Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Kynnti lang­tíma­á­ætlun um til­slakanir næstu tvo mánuði

Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Breska af­brigðið auki líkur á inn­lögn

Ný norsk rannsókn sýnir að fólk er 2,6 sinnum líklegra til þess að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda ef það smitast af breska afbrigðinu samanborið við upprunalega afbrigðið. Breska afbrigðið hefur verið í mikilli útbreiðslu í Noregi.

Erlent
Fréttamynd

Spá 700 þúsund ferða­mönnum í ár

Þjóðhagsspá sem kom út í dag samhliða útgáfu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár. Fjármálaráðherra segir bólusetningar þar lykilatriði og að gangur þeirra muni skera úr um hvort spárnar rætist.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný af­brigði á­hyggju­efni fyrir sam­fé­lagið

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu

Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul.

Innlent
Fréttamynd

Fólk sent í sótt­kví eftir nám­skeið hjá KSÍ um helgina

Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið

Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns.

Innlent
Fréttamynd

AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum

Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið.

Erlent
Fréttamynd

Forsetaframbjóðandi lést úr Covid rétt eftir kosningar

Guy-Brice Parfait Kolelas, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar og forsetaframbjóðandi í Vestur-Kongó, lést af völdum Covid-19 aðeins nokkrum klukkustundum eftir að kjörstöðum var lokað í gær. Kolelas var einn af sex mótframbjóðendum Denis Sassou Nguesso, sitjandi forseta.

Erlent
Fréttamynd

Útgöngubann vegna glundroða á Miami-strönd

Borgaryfirvöld á Miami-strönd í Bandaríkjunum lýstu yfir neyðarástandi og komu á útgöngubanni á kvöldin til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir að þúsundir skemmtanaglaðra ferðamanna í vorfríi söfnuðust saman í borginni um helgina. Lögregla notaði piparúða til að dreifa mannfjöldanum.

Erlent
Fréttamynd

21 kórónuveirusmit um helgina

Alls greindist 21 með kórónuveiruna um helgina. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans í samtali við Vísi, en inni í þessari tölu eru smit tíu skipverja á súrálsskipi sem kom til hafnar á Reyðarfirði á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Gefa seinni skammt af Pfizer-bóluefninu

Seinni bólusetning með bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni fer fram í Laugardalshöll í dag og á morgun fyrir þá sem fengu fyrri skammtinn fyrir 4. mars. Boð hafa þegar verið send fólki með smáskilaboðum.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur innanlandssmit um helgina og ekki allir í sóttkví

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að nokkrir hefðu greinst með kórónuveiruna innanlands um helgina en endanleg tala lægi ekki fyrir. Á meðal þeirra sem hafa greinst með veiruna eru kennari í Laugarnesskóla og leikmaður Fylkis í meistaraflokki karla í fótbolta.

Innlent
Fréttamynd

Ekki útilokað að ferðabann verði framlengt

Varnarmálaráðherra Bretlands segir ekki hægt að útiloka þann möguleika að ferðabann verði framlengt í því skyni að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Það sé því ekki skynsamlegt að bóka utanlandsferðir eins og staðan sé núna.

Erlent