Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti nýjar hömlur á útflutning bóluefnis gegn kórónuveirunni í gær. Með reglugerð verður útflutningur á bóluefni frá aðildarríkjunum skilyrtur við hvort að bólusetningartíðni í innflutningslandinu sé hærri en innan sambandsins og hvort að innflutningslandið leyfi útflutning á bóluefni á móti. Ísland var á meðal ríkja sem reglugerðin var sögð ná til en stjórnvöld hér á landi hafa verið í samstarfi við Evrópusambandið um bóluefni gegn kórónuveirunni. Noregur og fleiri ríki voru á listanum yfir ríki sem reglugerðin átti að ná yfir. Þrátt fyrir að Morgunblaðið hefði slegið því upp á vefsíðu sinni í gærkvöldi að ESB hefði „bannað útflutning“ bóluefnis til Íslands og á forsíðu blaðsins í morgun að bóluefni frá Evrópu væri í „uppnámi“, greindu forsætis- og utanríkisráðuneytið frá því þegar í gærkvöldi að útflutningshömlurnar hefðu ekki áhrif á afhendingu bóluefna til Íslands frá aðildarríkjum sambandsins. Sendinefnd ESB á Íslandi segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að framkvæmdastjórnin hafi veitt fullvissu um að afhending á bóluefni til Íslands verði ekki fyrir áhrifum af útflutningstakmörkununum. Hafnar hún því jafnframt að í reglugerðinni felist útflutningsbann. Reglugerðin var birt í stjórnartíðindum ESB í dag og tekur gildi á morgun. Ísland fær áfram úthlutað bóluefni frá Evrópu í hlutfalli við íbúafjölda samkvæmt samningi um kaup á bóluefnum samkvæmt tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær. Hluti af deilum um afhendingu á bóluefni til ESB ESB hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hversu hægt hefur gengið að bólusetja gegn veirunni í álfunni, ekki síst nú þegar þriðja bylgja faraldursins er þegar skollin á í mörgum ríkjum. Hlutfallslega mun fleiri hafa verið bólusettir í Bandaríkjunum og Bretlandi en í aðildarríkjum sambandsins. Sambandið hefur meðal annars deilt við bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca sem það sakar um að hafa ekki staðið við gerða samninga um afhendingu bóluefnis. Fulltrúar AstraZeneca hafa borið fyrir sig vandræði í framleiðslu á bóluefninu og neita því að fyrirtækið virði ekki samninginn við ESB. Sambandið telur að samingurinn kveði á um að það eigi rétt á bóluefni sem fyrirtækið framleiðir í tveimur verksmiðjum á Bretlandi. Í rökstuðningi fyrir reglugerðinni í gær benti framkvæmdastjórnin á að um 43 milljónir skammta af bóluefnum hafi verið fluttar frá aðildarríkjunum til 33 ríkja, þar af um ellefu milljónir skammta til Bretlands. Ekkert hefur verið flutt af bóluefni frá Bretlandi til Evrópu og hefur ESB sakað bresk og bandarísk stjórnvöld um að liggja á bóluefni eins og ormur á gulli. Því kaus framkvæmdastjórn ESB nú að leggja til heimildir til að skilyrða útflutning á bóluefni til annarra ríkja við það hvort að þau takmarki sjálf útflutning á bóluefni eða hráefni í þau. Einnig verði útflutningurinn metinn eftir því hvort að bólusetning gangi betur eða verr í innflutningsríkinu en innan ESB. „Opnir vegir ættu að liggja í báðar áttir,“ var haft eftir von der Leyen forseta í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar í gær. Heimildir til að hefta útflutning á bóluefni frá ESB-ríkjum voru þegar til staðar en þær hafa aðeins verið notaðar einu sinni til þessa, þegar Ítalir stöðvuðu sendingu á um 250.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca sem voru framleiddir þar í landi til Ástralíu í byrjun mars. Sitjum við sama borð og aðildarríki ESB Endanlegt markmið reglugerðar ESB nú, sem er lýst sem „gegnsæis- og leyfiskerfi“, er að tryggja að útflutningur á bóluefni þaðan hægi ekki á bólusetningu fyrir íbúa álfunnar. Framkvæmdastjórnin hefur sagst óska þess að hún þurfi ekki að takmarka útflutning til ríkja en reglugerðin opnar á þann möguleika að hætt verði að flytja bóluefni til Bretlands og Bandaríkjanna ef þau koma í veg fyrir að bóluefni sem er framleitt þar sé flutt til Evrópu. Ekki er ljóst hvort að reglugerðin skili árangri og framboð á bóluefni aukist innan Evrópusambandsins. Verði sú raunin ætti Ísland að njóta góðs af því til jafns við ríki Evrópusambandsins samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðuneytisins. Samstarfið við ESB um kaup á bóluefni þýðir að bóluefnum sem framkvæmdastjórn ESB semur um er útdeilt hlutfallslega jafnt til þeirra þjóða sem eiga aðild að samningnum miðað við íbúafjölda, eins og kom fram í tilkynningu ráðuneytisins í gær. EFTA-ríkin utanveltu Þó að Ísland gæti á endanum hagnast á útflutningshömlum ESB fór reglugerðin eins og hún var kynnt í gær verulega fyrir brjóstið á íslenskum ráðamönnum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í síma og fékk skýr skilaboð frá henni um að hömlurnar hefðu ekki áhrif á afhendingu bóluefna til Íslands. Í tilkynningu forsætis- og utanríkisráðuneytisins í gærkvöldi kom fram að útflutningshömlur á vörum til EFTA-ríkjanna sem kveðið væri á um í reglugerðinni gengju í berhögg við EES-samninginn. Íslensk stjórnvöld hefðu krafist þess við framkvæmdastjórn ESB að reglugerðinni yrði breytt og Ísland formlega undanþegið hömlunum í samræmi við EES-samninginn. Staðgengill sendiherra ESB á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í gær og mótmælum íslenskra stjórnvalda komið til skila. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var ómyrkur í máli við Vísi í gærkvöldi. „Þetta er ekki boðlegt. Við lítum þetta alvarlegum augum. Hér er einfaldlega um það að ræða að við erum með samning sem heitir EES-samningurinn og það liggur alveg fyrir að þetta er ekki í samræmi við hann,“ sagði Guðlaugur Þór. Til stóð að Guðlaugur Þór ynni með utanríkisráðherra Noregs og utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar að lausn á málinu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem núningur við ESB af þessu tagi kemur upp í kórónuveirufaraldrinum. Þegar framkvæmdastjórn ESB kom á útflutningstakmörkunum á lækningavörur sem voru taldar nauðsynlegar í baráttunni gegn útbreiðslu veirunnar náði reglugerðin í fyrstu yfir EFTA-ríkin, þar á meðal Ísland. Framkvæmdastjórnin féllst á athugasemdir Íslands og annarra EFTA-ríkja og leiðrétti reglugerðina þannig að hún næði ekki til EFTA-ríkjanna í mars í fyrra. Þá líkt og nú ræddi Katrín forsætisráðherra við von der Leyen forseta um lausn á málinu. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Fréttaskýringar Tengdar fréttir Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. 24. mars 2021 13:58 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti nýjar hömlur á útflutning bóluefnis gegn kórónuveirunni í gær. Með reglugerð verður útflutningur á bóluefni frá aðildarríkjunum skilyrtur við hvort að bólusetningartíðni í innflutningslandinu sé hærri en innan sambandsins og hvort að innflutningslandið leyfi útflutning á bóluefni á móti. Ísland var á meðal ríkja sem reglugerðin var sögð ná til en stjórnvöld hér á landi hafa verið í samstarfi við Evrópusambandið um bóluefni gegn kórónuveirunni. Noregur og fleiri ríki voru á listanum yfir ríki sem reglugerðin átti að ná yfir. Þrátt fyrir að Morgunblaðið hefði slegið því upp á vefsíðu sinni í gærkvöldi að ESB hefði „bannað útflutning“ bóluefnis til Íslands og á forsíðu blaðsins í morgun að bóluefni frá Evrópu væri í „uppnámi“, greindu forsætis- og utanríkisráðuneytið frá því þegar í gærkvöldi að útflutningshömlurnar hefðu ekki áhrif á afhendingu bóluefna til Íslands frá aðildarríkjum sambandsins. Sendinefnd ESB á Íslandi segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að framkvæmdastjórnin hafi veitt fullvissu um að afhending á bóluefni til Íslands verði ekki fyrir áhrifum af útflutningstakmörkununum. Hafnar hún því jafnframt að í reglugerðinni felist útflutningsbann. Reglugerðin var birt í stjórnartíðindum ESB í dag og tekur gildi á morgun. Ísland fær áfram úthlutað bóluefni frá Evrópu í hlutfalli við íbúafjölda samkvæmt samningi um kaup á bóluefnum samkvæmt tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær. Hluti af deilum um afhendingu á bóluefni til ESB ESB hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hversu hægt hefur gengið að bólusetja gegn veirunni í álfunni, ekki síst nú þegar þriðja bylgja faraldursins er þegar skollin á í mörgum ríkjum. Hlutfallslega mun fleiri hafa verið bólusettir í Bandaríkjunum og Bretlandi en í aðildarríkjum sambandsins. Sambandið hefur meðal annars deilt við bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca sem það sakar um að hafa ekki staðið við gerða samninga um afhendingu bóluefnis. Fulltrúar AstraZeneca hafa borið fyrir sig vandræði í framleiðslu á bóluefninu og neita því að fyrirtækið virði ekki samninginn við ESB. Sambandið telur að samingurinn kveði á um að það eigi rétt á bóluefni sem fyrirtækið framleiðir í tveimur verksmiðjum á Bretlandi. Í rökstuðningi fyrir reglugerðinni í gær benti framkvæmdastjórnin á að um 43 milljónir skammta af bóluefnum hafi verið fluttar frá aðildarríkjunum til 33 ríkja, þar af um ellefu milljónir skammta til Bretlands. Ekkert hefur verið flutt af bóluefni frá Bretlandi til Evrópu og hefur ESB sakað bresk og bandarísk stjórnvöld um að liggja á bóluefni eins og ormur á gulli. Því kaus framkvæmdastjórn ESB nú að leggja til heimildir til að skilyrða útflutning á bóluefni til annarra ríkja við það hvort að þau takmarki sjálf útflutning á bóluefni eða hráefni í þau. Einnig verði útflutningurinn metinn eftir því hvort að bólusetning gangi betur eða verr í innflutningsríkinu en innan ESB. „Opnir vegir ættu að liggja í báðar áttir,“ var haft eftir von der Leyen forseta í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar í gær. Heimildir til að hefta útflutning á bóluefni frá ESB-ríkjum voru þegar til staðar en þær hafa aðeins verið notaðar einu sinni til þessa, þegar Ítalir stöðvuðu sendingu á um 250.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca sem voru framleiddir þar í landi til Ástralíu í byrjun mars. Sitjum við sama borð og aðildarríki ESB Endanlegt markmið reglugerðar ESB nú, sem er lýst sem „gegnsæis- og leyfiskerfi“, er að tryggja að útflutningur á bóluefni þaðan hægi ekki á bólusetningu fyrir íbúa álfunnar. Framkvæmdastjórnin hefur sagst óska þess að hún þurfi ekki að takmarka útflutning til ríkja en reglugerðin opnar á þann möguleika að hætt verði að flytja bóluefni til Bretlands og Bandaríkjanna ef þau koma í veg fyrir að bóluefni sem er framleitt þar sé flutt til Evrópu. Ekki er ljóst hvort að reglugerðin skili árangri og framboð á bóluefni aukist innan Evrópusambandsins. Verði sú raunin ætti Ísland að njóta góðs af því til jafns við ríki Evrópusambandsins samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðuneytisins. Samstarfið við ESB um kaup á bóluefni þýðir að bóluefnum sem framkvæmdastjórn ESB semur um er útdeilt hlutfallslega jafnt til þeirra þjóða sem eiga aðild að samningnum miðað við íbúafjölda, eins og kom fram í tilkynningu ráðuneytisins í gær. EFTA-ríkin utanveltu Þó að Ísland gæti á endanum hagnast á útflutningshömlum ESB fór reglugerðin eins og hún var kynnt í gær verulega fyrir brjóstið á íslenskum ráðamönnum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í síma og fékk skýr skilaboð frá henni um að hömlurnar hefðu ekki áhrif á afhendingu bóluefna til Íslands. Í tilkynningu forsætis- og utanríkisráðuneytisins í gærkvöldi kom fram að útflutningshömlur á vörum til EFTA-ríkjanna sem kveðið væri á um í reglugerðinni gengju í berhögg við EES-samninginn. Íslensk stjórnvöld hefðu krafist þess við framkvæmdastjórn ESB að reglugerðinni yrði breytt og Ísland formlega undanþegið hömlunum í samræmi við EES-samninginn. Staðgengill sendiherra ESB á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í gær og mótmælum íslenskra stjórnvalda komið til skila. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var ómyrkur í máli við Vísi í gærkvöldi. „Þetta er ekki boðlegt. Við lítum þetta alvarlegum augum. Hér er einfaldlega um það að ræða að við erum með samning sem heitir EES-samningurinn og það liggur alveg fyrir að þetta er ekki í samræmi við hann,“ sagði Guðlaugur Þór. Til stóð að Guðlaugur Þór ynni með utanríkisráðherra Noregs og utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar að lausn á málinu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem núningur við ESB af þessu tagi kemur upp í kórónuveirufaraldrinum. Þegar framkvæmdastjórn ESB kom á útflutningstakmörkunum á lækningavörur sem voru taldar nauðsynlegar í baráttunni gegn útbreiðslu veirunnar náði reglugerðin í fyrstu yfir EFTA-ríkin, þar á meðal Ísland. Framkvæmdastjórnin féllst á athugasemdir Íslands og annarra EFTA-ríkja og leiðrétti reglugerðina þannig að hún næði ekki til EFTA-ríkjanna í mars í fyrra. Þá líkt og nú ræddi Katrín forsætisráðherra við von der Leyen forseta um lausn á málinu.
Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. 24. mars 2021 13:58