Bíða svara UEFA en ef að Þjóðverjar hafa fjórtán menn ætti leikurinn að fara fram Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2021 11:06 Það var létt yfir íslensku strákunum á æfingu í Duisburg í gær. Þjóðverjar æfðu ekki í morgun eftir að kórónuveirusmit greindist í hópnum. @footballiceland Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það sé í höndum UEFA að ákveða hvort að leikur Íslands og Þýskalands fari fram í Duisburg í kvöld, eftir að smit greindist í þýska landsliðshópnum. Samkvæmt þýska blaðinu Bild er það Jonas Hofmann sem greindist með kórónuveiruna. Liðsfélagar hans í þýska liðinu halda nú kyrru fyrir á herbergjum og fara í smitpróf. Leikurinn á að hefjast kl. 19.45 að íslenskum tíma. „Við vitum ekki mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Við vitum að það er smit, að UEFA er að afla sér frekari upplýsinga um málið, og að okkur verður svo tilkynnt einhver niðurstaða,“ segir Klara. Samkvæmt Covid-reglum FIFA er nóg að lið hafi 14 leikmenn tiltæka til að leikur geti farið fram. Úr Covid-reglugerð FIFA, sem á heimsmeistaramótið, um lágmarksfjölda leikmanna til að leikur geti farið fram. Einn af fjórtán leikmönnum þarf að vera markvörður. Joachim Löw valdi 26 leikmenn í sinn hóp og þó að Toni Kroos hafi farið heim vegna meiðsla og Hofmann sé sýktur standa því 24 menn eftir. Spurningin er hvort fleiri séu sýktir og hvort og þá hve margir þurfi að fara í sóttkví vegna smits Hofmanns: „Ég á erfitt með að svara til um þýskar sóttvarnareglur en út frá reglum FIFA tel ég að ef að Þjóðverjarnir eru með 14 leikhæfa leikmenn þá fari leikurinn fram,“ segir Klara. Engar forsendur til að mótmæla ákvörðun UEFA „Út af svona málum erum við til dæmis með tvær liðsrútur í svona verkefnum, svo að leikmenn geti haldið tveggja metra fjarlægð í rútunum. Sætaskipan í matsal er ákveðin og ljósmynduð svo að hægt sé að leggja fram gögn ef leikmaður greinist jákvæður. Svona er hægt að sjá hverjum leikmaður hefur setið hjá eða verið nálægt. Leikmenn eru líka einir í herbergi. Ef þetta er gert eins og UEFA leggur upp þá veit maður ekki hvort það dugi til að þetta sé einangrað tilfelli,“ segir Klara. Aðspurð hvort að KSÍ myndi setja sig á móti því að leikurinn færi fram í kvöld, ákveði UEFA svo, segir Klara: „Ég sé ekki hvaða forsendur við höfum til þess. Ef að aðrir leikmenn greinast neikvæðir og það er metið sem svo að þeir séu spilhæfir og ekki smitandi, þá veit ég ekki hvaða forsendur við höfum til þess. UEFA er ábyrgðaraðili mótsins og er að vinna í málinu. Á þessu stigi vitum við ekki meira en höldum okkar einbeitingu á leiknum, og leikjunum í dag. Svona hefur þetta verið síðasta árið. Ekki bara keppni í fótbolta heldur kapphlaup við að verja liðin sín eins og við mögulega getum.“ HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Samkvæmt þýska blaðinu Bild er það Jonas Hofmann sem greindist með kórónuveiruna. Liðsfélagar hans í þýska liðinu halda nú kyrru fyrir á herbergjum og fara í smitpróf. Leikurinn á að hefjast kl. 19.45 að íslenskum tíma. „Við vitum ekki mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Við vitum að það er smit, að UEFA er að afla sér frekari upplýsinga um málið, og að okkur verður svo tilkynnt einhver niðurstaða,“ segir Klara. Samkvæmt Covid-reglum FIFA er nóg að lið hafi 14 leikmenn tiltæka til að leikur geti farið fram. Úr Covid-reglugerð FIFA, sem á heimsmeistaramótið, um lágmarksfjölda leikmanna til að leikur geti farið fram. Einn af fjórtán leikmönnum þarf að vera markvörður. Joachim Löw valdi 26 leikmenn í sinn hóp og þó að Toni Kroos hafi farið heim vegna meiðsla og Hofmann sé sýktur standa því 24 menn eftir. Spurningin er hvort fleiri séu sýktir og hvort og þá hve margir þurfi að fara í sóttkví vegna smits Hofmanns: „Ég á erfitt með að svara til um þýskar sóttvarnareglur en út frá reglum FIFA tel ég að ef að Þjóðverjarnir eru með 14 leikhæfa leikmenn þá fari leikurinn fram,“ segir Klara. Engar forsendur til að mótmæla ákvörðun UEFA „Út af svona málum erum við til dæmis með tvær liðsrútur í svona verkefnum, svo að leikmenn geti haldið tveggja metra fjarlægð í rútunum. Sætaskipan í matsal er ákveðin og ljósmynduð svo að hægt sé að leggja fram gögn ef leikmaður greinist jákvæður. Svona er hægt að sjá hverjum leikmaður hefur setið hjá eða verið nálægt. Leikmenn eru líka einir í herbergi. Ef þetta er gert eins og UEFA leggur upp þá veit maður ekki hvort það dugi til að þetta sé einangrað tilfelli,“ segir Klara. Aðspurð hvort að KSÍ myndi setja sig á móti því að leikurinn færi fram í kvöld, ákveði UEFA svo, segir Klara: „Ég sé ekki hvaða forsendur við höfum til þess. Ef að aðrir leikmenn greinast neikvæðir og það er metið sem svo að þeir séu spilhæfir og ekki smitandi, þá veit ég ekki hvaða forsendur við höfum til þess. UEFA er ábyrgðaraðili mótsins og er að vinna í málinu. Á þessu stigi vitum við ekki meira en höldum okkar einbeitingu á leiknum, og leikjunum í dag. Svona hefur þetta verið síðasta árið. Ekki bara keppni í fótbolta heldur kapphlaup við að verja liðin sín eins og við mögulega getum.“
HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira