Covid-19 ætti ekki að fæla fólk frá því að sækja sér jólatré Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2020 08:02 Tré sótt í Brynjudal. Mynd/Ragnhildur Freysteinsdóttir „Staðan er nú bara eins og verið hefur; við erum að fá hópa og fella tré og selja í heildsölu. Ég held reyndar að í ár verði fólk kannski að plana með styttri fyrirvara, því ástandið er búið að vera eins og það er. Fólk er kannski ekkert að hugsa fram í tímann fyrr en næstu leiðbeiningar koma.“ Þetta segir Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands, spurð að því hvernig horfir varðandi aðsókn í Brynjudalsskóg í aðdraganda jóla. Félagið hefur tekið á móti hópum í jólatrjáaleit í mörg ár og að sögn Ragnhildar er ekki útlit fyrir að breyting verði þar á, þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn. „Það er ekkert mál að ná sér í tré í skóginum,“ segir hún. „Eini snertipunkturinn er þar sem verið er að pakka trjánum í tromlurnar og þar er fólk með grímur og hanska. Við höfum hvatt fólk til að koma á rútu frekar en hitt en það verður ekki í ár, við gerum ráð fyrir að fólk komi frekar á bílnum.“ Ragnhildur segist ekki sjá mun á fjölda bókana nú frá því í fyrra, nema hvað að fólk hafi verið seinna að stökkva til. Í venjulegu ári séu fyrirtæki og starfsmannahópar farnir að bóka í ágúst en nú sé fólk að sjá til hvernig Covid-19 faraldurinn og sóttvarnaráðstafanir þróast. Tromlurnar og kósýheit í Brynjudal í Hvalfirði.Skógræktarfélag Íslands En nú koma margir hópar á rútum, eins og fyrr segir, og safna trjánum í rúturnar eða jafnvel flutningabíla sem fylgja með. Hvernig sér hún fyrir sér að þetta verði í ár? „Ef fólk er að taka venjuleg stofutré þá eru þau um tveir metrar og þá kemst það í bílinn. Þá er tromlan eini hættupunkturinn. Ég geri ráð fyrir að engir séu að koma á rútum núna, fólk mætir væntanlega á sínum bíl og tekur sitt tré. En ef það er að safna trjánum saman þá þarf að hugsa fyrir því; spritt og grímur.“ Á staðnum er lítið hús þar sem hóparnir hafa gjarnan komið saman og borðað nesti en Ragnhildur segist gera ráð fyrir því að einmitt vegna þess að flestir, ef ekki allir, muni koma á einkabílum þá verði meira rennsli á fólki. „Við höfum í raun gert ráð fyrir að það gildi í kofanum þessar almennu reglur og það sé passað upp á að það séu ekki of mikið í einu,“ segir hún. Þá verði þeir sem verða með veitingar að gera ráðstafanir, hvort sem það sé að útbúa böggla sem fólki sé afhent eða biðja fólk um að koma með eigið nesti. Ragnhildur segist mögulega gera ráð fyrir meiri aðsókn en undanfarin ár. „Fólk er búið að vera að nota skógana til útivistar í kófinu og það er alveg möguleiki að sumir vilji ná sér sjálfir í tré frekar en að fara út í búð. Þetta er opnara og meira loft og auðveldara að halda fjarlægð.“ Skógræktarfélag Reykjavíkur Möglega meiri sala vegna færri ferðalaga Að sögn Trausta Jóhannssonar, skógarvarðar á Selfossi, er óvíst hvort Skógrækt ríkisins mun bjóða upp á það þessi jól að fólk komi og sæki eigið jólatré. „Ef léttir verður mögulega opið,“ segir hann og vísar þar til sóttvarnaaðgerða. „En ég held að almenn sala í búðir breytist ekki mikið, nema maður vonast til að selja meira því að fólk verður minna að fara til útlanda.“ Í Jólaskógi Skógræktar Reyjavíkur á Hólmsheiði verður gætt að sóttvörnum í hvívetna, að sögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, viðburðastjóra. „Þar verður sótthreinsistöð og hver einasta sög sótthreinsuð á milli gesta.“ Guðfinna segir alla starfsmenn mjög meðvitaða um sóttvarnir og að allir viðburðir í desember muni taka mið af gildandi reglum en auk Jólaskógarins stendur Skógrækt Reykjavíkur fyrir jólamarkaði við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk allar helgar í aðventu og jólatréssölu á Lækjartorgi í samstarfi við Reykjavíkurborg. „Við hugsum þetta allt á þeim forsendum að fækka öllum mögulegum snertiflötum. Allt okkar starfsfólk er upplýst og meðvitað og í afgreiðslunni mun bara einn og einn, eða ein fjölskylda, koma inn í einu að borga. Það hafa allir mögulegir þættir verið útfærðir útfrá þessu,“ segir Guðfinna um Covid-19 ráðastafanir. Jól Skógrækt og landgræðsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
„Staðan er nú bara eins og verið hefur; við erum að fá hópa og fella tré og selja í heildsölu. Ég held reyndar að í ár verði fólk kannski að plana með styttri fyrirvara, því ástandið er búið að vera eins og það er. Fólk er kannski ekkert að hugsa fram í tímann fyrr en næstu leiðbeiningar koma.“ Þetta segir Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands, spurð að því hvernig horfir varðandi aðsókn í Brynjudalsskóg í aðdraganda jóla. Félagið hefur tekið á móti hópum í jólatrjáaleit í mörg ár og að sögn Ragnhildar er ekki útlit fyrir að breyting verði þar á, þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn. „Það er ekkert mál að ná sér í tré í skóginum,“ segir hún. „Eini snertipunkturinn er þar sem verið er að pakka trjánum í tromlurnar og þar er fólk með grímur og hanska. Við höfum hvatt fólk til að koma á rútu frekar en hitt en það verður ekki í ár, við gerum ráð fyrir að fólk komi frekar á bílnum.“ Ragnhildur segist ekki sjá mun á fjölda bókana nú frá því í fyrra, nema hvað að fólk hafi verið seinna að stökkva til. Í venjulegu ári séu fyrirtæki og starfsmannahópar farnir að bóka í ágúst en nú sé fólk að sjá til hvernig Covid-19 faraldurinn og sóttvarnaráðstafanir þróast. Tromlurnar og kósýheit í Brynjudal í Hvalfirði.Skógræktarfélag Íslands En nú koma margir hópar á rútum, eins og fyrr segir, og safna trjánum í rúturnar eða jafnvel flutningabíla sem fylgja með. Hvernig sér hún fyrir sér að þetta verði í ár? „Ef fólk er að taka venjuleg stofutré þá eru þau um tveir metrar og þá kemst það í bílinn. Þá er tromlan eini hættupunkturinn. Ég geri ráð fyrir að engir séu að koma á rútum núna, fólk mætir væntanlega á sínum bíl og tekur sitt tré. En ef það er að safna trjánum saman þá þarf að hugsa fyrir því; spritt og grímur.“ Á staðnum er lítið hús þar sem hóparnir hafa gjarnan komið saman og borðað nesti en Ragnhildur segist gera ráð fyrir því að einmitt vegna þess að flestir, ef ekki allir, muni koma á einkabílum þá verði meira rennsli á fólki. „Við höfum í raun gert ráð fyrir að það gildi í kofanum þessar almennu reglur og það sé passað upp á að það séu ekki of mikið í einu,“ segir hún. Þá verði þeir sem verða með veitingar að gera ráðstafanir, hvort sem það sé að útbúa böggla sem fólki sé afhent eða biðja fólk um að koma með eigið nesti. Ragnhildur segist mögulega gera ráð fyrir meiri aðsókn en undanfarin ár. „Fólk er búið að vera að nota skógana til útivistar í kófinu og það er alveg möguleiki að sumir vilji ná sér sjálfir í tré frekar en að fara út í búð. Þetta er opnara og meira loft og auðveldara að halda fjarlægð.“ Skógræktarfélag Reykjavíkur Möglega meiri sala vegna færri ferðalaga Að sögn Trausta Jóhannssonar, skógarvarðar á Selfossi, er óvíst hvort Skógrækt ríkisins mun bjóða upp á það þessi jól að fólk komi og sæki eigið jólatré. „Ef léttir verður mögulega opið,“ segir hann og vísar þar til sóttvarnaaðgerða. „En ég held að almenn sala í búðir breytist ekki mikið, nema maður vonast til að selja meira því að fólk verður minna að fara til útlanda.“ Í Jólaskógi Skógræktar Reyjavíkur á Hólmsheiði verður gætt að sóttvörnum í hvívetna, að sögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, viðburðastjóra. „Þar verður sótthreinsistöð og hver einasta sög sótthreinsuð á milli gesta.“ Guðfinna segir alla starfsmenn mjög meðvitaða um sóttvarnir og að allir viðburðir í desember muni taka mið af gildandi reglum en auk Jólaskógarins stendur Skógrækt Reykjavíkur fyrir jólamarkaði við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk allar helgar í aðventu og jólatréssölu á Lækjartorgi í samstarfi við Reykjavíkurborg. „Við hugsum þetta allt á þeim forsendum að fækka öllum mögulegum snertiflötum. Allt okkar starfsfólk er upplýst og meðvitað og í afgreiðslunni mun bara einn og einn, eða ein fjölskylda, koma inn í einu að borga. Það hafa allir mögulegir þættir verið útfærðir útfrá þessu,“ segir Guðfinna um Covid-19 ráðastafanir.
Jól Skógrækt og landgræðsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira