Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. Innlent 24.3.2021 18:13 Landspítalinn færður upp á hættustig á miðnætti Landspítalinn verður færður upp á hættustig á miðnætti í kvöld, um leið og hertar samkomutakmarkanir taka gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Innlent 24.3.2021 18:04 Þrjátíu í sóttkví vegna smits hjá gesti World Class Lauga Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að gestur stöðvarinnar greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi. Innlent 24.3.2021 17:33 Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. Viðskipti innlent 24.3.2021 16:58 Íþróttafólk með böggum hildar eftir tíðindi dagsins: NEEEEEEEEIIIIII Hljóðið í íslensku íþróttafólki og íslenskum íþróttaunnendum á samfélagsmiðlum var vægast sagt þungt eftir tíðindi dagsins. Sport 24.3.2021 16:53 Konum á miðjum aldri hættara við langtímaveikindum af Covid Rannsóknir á Bretlandi benda til þess að konur á fimmtugs- og sextugsaldri sem leggja þarf inn á sjúkrahús með Covid-19 séu líklegri en aðrir til þess að lenda í langvarandi einkennum eftir að þær eru útskrifaðar. Þær sem eiga fyrir við undirliggjandi heilsubrest að stríða virðast einnig í meiri áhættu. Erlent 24.3.2021 16:41 Viðbrögð í Verzló: „Hendum í eitt hópsmit seinasta daginn“ Nemendur á þriðja ári í Verzló brugðust við þeim tíðindum að staðnám yrði óheimilt fram yfir páska frá og með morgundeginum með því að stíga trylltan dans með símana á lofti í skólanum. Innlent 24.3.2021 16:24 Sóttvarnalæknir lagði til strangari reglur fyrir veitingastaði og útfarir Heilbrigðisráðherra fylgdi tillögum sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaðgerðir vegna kórónuveirunnar í öllum meginatriðum. Sóttvarnalæknir lagði þó til enn strangari fjöldatakmörk við trúarathafnir og á veitingastöðum en teknar verða upp. Innlent 24.3.2021 16:05 Ekki leikið í kvöld Ekki verður leikið í Domino's deild kvenna í körfubolta og Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Sport 24.3.2021 15:51 Ætla að bólusetja aftur með AstraZeneca Byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefni AstraZeneca á næstunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta á blaðamananfundi þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar í Hörpu í dag. Innlent 24.3.2021 15:16 Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. Sport 24.3.2021 15:14 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. Innlent 24.3.2021 15:09 Fótboltastrákurinn fyrst í sóttkví „en svo fór boltinn að rúlla“ „Þetta lítur bara alls ekki vel út. Engum blöðum er um það að fletta.“ Þetta segir Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir í Laugarneshverfi, en hún er í þeirri stöðu að börnin hennar þrjú eru ýmist í sóttkví eða úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar í Laugarnesskóla. Innlent 24.3.2021 14:42 Tólf í sóttkví vegna smits hjá gesti á leiksýningu Tólf eru komnir í sóttkví eftir að barn sem var gestur á sýningu í Þjóðleikhúsinu greindist með kórónuveiruna. Innlent 24.3.2021 14:25 Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. Erlent 24.3.2021 13:58 Svona var blaðamannafundurinn vegna hertra aðgerða innanlands Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun kynna hertar aðgerðir innanlands á blaðamannafundi í Hörpu klukkan 15. Vísir verður í beinni frá fundinum og hefst útsendingin klukkan 14:50. Innlent 24.3.2021 13:50 „Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Innlent 24.3.2021 13:22 „Ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar“ Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir erfitt að segja til um hversu mikið samfélagslegt smit er orðið eða hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin. Innlent 24.3.2021 12:34 Kortleggja áhrif hópsýkingar á skólastarf Ellefu nemendur við Laugarnesskóla greindust með Covid-19 smit eftir sýnatöku gærdagsins. Í heild hafa því þrettán smit greinst í skólanum, tólf nemendur og einn kennari. Innlent 24.3.2021 12:26 Sálræn vandamál í kjölfar COVID-19 Óvissan er ennþá töluverð í þjóðfélaginu um þessar mundir í tengslum við COVID-19. Staða smita breytist ört og mikið óöryggi um framhaldið – erum við að ná tökum á veirunni – er allt að fara úr böndunum aftur? Þessi óvissa getur skapað óöryggi hjá fólki og ótta um sig og sína nánustu, fjölskyldu, vini, kunningja og samstarfsfólk. Skoðun 24.3.2021 12:01 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. Innlent 24.3.2021 11:46 Tillögurnar frá Þórólfi komnar til Svandísar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaði um tillögur að aðgerðum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við Vísi. Innlent 24.3.2021 11:40 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. Innlent 24.3.2021 11:30 ESB hyggst takmarka útflutning á bóluefni Ríki utan Evrópusambandsins þurfa sérstakt leyfi til þess að fá að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni þaðan samkvæmt hertum takmörkunum sem búist er við að verði kynntar í Brussel í dag. Takmarkanirnar eru taldar koma harðast niður á Bretlandi og Bandaríkjunum. Erlent 24.3.2021 10:55 Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. Innlent 24.3.2021 10:54 Ríkisstjórnin fundar um hertar aðgerðir innanlands Ríkisstjórnin kemur saman til aukafundar síðar í dag til að ræða tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um hertar aðgerðir innanlands vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Innlent 24.3.2021 10:31 Kári vill að stjórnvöld skelli öllu í lás Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru utan sóttkvíar og hinir fjórtán í sóttkví. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að stjórnvöld skelli öllu í lás. Innlent 24.3.2021 09:49 Vaktin: Ráðherrar leggjast yfir tillögur Þórólfs og kynna aðgerðir Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu í morgun til aukaupplýsingafundar klukkan 11 í dag. Hálftíma síðar var hætt við fundinn. Innlent 24.3.2021 09:31 Tímasetningin „eins slæm og hugsast getur“ Skólastjóri Laugalækjarskóla segir að skimunarsóttkví sem allir nemendur skólans hafa verið sendir í á morgun, 24. mars, gæti varla hafa komið á verri tíma. Árshátíð 8.-10. bekkja skólans, hápunktur ársins, átti að fara fram á morgun en hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástandsins. Innlent 24.3.2021 00:13 Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. Innlent 23.3.2021 22:43 « ‹ 149 150 151 152 153 154 155 156 157 … 334 ›
Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. Innlent 24.3.2021 18:13
Landspítalinn færður upp á hættustig á miðnætti Landspítalinn verður færður upp á hættustig á miðnætti í kvöld, um leið og hertar samkomutakmarkanir taka gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Innlent 24.3.2021 18:04
Þrjátíu í sóttkví vegna smits hjá gesti World Class Lauga Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að gestur stöðvarinnar greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi. Innlent 24.3.2021 17:33
Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. Viðskipti innlent 24.3.2021 16:58
Íþróttafólk með böggum hildar eftir tíðindi dagsins: NEEEEEEEEIIIIII Hljóðið í íslensku íþróttafólki og íslenskum íþróttaunnendum á samfélagsmiðlum var vægast sagt þungt eftir tíðindi dagsins. Sport 24.3.2021 16:53
Konum á miðjum aldri hættara við langtímaveikindum af Covid Rannsóknir á Bretlandi benda til þess að konur á fimmtugs- og sextugsaldri sem leggja þarf inn á sjúkrahús með Covid-19 séu líklegri en aðrir til þess að lenda í langvarandi einkennum eftir að þær eru útskrifaðar. Þær sem eiga fyrir við undirliggjandi heilsubrest að stríða virðast einnig í meiri áhættu. Erlent 24.3.2021 16:41
Viðbrögð í Verzló: „Hendum í eitt hópsmit seinasta daginn“ Nemendur á þriðja ári í Verzló brugðust við þeim tíðindum að staðnám yrði óheimilt fram yfir páska frá og með morgundeginum með því að stíga trylltan dans með símana á lofti í skólanum. Innlent 24.3.2021 16:24
Sóttvarnalæknir lagði til strangari reglur fyrir veitingastaði og útfarir Heilbrigðisráðherra fylgdi tillögum sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaðgerðir vegna kórónuveirunnar í öllum meginatriðum. Sóttvarnalæknir lagði þó til enn strangari fjöldatakmörk við trúarathafnir og á veitingastöðum en teknar verða upp. Innlent 24.3.2021 16:05
Ekki leikið í kvöld Ekki verður leikið í Domino's deild kvenna í körfubolta og Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Sport 24.3.2021 15:51
Ætla að bólusetja aftur með AstraZeneca Byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefni AstraZeneca á næstunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta á blaðamananfundi þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar í Hörpu í dag. Innlent 24.3.2021 15:16
Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. Sport 24.3.2021 15:14
Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. Innlent 24.3.2021 15:09
Fótboltastrákurinn fyrst í sóttkví „en svo fór boltinn að rúlla“ „Þetta lítur bara alls ekki vel út. Engum blöðum er um það að fletta.“ Þetta segir Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir í Laugarneshverfi, en hún er í þeirri stöðu að börnin hennar þrjú eru ýmist í sóttkví eða úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar í Laugarnesskóla. Innlent 24.3.2021 14:42
Tólf í sóttkví vegna smits hjá gesti á leiksýningu Tólf eru komnir í sóttkví eftir að barn sem var gestur á sýningu í Þjóðleikhúsinu greindist með kórónuveiruna. Innlent 24.3.2021 14:25
Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. Erlent 24.3.2021 13:58
Svona var blaðamannafundurinn vegna hertra aðgerða innanlands Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun kynna hertar aðgerðir innanlands á blaðamannafundi í Hörpu klukkan 15. Vísir verður í beinni frá fundinum og hefst útsendingin klukkan 14:50. Innlent 24.3.2021 13:50
„Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Innlent 24.3.2021 13:22
„Ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar“ Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir erfitt að segja til um hversu mikið samfélagslegt smit er orðið eða hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin. Innlent 24.3.2021 12:34
Kortleggja áhrif hópsýkingar á skólastarf Ellefu nemendur við Laugarnesskóla greindust með Covid-19 smit eftir sýnatöku gærdagsins. Í heild hafa því þrettán smit greinst í skólanum, tólf nemendur og einn kennari. Innlent 24.3.2021 12:26
Sálræn vandamál í kjölfar COVID-19 Óvissan er ennþá töluverð í þjóðfélaginu um þessar mundir í tengslum við COVID-19. Staða smita breytist ört og mikið óöryggi um framhaldið – erum við að ná tökum á veirunni – er allt að fara úr böndunum aftur? Þessi óvissa getur skapað óöryggi hjá fólki og ótta um sig og sína nánustu, fjölskyldu, vini, kunningja og samstarfsfólk. Skoðun 24.3.2021 12:01
„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. Innlent 24.3.2021 11:46
Tillögurnar frá Þórólfi komnar til Svandísar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaði um tillögur að aðgerðum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við Vísi. Innlent 24.3.2021 11:40
Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. Innlent 24.3.2021 11:30
ESB hyggst takmarka útflutning á bóluefni Ríki utan Evrópusambandsins þurfa sérstakt leyfi til þess að fá að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni þaðan samkvæmt hertum takmörkunum sem búist er við að verði kynntar í Brussel í dag. Takmarkanirnar eru taldar koma harðast niður á Bretlandi og Bandaríkjunum. Erlent 24.3.2021 10:55
Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. Innlent 24.3.2021 10:54
Ríkisstjórnin fundar um hertar aðgerðir innanlands Ríkisstjórnin kemur saman til aukafundar síðar í dag til að ræða tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um hertar aðgerðir innanlands vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Innlent 24.3.2021 10:31
Kári vill að stjórnvöld skelli öllu í lás Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru utan sóttkvíar og hinir fjórtán í sóttkví. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að stjórnvöld skelli öllu í lás. Innlent 24.3.2021 09:49
Vaktin: Ráðherrar leggjast yfir tillögur Þórólfs og kynna aðgerðir Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu í morgun til aukaupplýsingafundar klukkan 11 í dag. Hálftíma síðar var hætt við fundinn. Innlent 24.3.2021 09:31
Tímasetningin „eins slæm og hugsast getur“ Skólastjóri Laugalækjarskóla segir að skimunarsóttkví sem allir nemendur skólans hafa verið sendir í á morgun, 24. mars, gæti varla hafa komið á verri tíma. Árshátíð 8.-10. bekkja skólans, hápunktur ársins, átti að fara fram á morgun en hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástandsins. Innlent 24.3.2021 00:13
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. Innlent 23.3.2021 22:43