Allir frá rauðum löndum í sótttvarnahús Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2021 19:20 Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að afbrigði sem eru meira smitandi eins og breska afbrigðið af kórónuveirunni nái fótfestu í landinu. Stöð 2/Sigurjón Börn fædd árið 2005 eða síðar skulu fara í sýnatöku við komuna til landsins eins og fullorðnir og allir sem koma frá hásmitasvæðum verður gert að taka sóttkví út í sóttvarnahúsi frá og með fyrsta apríl. Verið er að leita að hótelum til að hýsa þetta fólk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fundaði með formönnum stjórnarflokkanna fyrir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann hafði áður sent heilbrigðisráðherra minnisblað um breyttar aðgerðir á landamærunum. Hvað er þá helst hægt að gera, skikka fólk í sóttvarnahús eða hvað? „Já það er eitt af því, að ger það. Því við erum að sjá þessi smit sem koma inn koma í tengslum við að fólk er kannski ekki alveg að halda sóttkví eins vel og það ætti að gera og við viljum einhvern veginn reyna að girða fyrir það,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti þá tillögu sóttvarnalæknis að fólk frá eldrauðum löndum í Evrópu þurfi allt að taka sóttkví milli tvöfaldrar sýnatöku við komuna til landsins út í sóttvarnahúsi. Þær reglur taki gildi hinn 1. apríl. „Þetta sem við erum að tala um sem eldrauð lönd eru þau lönd þar sem smitið og útbreiðslan er hvað mest. Þar undir eru til dæmis Pólland og Ungverjaland og fleiri lönd,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir segir taka einhverja daga að ganga frá samningum við hótel þannig að hægt sé að koma öllum farþegum frá rauðum löndum fyrir í sóttvarnahúsi.Stöð 2/Arnar Þannig að hvort sem það eru Íslendingar eða erlendir ferðamenn þá fari allir í sóttvarnahús sem komi frá vissum svæðum? „Já, það er í raun og veru það sem við erum að leggja til. Við sjáum að það mun taka einhverja daga að koma þessu í kring. Við erum að vinna að því að leigja hótel og fleiri rými til að geta gert þetta svona,“ segir Svandís. Þá verði þau sem greinist með hættulegri afbrigði af veirunni einnig að dvelja í sóttvarnahúsi. Heilbrigðisráðherra samþykkti einnig þá tillögu Þórólfs að börn fædd 2005 og síðar þurfi að sömuleiðis að fara í sóttvarnahús með þeim fullorðnu einstaklingum sem þau koma með til landsins. Enda vísbendingar um að breska afbrigðið leggist einnig á börn. „Það eru upplýsingar til dæmis frá Noregi um að yngri aldurshópar séu að sýkjast. Kannski veikjast meira en áður og leggjast jafnvel inn. Þannig að við þurfum þá að endurskoða hvort börn gætu hugsanlega verið að bera með sér veiruna hingað inn,“ sagði Þórólfur Guðnason. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fundaði með formönnum stjórnarflokkanna fyrir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann hafði áður sent heilbrigðisráðherra minnisblað um breyttar aðgerðir á landamærunum. Hvað er þá helst hægt að gera, skikka fólk í sóttvarnahús eða hvað? „Já það er eitt af því, að ger það. Því við erum að sjá þessi smit sem koma inn koma í tengslum við að fólk er kannski ekki alveg að halda sóttkví eins vel og það ætti að gera og við viljum einhvern veginn reyna að girða fyrir það,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti þá tillögu sóttvarnalæknis að fólk frá eldrauðum löndum í Evrópu þurfi allt að taka sóttkví milli tvöfaldrar sýnatöku við komuna til landsins út í sóttvarnahúsi. Þær reglur taki gildi hinn 1. apríl. „Þetta sem við erum að tala um sem eldrauð lönd eru þau lönd þar sem smitið og útbreiðslan er hvað mest. Þar undir eru til dæmis Pólland og Ungverjaland og fleiri lönd,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir segir taka einhverja daga að ganga frá samningum við hótel þannig að hægt sé að koma öllum farþegum frá rauðum löndum fyrir í sóttvarnahúsi.Stöð 2/Arnar Þannig að hvort sem það eru Íslendingar eða erlendir ferðamenn þá fari allir í sóttvarnahús sem komi frá vissum svæðum? „Já, það er í raun og veru það sem við erum að leggja til. Við sjáum að það mun taka einhverja daga að koma þessu í kring. Við erum að vinna að því að leigja hótel og fleiri rými til að geta gert þetta svona,“ segir Svandís. Þá verði þau sem greinist með hættulegri afbrigði af veirunni einnig að dvelja í sóttvarnahúsi. Heilbrigðisráðherra samþykkti einnig þá tillögu Þórólfs að börn fædd 2005 og síðar þurfi að sömuleiðis að fara í sóttvarnahús með þeim fullorðnu einstaklingum sem þau koma með til landsins. Enda vísbendingar um að breska afbrigðið leggist einnig á börn. „Það eru upplýsingar til dæmis frá Noregi um að yngri aldurshópar séu að sýkjast. Kannski veikjast meira en áður og leggjast jafnvel inn. Þannig að við þurfum þá að endurskoða hvort börn gætu hugsanlega verið að bera með sér veiruna hingað inn,“ sagði Þórólfur Guðnason.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira