Cillessen æfur út í De Boer: „Aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2021 10:00 Jasper Cillessen leikur ekki með Hollandi á EM, honum til mikillar gremju. getty/Jonathan Moscrop Markvörðurinn Jasper Cillessen er æfur út í Frank de Boer eftir að hann tók hann út úr EM-hópi Hollands í kjölfar þess að hann greindist með kórónuveiruna. Cillessen var valinn í 26 manna EM-hóp Hollands en greindist með kórónuveiruna í síðustu viku. Á þriðjudaginn tjáði De Boer honum svo að hann myndi ekki fara með á EM. Marco Bizot, markvörður AZ Alkmaar, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Cillessen er afar ósáttur við De Boer að hafa tekið sig út úr EM-hópnum. „Þetta er mikið áfall sem mun svíða í einhvern tíma,“ sagði Cillessen við De Telegraaf. Hann segir að De Boer hafi tjáð sér á sunnudaginn að hann gæti komið aftur inn í hollenska hópinn ef hann framvísaði neikvæðu kórónuveiruprófi og þá í síðasta lagi eftir æfingabúðir hollenska liðsins í Portúgal. Cillessen segist ekki vita af hverju De Boer snerist hugur. „Reglurnar leyfa skiptingar fyrir markverði á EM og það var enn nægur tími. Ég var með einkenni veirunnar í einn dag en fínn fyrir utan það. Og svo segir hann að ég hafi ekki verið klár. Ég mun aldrei vera sammála því. Mér hefur aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega,“ sagði Cillessen. De Boer sagðist að ákvörðunin að skilja Cillessen eftir hafi ekki verið auðveld en hann hafi þurft að taka hana. Hann segir að Cillessen hefði misst af stórum hluta undirbúnings hollenska liðsins, óvissan í kringum hann hafi verið of mikil og hann hafi viljað taka neina áhættu. Cillessen, sem er 32 ára, var mikið meiddur á síðasta tímabili lék aðeins tíu leiki með Valencia. Hann kom til liðsins frá Barcelona. Búist er við því að Tim Krul, markvörður Norwich City, verji mark Hollands á EM. Hollendingar mæta Úkraínumönnum í fyrsta leik sínum á mótinu í Amsterdam 13. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hollenski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Cillessen var valinn í 26 manna EM-hóp Hollands en greindist með kórónuveiruna í síðustu viku. Á þriðjudaginn tjáði De Boer honum svo að hann myndi ekki fara með á EM. Marco Bizot, markvörður AZ Alkmaar, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Cillessen er afar ósáttur við De Boer að hafa tekið sig út úr EM-hópnum. „Þetta er mikið áfall sem mun svíða í einhvern tíma,“ sagði Cillessen við De Telegraaf. Hann segir að De Boer hafi tjáð sér á sunnudaginn að hann gæti komið aftur inn í hollenska hópinn ef hann framvísaði neikvæðu kórónuveiruprófi og þá í síðasta lagi eftir æfingabúðir hollenska liðsins í Portúgal. Cillessen segist ekki vita af hverju De Boer snerist hugur. „Reglurnar leyfa skiptingar fyrir markverði á EM og það var enn nægur tími. Ég var með einkenni veirunnar í einn dag en fínn fyrir utan það. Og svo segir hann að ég hafi ekki verið klár. Ég mun aldrei vera sammála því. Mér hefur aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega,“ sagði Cillessen. De Boer sagðist að ákvörðunin að skilja Cillessen eftir hafi ekki verið auðveld en hann hafi þurft að taka hana. Hann segir að Cillessen hefði misst af stórum hluta undirbúnings hollenska liðsins, óvissan í kringum hann hafi verið of mikil og hann hafi viljað taka neina áhættu. Cillessen, sem er 32 ára, var mikið meiddur á síðasta tímabili lék aðeins tíu leiki með Valencia. Hann kom til liðsins frá Barcelona. Búist er við því að Tim Krul, markvörður Norwich City, verji mark Hollands á EM. Hollendingar mæta Úkraínumönnum í fyrsta leik sínum á mótinu í Amsterdam 13. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hollenski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira