Skjótari viðbrögð hefðu getað fækkað dauðsföllum um helming Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 19:55 Boris Johnson, forsætisráðherra, gaf ekki út tilmæli um að fólk héldi sig heima vegna faraldursins fyrr en 23. mars, nokkru eftir að önnur ríki gripu til aðgerða. Hann segir of snemmt að segja til um hvers hans iðrist eða hvaða lærdóm er hægt að draga af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar. AP/Kirsty Wigglesworth Fyrrverandi vísindaráðgjafi breskra stjórnvalda segir að helmingi færri hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum hefðu tilmæli um að fólk héldi sig heima verið gefin út viku fyrr. Bretland greip síðar til aðgerða vegna faraldursins en flest önnur vestræn ríki. Á bilinu 40-50 þúsund manns hafa látist á Bretlandi í faraldrinum, eftir því hvort dauðsföll þar sem grunur leikur á Covid-19-smiti eru talin með eða ekki, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látið lífið. Neil Ferguson, faraldsfræðingur, sagði þingnefnd í dag að stjórnvöld hefðu gripið til réttra aðgerða en of seint. Fólki var ekki sagt að halda sig heima fyrr en 23. mars. „Faraldurinn tvöfaldaðist á þriggja til fjögurra daga fresti áður en takmörkunum var komið á. Hefðum við gefið út tilmæli um að fólk héldi sig heima viku fyrr hefðum við dregið úr endanlegum fjölda látinna um að minnsta kosti helming,“ sagði Ferguson. Ferguson er faraldfræðingur við Imperial College í London og var áður í vísindaráðgjafahópi bresku ríkisstjórnarinnar. Líkan sem hann herði af faraldrinum er sagt hafa rekið ríkisstjórnina til aðgerða gegn faraldrinum. Hann sagði af sér eftir að hann var sakaður um að brjóta gegn tilmælum stjórnvalda þegar hann leyfði ástkonu sinni að koma í heimsókn. Gagnrýni Ferguson rímar við orð Johns Edmunds, annars vísindaráðgjafa ríkisstjórnarinnar, um helgina en hann sagði að eftir á að hyggja hefðu stjórnvöld átt að grípa til aðgerða fyrr. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinagangur á Bretlandi talinn hafa kostað mannslíf Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. 7. júní 2020 14:27 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Fyrrverandi vísindaráðgjafi breskra stjórnvalda segir að helmingi færri hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum hefðu tilmæli um að fólk héldi sig heima verið gefin út viku fyrr. Bretland greip síðar til aðgerða vegna faraldursins en flest önnur vestræn ríki. Á bilinu 40-50 þúsund manns hafa látist á Bretlandi í faraldrinum, eftir því hvort dauðsföll þar sem grunur leikur á Covid-19-smiti eru talin með eða ekki, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látið lífið. Neil Ferguson, faraldsfræðingur, sagði þingnefnd í dag að stjórnvöld hefðu gripið til réttra aðgerða en of seint. Fólki var ekki sagt að halda sig heima fyrr en 23. mars. „Faraldurinn tvöfaldaðist á þriggja til fjögurra daga fresti áður en takmörkunum var komið á. Hefðum við gefið út tilmæli um að fólk héldi sig heima viku fyrr hefðum við dregið úr endanlegum fjölda látinna um að minnsta kosti helming,“ sagði Ferguson. Ferguson er faraldfræðingur við Imperial College í London og var áður í vísindaráðgjafahópi bresku ríkisstjórnarinnar. Líkan sem hann herði af faraldrinum er sagt hafa rekið ríkisstjórnina til aðgerða gegn faraldrinum. Hann sagði af sér eftir að hann var sakaður um að brjóta gegn tilmælum stjórnvalda þegar hann leyfði ástkonu sinni að koma í heimsókn. Gagnrýni Ferguson rímar við orð Johns Edmunds, annars vísindaráðgjafa ríkisstjórnarinnar, um helgina en hann sagði að eftir á að hyggja hefðu stjórnvöld átt að grípa til aðgerða fyrr.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinagangur á Bretlandi talinn hafa kostað mannslíf Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. 7. júní 2020 14:27 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Seinagangur á Bretlandi talinn hafa kostað mannslíf Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. 7. júní 2020 14:27