Áfall að greinast með kórónuveiruna eftir lögreglustörf Sylvía Hall skrifar 17. júní 2020 22:31 Íris Edda Heimisdóttir starfar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hún hefur nú verið í einangrun í tvo daga eftir að hún greindist með kórónuveiruna. Vísir/Aðsend/Vilhelm Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist af kórónuveirunni eftir að hafa tekið þátt í aðgerðum vegna Rúmenanna sem komu hingað til lands í síðustu viku, segir það hafa verið áfall að greinast með veiruna eftir að hafa sinnt starfi sínu. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Niðurstaða sýnatöku leiddi í ljós að Íris væri smituð fyrir tveimur dögum síðan. Hún hefur verið í einangrun síðan og segir hún það hafa tekið á, en hún ætli sér að takast á við þetta með jákvæðnina að vopni. „Ég reyni að skipuleggja hvern dag, svo hver dagur hafi tilgang. Hugsa mikið um börnin mín, maka og fjölskyldu, þau hjálpa mér að vera jákvæð. Ég tala nú ekki um félagastuðninginn, samstarfsfélaga sem hafa komið hlaupandi og aðstoðað á öllum vígstöðvum. Ég er afar þakklát fyrir það,“ segir Íris í samtali við Vísi. Fékk fljótlega ónotatilfinningu þegar hún var send í sóttkví Íris starfar hjá lögreglunni á Suðurlandi og var á meðal þeirra lögreglumanna sem voru sendir í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við mennina þegar þeir voru handteknir. Hún segir eftir á að hyggja ekki hafa komið á óvart að hún hafi smitast, enda var hún í miklum samskiptum við þá. „Ég fór að fá ónotatilfinningu með þetta fljótlega eftir að við vorum komin í sóttkví. Ef einhver af okkur hefði fengið þetta þá hefði ég sennilega verið líklegust þar sem að ég var í þeirri stöðu að vera í miklum samskiptum við þessa aðila í langan tíma í ekki svo stóru rými. En niðurstaða barst svo eftir 4 daga í sóttkví. Það var mikið áfall,“ segir Íris. Hún segir helstu einkenni vera hefðbundin flensueinkenni en hún sé þó alveg raddlaus. Nú taki við bataferli sem tekur vonandi stuttan tíma. „Hálsbólgu, slím í hálsi sem leiðir niður í lungu og beinverki. Þannig er staðan á mér í dag.“ Hún segir það hafa verið óvænt og erfitt að greinast með veiruna nú þegar útlit var fyrir að faraldurinn væri á niðurleið. „Vissulega var það áfall. Ég var búin að leyfa mér að vona það að ég myndi sleppa. Ég var með þá von í huga að þetta væri að taka enda eða að veiran væri allavega á niðurleið, sem að ég vissi ekki betur en að hefði verið.“ Þá bjóst hún alls ekki við því að greinast með veiruna við það eitt að sinna starfi sínu. „Ég vissi heldur ekki betur en að landið hefði átt að vera lokað. Það var ekkert sem benti til þess að þessir aðilar hefðu verið að koma til landsins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Hinir Rúmenarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni Greind hafa verið sýni úr öllum þeim ellefu rúmensku ríkisborgurum sem dvelja nú í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. 15. júní 2020 17:58 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Inga heimtar opinbera rannsókn á komu rúmensku „glæpamannanna“ Formaður Flokks fólksins segir ólíðandi að kórónusýktir glæpamenn valsi hér um eins og ekkert sé. 15. júní 2020 16:15 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist af kórónuveirunni eftir að hafa tekið þátt í aðgerðum vegna Rúmenanna sem komu hingað til lands í síðustu viku, segir það hafa verið áfall að greinast með veiruna eftir að hafa sinnt starfi sínu. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Niðurstaða sýnatöku leiddi í ljós að Íris væri smituð fyrir tveimur dögum síðan. Hún hefur verið í einangrun síðan og segir hún það hafa tekið á, en hún ætli sér að takast á við þetta með jákvæðnina að vopni. „Ég reyni að skipuleggja hvern dag, svo hver dagur hafi tilgang. Hugsa mikið um börnin mín, maka og fjölskyldu, þau hjálpa mér að vera jákvæð. Ég tala nú ekki um félagastuðninginn, samstarfsfélaga sem hafa komið hlaupandi og aðstoðað á öllum vígstöðvum. Ég er afar þakklát fyrir það,“ segir Íris í samtali við Vísi. Fékk fljótlega ónotatilfinningu þegar hún var send í sóttkví Íris starfar hjá lögreglunni á Suðurlandi og var á meðal þeirra lögreglumanna sem voru sendir í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við mennina þegar þeir voru handteknir. Hún segir eftir á að hyggja ekki hafa komið á óvart að hún hafi smitast, enda var hún í miklum samskiptum við þá. „Ég fór að fá ónotatilfinningu með þetta fljótlega eftir að við vorum komin í sóttkví. Ef einhver af okkur hefði fengið þetta þá hefði ég sennilega verið líklegust þar sem að ég var í þeirri stöðu að vera í miklum samskiptum við þessa aðila í langan tíma í ekki svo stóru rými. En niðurstaða barst svo eftir 4 daga í sóttkví. Það var mikið áfall,“ segir Íris. Hún segir helstu einkenni vera hefðbundin flensueinkenni en hún sé þó alveg raddlaus. Nú taki við bataferli sem tekur vonandi stuttan tíma. „Hálsbólgu, slím í hálsi sem leiðir niður í lungu og beinverki. Þannig er staðan á mér í dag.“ Hún segir það hafa verið óvænt og erfitt að greinast með veiruna nú þegar útlit var fyrir að faraldurinn væri á niðurleið. „Vissulega var það áfall. Ég var búin að leyfa mér að vona það að ég myndi sleppa. Ég var með þá von í huga að þetta væri að taka enda eða að veiran væri allavega á niðurleið, sem að ég vissi ekki betur en að hefði verið.“ Þá bjóst hún alls ekki við því að greinast með veiruna við það eitt að sinna starfi sínu. „Ég vissi heldur ekki betur en að landið hefði átt að vera lokað. Það var ekkert sem benti til þess að þessir aðilar hefðu verið að koma til landsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Hinir Rúmenarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni Greind hafa verið sýni úr öllum þeim ellefu rúmensku ríkisborgurum sem dvelja nú í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. 15. júní 2020 17:58 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Inga heimtar opinbera rannsókn á komu rúmensku „glæpamannanna“ Formaður Flokks fólksins segir ólíðandi að kórónusýktir glæpamenn valsi hér um eins og ekkert sé. 15. júní 2020 16:15 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hinir Rúmenarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni Greind hafa verið sýni úr öllum þeim ellefu rúmensku ríkisborgurum sem dvelja nú í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. 15. júní 2020 17:58
Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20
Inga heimtar opinbera rannsókn á komu rúmensku „glæpamannanna“ Formaður Flokks fólksins segir ólíðandi að kórónusýktir glæpamenn valsi hér um eins og ekkert sé. 15. júní 2020 16:15