„Ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. mars 2021 12:34 Jóhann Björn Skúlason er yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Vísir/Baldur Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir erfitt að segja til um hversu mikið samfélagslegt smit er orðið eða hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin. Áhyggjur séu af því að eitthvað svipað geti gerst annars staðar og hefur gerst í Laugarnesskóla eftir að kennari í skólanum greindist með veiruna um helgina. Ellefu nemendur við skólann greindust í gær og voru þeir allir í sóttkví. Nú skömmu fyrir hádegi voru um hundrað nemendur og á þriðja tug starfsmanna komnir í sóttkví en fleiri starfsmenn gætu bæst við í dag. „Þetta er afmarkaður hópur en þar sem við vitum ekki hvaðan uppruninn er, það er hvaðan þetta smit er að koma, þá getum við ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þá höfum við áhyggjur af því að eitthvað svona geti gerst á fleiri stöðum eða blossað upp annars staðar,“ segir Jóhann Björn í samtali við fréttastofu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að breska afbrigðið væri nú ráðandi. Smitin sem komu upp um helgina voru af þeim stofni og þótt raðgreining liggi ekki fyrir varðandi smit gærdagsins er talið líklegast að þar sé einnig breska afbrigðið á ferð. Það afbrigði er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Spurður út í það hvort búast megi þar af leiðandi við því að fleiri af þeim sem hafa farið í sóttkví nú greinist en áður við svipaðar aðstæður segir Jóhann það eiga eftir að koma í ljós. „Það er ekkert óeðlilegt við það að það fari margir í sóttkví þegar upp koma svona tilfelli og við erum með jafnopið samfélag við erum með núna.“ Jóhann segir að í ljósi stöðunnar sé ástæða fyrir fólk að huga að sínu nærumhverfi og meta áhættuna af því að vera í mörgum hópum og vera að hitta mjög marga. Þá hvetur hann almenning til að hafa sem lægstan þröskuld fyrir sýnatöku, það er að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Áhyggjur séu af því að eitthvað svipað geti gerst annars staðar og hefur gerst í Laugarnesskóla eftir að kennari í skólanum greindist með veiruna um helgina. Ellefu nemendur við skólann greindust í gær og voru þeir allir í sóttkví. Nú skömmu fyrir hádegi voru um hundrað nemendur og á þriðja tug starfsmanna komnir í sóttkví en fleiri starfsmenn gætu bæst við í dag. „Þetta er afmarkaður hópur en þar sem við vitum ekki hvaðan uppruninn er, það er hvaðan þetta smit er að koma, þá getum við ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þá höfum við áhyggjur af því að eitthvað svona geti gerst á fleiri stöðum eða blossað upp annars staðar,“ segir Jóhann Björn í samtali við fréttastofu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að breska afbrigðið væri nú ráðandi. Smitin sem komu upp um helgina voru af þeim stofni og þótt raðgreining liggi ekki fyrir varðandi smit gærdagsins er talið líklegast að þar sé einnig breska afbrigðið á ferð. Það afbrigði er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Spurður út í það hvort búast megi þar af leiðandi við því að fleiri af þeim sem hafa farið í sóttkví nú greinist en áður við svipaðar aðstæður segir Jóhann það eiga eftir að koma í ljós. „Það er ekkert óeðlilegt við það að það fari margir í sóttkví þegar upp koma svona tilfelli og við erum með jafnopið samfélag við erum með núna.“ Jóhann segir að í ljósi stöðunnar sé ástæða fyrir fólk að huga að sínu nærumhverfi og meta áhættuna af því að vera í mörgum hópum og vera að hitta mjög marga. Þá hvetur hann almenning til að hafa sem lægstan þröskuld fyrir sýnatöku, það er að fara í sýnatöku við minnstu einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira