Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júní 2020 12:00 Frá aðgerðum í fyrradag þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær í gegn um Keflavíkurflugvöll en um ellefu hundruð manns í fyrradag. Þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, gáfu sig fram við lögreglu skömmu síðar. Þeir voru fluttur í farsóttahúsið á Rauðarárstíg. Þar dvöldu fyrir ellefu Rúmenar en hluti hópsins var handtekinn á Selfossi um síðustu helgi vegna þjófnaðar. Tveir þeirra reyndust smitaðir af Covid-19 og hinir brutu reglur um sóttkví. Þá komu þrír hælisleitendur til landsins í gær og sóttu um alþjóðlega vernd. Nýtt verklag hefur tekið gildi hvað varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd við komuna til landsins. Þeir eiga að fara í sýnatöku við komuna og dvelja svo í farsóttahúsi í fimm til sjö daga. Þá fara þeir aftur í sýnatöku og ef það próf reynist neikvætt fara þeir í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Þeir sem komu til landsins í gær dvelja nú í farsóttahúsinu. Þannig það gilda í raun aðrar reglur um þá? „Þetta er fólk í viðkvæmri stöðu og þess vegna viljum við tryggja öryggi þeirra og höfum valið að fara þessa leið að þeir fari ekki í þessi almennu úrræði á vegum Útlendingastofnunar heldur er haldið sér í sóttkví þannig að þeir hafa aðgang að heilbrigðisstarfsfólki og annað,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Þá þurfi að huga að öðrum hælisleitendum sem dvelja í búsetuúrræðum Útlendingastofnunar. „Þar dvelst fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma og flokkast sem viðkvæmir hópar í okkar skilgreiningum varðandi Covid-19. Þess vegna þurfum við að fara sérstaklega varlega,“ segir Víðir. Í apríl og maí sóttu níu manns um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af aðeins tveir sem ekki höfðu sótt áður um vernd eða verið með dvalarleyfi á Íslandi eða fæddust hér á landi á þessu tímabili. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 „Virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. 16. júní 2020 15:30 Mennirnir þrír enn ófundnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. 16. júní 2020 11:34 Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. 15. júní 2020 18:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær í gegn um Keflavíkurflugvöll en um ellefu hundruð manns í fyrradag. Þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, gáfu sig fram við lögreglu skömmu síðar. Þeir voru fluttur í farsóttahúsið á Rauðarárstíg. Þar dvöldu fyrir ellefu Rúmenar en hluti hópsins var handtekinn á Selfossi um síðustu helgi vegna þjófnaðar. Tveir þeirra reyndust smitaðir af Covid-19 og hinir brutu reglur um sóttkví. Þá komu þrír hælisleitendur til landsins í gær og sóttu um alþjóðlega vernd. Nýtt verklag hefur tekið gildi hvað varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd við komuna til landsins. Þeir eiga að fara í sýnatöku við komuna og dvelja svo í farsóttahúsi í fimm til sjö daga. Þá fara þeir aftur í sýnatöku og ef það próf reynist neikvætt fara þeir í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Þeir sem komu til landsins í gær dvelja nú í farsóttahúsinu. Þannig það gilda í raun aðrar reglur um þá? „Þetta er fólk í viðkvæmri stöðu og þess vegna viljum við tryggja öryggi þeirra og höfum valið að fara þessa leið að þeir fari ekki í þessi almennu úrræði á vegum Útlendingastofnunar heldur er haldið sér í sóttkví þannig að þeir hafa aðgang að heilbrigðisstarfsfólki og annað,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Þá þurfi að huga að öðrum hælisleitendum sem dvelja í búsetuúrræðum Útlendingastofnunar. „Þar dvelst fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma og flokkast sem viðkvæmir hópar í okkar skilgreiningum varðandi Covid-19. Þess vegna þurfum við að fara sérstaklega varlega,“ segir Víðir. Í apríl og maí sóttu níu manns um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af aðeins tveir sem ekki höfðu sótt áður um vernd eða verið með dvalarleyfi á Íslandi eða fæddust hér á landi á þessu tímabili.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 „Virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. 16. júní 2020 15:30 Mennirnir þrír enn ófundnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. 16. júní 2020 11:34 Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. 15. júní 2020 18:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26
„Virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. 16. júní 2020 15:30
Mennirnir þrír enn ófundnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. 16. júní 2020 11:34
Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. 15. júní 2020 18:30