur farið mikinn með liði Excelsior í hollensku B-deildinni á tímabilinu. Umræða hefur myndast hvort hann eigi að fá fleiri tækifæri með íslenska landsliðinu.

Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær
Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna.

Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær
Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson þakkaði félögum sínum fyrir góðar stoðsendingar í viðtali eftir flotta frammistöðu sína í gær.

Fylltu stúkuna sína af fimmtán þúsund böngsum
Gamla Íslendingaliðið Heerenveen gerði mjög gott úr þeirri leiðinlegu stöðu að mega ekki vera með áhorfendur á síðasta heimaleik liðsins.

Elías Már skoraði tvö í öruggum bikarsigri | Jafnt í Íslendingaslagnum
Elías Már Ómarsson er áfram á skotskónum í Hollandi. Þá gerðu Norrköping og AIK 2-2 jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni.

Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu
AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar.

Ótrúleg úrslit í Hollandi - Ajax skoraði þrettán
Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar Ajax bætti eigið met frá árinu 1972.

Elías Már skoraði enn eitt markið í ótrúlegum sigri
Elías Már Ómarsson skaut Excelsior upp í 9. sæti hollensku B-deildarinnar með 1-0 sigri á Den Bosch í kvöld.

Enn fjölgar smitum hjá félagi Alberts
Ekki er vitað hvort leikur AZ Alkmaar og Napoli í Evrópudeildinni á fimmtudaginn geti farið fram vegna kórónuveirusmita hjá hollenska liðinu.

Elías Már hættir ekki að skora | Kominn með 9 mörk í 8 leikjum
Elías Már Ómarsson getur ekki hætt að skora fyrir lið Excelsior í hollensku B-deildinni. Liðið vann 2-0 sigur á Maastricht í kvöld.

Sonur Robin van Persie með geggjað mark
Shaqueel van Persie er farinn að raða inn mörkum hjá Feyenoord á árum áður.

Elías Már hættir ekki að skora | Tryggði stig á útivelli
Elías Már Ómarsson var á skotskónum er Excelsior gerði 1-1 jafntefli við Eindhoven á útivelli í hollensku B-deildinni í kvöld.

Enn einn bikarsigurinn hjá Al Arabi
Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Al Arabi er liðið vann 3-0 sigur á Umm-Salal í QSL-bikarnum í Katar.

Albert lagði upp mark í svekkjandi jafntefli
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar þegar liðið heimsótti Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

De Boer tekur við Hollandi
Frank De Boer er nýr þjálfari hollenska landsliðsins í knattspyrnu og tekur hann við af Ronald Koeman.

Elías hefur átt magnað ár | Sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum
Elías Már Ómarsson hefur byrjað tímabilið í hollensku B-deildinni í fótbolta stórkostlega en hann skoraði bæði mörk Excelsior í kvöld þegar liðið vann 2-1 útisigur gegn Dordrecht.

Íslendingurinn fljúgandi í Hollandi
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í hollensku b-deildinni á þessu tímabili.

Verðandi leikmaður Man. Utd. er tengdasonur Dennis Bergkamp
Donny van de Beek, verðandi leikmaður Manchester United, er í sambandi með dóttur einnar af mestu hetjum í sögu Arsenal.

Kristian skoraði tvö mörk í sigri | Sjáðu mörkin
Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði bæði mörkin þegar U18 lið Ajax vann ADO Den Haag 2-1 í fyrstu umferð í U18 bikarnum í Hollandi.

Kristófer genginn í raðir PSV
Garðbæingurinn Kristófer Ingi Kristinsson er kominn til hollenska stórveldisins PSV Eindhoven þar sem honum er ætlað að spila fyrir U23-lið félagsins.

Fyrrum leikmaður Man. Utd hneig niður í miðjum leik
Daley Blind, leikmaður Ajax og hollenska landsliðsins, hneig niður í æfingaleik með liði sínu í gærkvöldi.

Nítján ára fótboltastelpa fær leyfi til þess að spila með karlaliði í Hollandi
Hollenska knattspyrnusambandið hefur gefið grænt ljós á því að nítján ára hollensk knattspyrnukona spili með karlaliði í hollensku deildarkeppninni á komandi tímabili.

Hólmbert sagður á óskalista liða á Ítalíu, í Belgíu og í Hollandi
Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Álasundar í norsku úrvalsdeildinni, er sagður á óskalista marga liða víðs vegar um Evrópu. Forza Italian Football greinir frá.

Fjögur lið í þremur heimsálfum á níu mánuðum en spilaði aldrei leik
Bernio Verhagen er nafn sem hringir ekki mörgum bjöllum en saga hans er ótrúlegri en flest allra sem hafa reynt fyrir sér sem atvinnumenn í fótbolta.

Gamli Man. United maðurinn aðstoðar líklega gamla Liverpool manninn
Dirk Kuyt, fyrrum leikmaður Liverpool, er væntanlega að fá nýtt stjórastarf í heimalandi sínu og hann ætti að spila sóknarbolta þegar menn sjá hver verður aðstoðarmaður hans.

Sjáðu fjörutíu ára gömul mörk Péturs Péturs í bikarúrslitum í Hollandi
Pétur Pétursson var aðalmaðurinn í bikarúrslitaleiknum í Hollandi fyrir fjörutíu árum síðan og kórónaði þá magnað tímabil með því að skora tvisvar hjá Ajax.

Skotmark Man. United og Real má yfirgefa Ajax
Edwin van der Sar, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajxax, hefur staðfest að miðjumaðurinn Donny vaan de Beek geti yfirgefið félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar en þó bara fyrir ákveðna upphæð.