Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið

Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. 

Innlent
Fréttamynd

Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir.

Erlent
Fréttamynd

Bjarga heiminum frá gull­námunni

Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi.

Erlent
Fréttamynd

Vill skoða hvort hægt sé að fjölga veiðidögum í desember

Mun rólegra er yfir rjúpnaveiði í ár í samanburði við hin síðustu. Sóttvarnatakmarkanir hafa sett mark sitt á veiðarnar auk þess sem rjúpan er í lægð. Formaður skotveiðifélagsins Skotvís vill skoða hvort hægt verði að framlengja veiðitímabilið til að bæta höfuðborgarbúum upp þær helgar í nóvember sem ekki mátti fara til veiða.

Innlent
Fréttamynd

Treysta á hjálpar­stofnanir

Ég skil ekki hvers vegna ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilja skilja þau eftir sem hafa verið lengst atvinnulaus. Í atvinnukreppu.

Skoðun
Fréttamynd

Af al­ræði og inn­gripum

Eftir því sem erfitt ástand ílengist getur tvennt gerst; annars vegar að hið erfiða ástand verður normið og hins vegar að óþol fólks gagnvart því aukist úr hófi fram.

Skoðun
Fréttamynd

Fimmta hvert sýni í Stokk­hólmi já­kvætt

Alls voru sýni tekin hjá 42 þúsund manns í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í síðustu viku og greindust alls fimmtungur þeirra með Covid-19. Álag á heilbrigðiskerfið í Svíþjóð hefur aukist mikið síðustu daga og vikur vegna fjölgunar tilfella.

Erlent
Fréttamynd

Lita­kóða­kerfið vegna veirunnar tekur á sig mynd

Landsmenn munu brátt venja sig á gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Er ætlunin að notast við litakóðana fyrir landið í heild, landsvæði og jafnvel einstök sveitarfélög eða stofnanir innan sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Minkabóndi á alls ekki von á að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og dönsk

Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið.

Innlent
Fréttamynd

Guðni reyndist neikvæður og laus úr sóttkví

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki smitaður af Covid-19. Hann fór í sóttkví síðustu viku eftir að starfsmaður á Bessastöðum reyndist smitaður en fékk neikvætt út úr skimun í morgun.

Innlent