Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Frakkar létta veru­lega á tak­mörkunum

Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti í gærkvöldi tilslakanir vegna kórónuveirufaraldursins sem hann segir þær mestu í Evrópu en í dag mega kaffihús og veitingastaðir í París opna auk þess sem ferðalög til annarra Evrópulanda verða leyfð.

Erlent
Fréttamynd

Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga

Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi

Það er greinilegt að þjóðin notaði tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum. Þá má greina á framboði húsgagna hjá Góða hirðinum að margar íbúðir hafi dottið úr skammtímaleigu og húsmunir verið hreinsaðir út úr þeim.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Mennirnir tveir ekki smitaðir

Rúmensku mennirnir tveir sem fundust á hótelum á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla lýsti eftir þeim reyndust ekki vera smitaðir af kórónuveirunni samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi.

Innlent
Fréttamynd

Svona fer skimun fram á Keflavíkurflugvelli

Undirbúningur fyrir skimun á Keflavíkurflugvelli er á lokastigi. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Mennirnir tveir sem voru handteknir eru með virk smit

Mennirnir tveir sem voru handteknir á Suðurlandi vegna búðarhnupls í gær og greindust með kórónuveiruna í dag verða fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Þeir reyndust ekki vera með mótefni við veirunni og eru því með virk smit og geta smitað aðra

Innlent
Fréttamynd

Kórónuveiran víða enn í sókn

Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist.

Erlent
Fréttamynd

Von á nokkur hundruð far­þegum

Von er á nokkur hundruð farþegum í sjö flugvélum á mánudag þegar nýjar reglur vegna komu ferðamanna taka gildi og skimun vegna kórónuveirunnar hefst í Keflavík. Flestir koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí.

Innlent