„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. mars 2021 11:46 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðgreiningar, telur að fjórða bylgja faraldursins sé hafin. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst síðan 30. nóvember. Þrír voru utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru allir í sóttkví. Þar á meðal eru ellefu börn í Laugarnesskóla sem greindust með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum að hertum aðgerðum innanlands til heilbrigðisráðherra og kemur ríkisstjórnin saman til aukafundar í dag til að ræða þær tillögur. Í kjölfarið verður að öllum líkindum boðað til blaðamannafundar. „Ég held að það sé kominn tími til að skella öllu í lás og ég yrði mjög hissa ef það yrði ekki gert. Ástandið er þannig að ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi. Ég held að það væri barnaskapur að reikna með einhverju öðru. Ég yrði steinhissa ef það yrði ekki skellt í lás í dag og við hefðum betur gert það strax á mánudaginn,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir engar tölur liggja fyrir sem geri það kleift að spá fyrir um hversu útbreitt smitið er en segir mjög líklegt að það sé komið ansi víða. Spurður út í hvaða hertu aðgerðir hann sjái fyrir sér nefnir hann tíu manna samkomubann og lokanir staða eins og leikhúsa og kvikmyndahúsa. „Því þetta er býsna alvarlegt og þú manst hvað þriðja bylgjan var okkur erfið og dýr. Ef við grípum í taumana harkalega núna þá er sá möguleiki fyrir hendi að þetta þurfi ekki að endast mjög lengi.“ Raðgreining smitanna sem komu upp um helgina hefur leitt í ljós að smitin eigin rætur sínar í einhverju sem hefur komist inn í landið framhjá kerfinu sem viðhaft er á landamærunum. „Því að þetta eru smit með stökkbreytingarmynstur sem hefur ekki sést á landamærum. Þannig að það hefur eitthvað lekið í gegn,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst síðan 30. nóvember. Þrír voru utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru allir í sóttkví. Þar á meðal eru ellefu börn í Laugarnesskóla sem greindust með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum að hertum aðgerðum innanlands til heilbrigðisráðherra og kemur ríkisstjórnin saman til aukafundar í dag til að ræða þær tillögur. Í kjölfarið verður að öllum líkindum boðað til blaðamannafundar. „Ég held að það sé kominn tími til að skella öllu í lás og ég yrði mjög hissa ef það yrði ekki gert. Ástandið er þannig að ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi. Ég held að það væri barnaskapur að reikna með einhverju öðru. Ég yrði steinhissa ef það yrði ekki skellt í lás í dag og við hefðum betur gert það strax á mánudaginn,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir engar tölur liggja fyrir sem geri það kleift að spá fyrir um hversu útbreitt smitið er en segir mjög líklegt að það sé komið ansi víða. Spurður út í hvaða hertu aðgerðir hann sjái fyrir sér nefnir hann tíu manna samkomubann og lokanir staða eins og leikhúsa og kvikmyndahúsa. „Því þetta er býsna alvarlegt og þú manst hvað þriðja bylgjan var okkur erfið og dýr. Ef við grípum í taumana harkalega núna þá er sá möguleiki fyrir hendi að þetta þurfi ekki að endast mjög lengi.“ Raðgreining smitanna sem komu upp um helgina hefur leitt í ljós að smitin eigin rætur sínar í einhverju sem hefur komist inn í landið framhjá kerfinu sem viðhaft er á landamærunum. „Því að þetta eru smit með stökkbreytingarmynstur sem hefur ekki sést á landamærum. Þannig að það hefur eitthvað lekið í gegn,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira