Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni

Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert.

Innlent
Fréttamynd

Að bjóða heiminn vel­kominn

Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Upplýsingafundur í Ráðherrabústaðnum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til upplýsingafundar í Ráðherrabústaðnum í dag. Hið svokallaða þríeyki, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða öll á fundinum, en Katrín fer með stjórn hans.

Innlent
Fréttamynd

Tekju­fall Herjólfs vegna kórónu­veirunnar mikið

Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Ein­mana­legt að standa vaktina í sam­komu­banni

Starfsmaður í ferðaþjónustu segir að það hafi verið einmanalegt að standa vaktina á meðan á samkomubanninu stóð. Íslendingar á ferðalagi segja yndislegt að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Seinagangur á Bretlandi talinn hafa kostað mannslíf

Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar.

Erlent
Fréttamynd

Lítið um hátíðarhöld í dag

Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna.

Innlent
Fréttamynd

Eitt virkt smit í viðbót með uppfærðum tölum

Þrjú virk kórónuveirusmit eru nú á landi og hefur eitt bæst við eftir að tölur landlæknis og almannavarna voru uppfærðar í dag. Nýtt smit greindist á föstudag sem kom ekki fram í tölum í gær sem bentu til þess að ekkert nýtt smit hefði greinst í heila viku.

Innlent
Fréttamynd

Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump

Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs.

Erlent
Fréttamynd

Vara við smithættu eftir fjölmenn samstöðmótmæli á Bretlandi

Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London.

Erlent
Fréttamynd

Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu

Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa

Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa.

Erlent