Innlent

Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Makar eða stuðningsaðilar verða verða kallaðir til þegar það er tímabært en bíða utan spítalans þangað til.
Makar eða stuðningsaðilar verða verða kallaðir til þegar það er tímabært en bíða utan spítalans þangað til.

Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar.

Þetta kemur fram í frétt á vef Landspítalans frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans.

Þar segir að maka eða stuðningsaðila konu sé velkomið að vera við fæðingu barns á síðustu stigum fæðingarferlisins. Viðkomandi verði kallaður til þegar það er tímabært en bíður utan spítalans þangað til.

Þá verða allir sjúklingar sem flytjast frá Landspítala eftir meira en 48 klukkustunda legu á spítalanum skimaðir fyrir Covid-19 fyrir útskrift, ef þeir eru að fara á aðrar stofnanir eða í skipulagða heimaþjónustu.

Þetta gildir óháð því hvort sjúklingur hefur verið bólusettur.

Stjórnendum er falið að skipuleggja hópaskiptingu á sínum einingum í samræmi við gildandi takmarkanir um hópamyndun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×