Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Dómari nam grímuskyldu úr gildi

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur afnumið grímuskyldu í flugi og almenningssamgönum þar í landi. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna mælir áfram með grímunotkun í flugi og almenningssamgöngum.

Erlent
Fréttamynd

Þrjú látin úr Co­vid í Sjang­hæ

Þrjú hafa látist úr Covid í Sjanghæ í Kína en útgöngubann hefur verið í borginni í nærri fjórar vikur. Kínversk stjórnvöld hafa hingað til haldið því fram að enginn hafi látist úr veirunni í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Spánverjar ganga af trúnni

Tæp 40% Spánverja eru trúlaus og þeim fer hratt fjölgandi. Á meðan á Covid-farsóttinni stóð fjölgaði trúleysingjum um rúmar fjórar milljónir manna. Mikill minnihluti hjónavígsla fer fram í kirkjum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Miklar hækkanir á álverði skilar Norðuráli hagnaði upp á tíu milljarða

Miklar verðhækkanir á álverði á heimsmarkaði skiluðu sér í því að tekjur Norðuráls á Grundartanga jukust um 39 prósent á árinu 2021 og námu samtals 791 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 103 milljarða króna. Mikil umskipti voru í afkomu álversins sem hagnaðist um 79,4 milljónir dala eftir skatta borið saman við tap upp á tæplega 9 milljónir dala á árinu 2020.

Innherji
Fréttamynd

Ör­vænting og ringul­reið í Sjang­hæ vegna far­aldursins

Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum.

Erlent
Fréttamynd

Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veislu­halda

Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 

Erlent
Fréttamynd

„Þreytt og þreklaus“ eftir Covid

Elísabet Bretadrottning segist þreytt og þreklaus eftir að hún smitaðist af Covid-19 í febrúar. Drottningin, sem verður 96 ára gömul í þessum mánuði, sýndi væg einkenni og hafði þeim verið líkt við flensu.

Erlent
Fréttamynd

Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan

Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Upp­færa sýkingar­­tölur sjaldnar en áður

Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga.

Innlent
Fréttamynd

Skiluðu púltunum og pökkuðu loks saman eftir seinasta fund

Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður síðasta fimmtudag en alls hafa 112 starfað við rakningu frá því faraldurinn hófst hér á landi. Öll aðstaða fyrir upplýsingafundi hefur nú verið tekin niður en samskiptastjóri almannavarna segir best að sleppa yfirlýsingum um seinasta upplýsingafundinn að fenginni reynslu.

Innlent
Fréttamynd

COVID stærsta ógn sem börn hafa staðið frammi fyrir

Á þriðja ári heimsfaraldurs kórónuveirunnar eru skólar í 23 löndum, með rúmlega 400 milljónir skólabarna, enn ekki starfandi að öllu leyti. Þegar er ljóst að fjölmörg börn snúa ekki aftur til náms. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir í nýrri skýrslu um afleiðingar COVID-19 að börn hafi ekki staðið frammi fyrir stærri ógn í heiminum í 75 ára sögu stofnunarinnar.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Sex manns greinst þrisvar með Co­vid-19

Sex manns hafa greinst þrisvar sinnum með Covid-19 hér á landi frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Alls hafa um fjögur þúsund greinst með endursmit sem skilgreint er á þann veg að sami einstaklingur greinist tvisvar og 60 dagar eða meira séu á milli greininga.

Innlent
Fréttamynd

Afhjúpuðu styttu af þríeykinu

Stytta af þríeykinu svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni verður afhjúpuð við hátíðlega athöfn við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag. Afhjúpunin hefst klukkan 10 og er almenningi boðið að vera viðstaddur. Fyrir þá sem ekki komast verður beint streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Menning
Fréttamynd

Fleiri greinst með Co­vid í Kína það sem af er ári en allt árið 2021

Yfir hundrað milljón tilfelli kórónuveirusmits hafa nú greinst í Asíu en faraldurinn er í mikilli uppsveiflu í álfunni um þessar mundir vegna undirafbrigðis ómíkron, BA.2. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða til að hemja útbreiðsluna, þar á meðal í Shanghai þar sem útgöngubann er í gildi. 

Erlent