Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. Innlent 21.4.2021 19:53 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. Innlent 21.4.2021 19:20 Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Innlent 21.4.2021 18:39 Hugmyndir Herra Hnetusmjörs „ógeðfelldar“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, gagnrýnir harðlega áform rapparans Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum í mótmælaskyni. Innlent 21.4.2021 17:19 Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. Innlent 21.4.2021 15:49 Farþegar frá fleiri löndum skyldaðir í sóttvarnahús en fram hefur komið Sóttvarnalæknir hefur birt lista yfir þau ríki sem myndu að óbreyttu falla undir fyrirhugaða heimild stjórnvalda til að skylda farþega til dvalar í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Samkvæmt matinu myndi heimildin í dag ná til farþega frá átta löndum. Innlent 21.4.2021 15:08 Grunaður um brot og ósáttur að þurfa að vera í sóttvarnahúsi Sóttvarnalæknir gerði kröfu um að karlmaður sem sýktist af Covid-19, yrði gert að dvelja í einangrun í sóttvarnahúsi. Innlent 21.4.2021 15:03 Covid faraldurinn hefur kostað ríkissjóð allt að fjögur hundruð milljarða Fjármálaráðherra segir kórónuveirufaraldurinn hafa kostað ríkissjóð um fjögur hundruð milljarða króna. Það hafi óumdeilanlega verið skynsamlegt að hefta möguleika covid 19 veirunnar til að komast inn í landið til að verja efnahagslífið. Innlent 21.4.2021 14:29 Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. Innlent 21.4.2021 14:19 Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. Innlent 21.4.2021 14:00 Djúp sorg fyrir norðan eftir að sóttvarnayfirvöldum snerist skyndilega hugur Framkvæmdanefnd Andrésar andar leikanna hefur ákveðið að aflýsa skíðamótinu í ár en til stóð að halda leikanna um miðjan maí. Er þetta annað árið í röð sem leikunum er aflýst vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Sport 21.4.2021 13:19 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. Innlent 21.4.2021 12:41 Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. Innlent 21.4.2021 12:03 Ekki ástæða til að herða aðgerðir innanlands Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir smitrakningu ganga vel og að þrjár hópsýkingar sem komu upp í síðustu viku virðist afmarkaðar. Næstu dagar muni skera úr um hvort tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Innlent 21.4.2021 12:03 Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. Innlent 21.4.2021 11:44 Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Innlent 21.4.2021 11:37 Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Innlent 21.4.2021 11:23 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. Innlent 21.4.2021 11:16 Tólf greindust með Covid-19 í gær en tíu voru í sóttkví Tólf greindust með kórónuveiruna í gær. Tíu voru í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. 120 eru í einangrun. Innlent 21.4.2021 10:53 Í skýjunum með fulla rútu af neikvæðum unglingum „Maður hefur sjaldan verið jafnglaður að heyra af fullri rútu af neikvæðum unglingum,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19 sem varð til þess að senda þurfti unglingadeild skólans í sóttkví. 9. bekkur var í skólaferðalagi á Laugarvatni þegar tíðindin bárust. Innlent 21.4.2021 10:21 Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. Innlent 21.4.2021 10:18 Svona var 177. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnir og Embætti landlæknis halda reglulega upplýsingafund vegna kórónuveirufaraldursins í dag klukkan 11:03. Fundurinn fer venjulega fram á fimmtudögum en er haldinn í dag þar sem Sumardagurinn fyrsti er á morgun. Innlent 21.4.2021 09:12 Bólusetningardagatalið uppfært Bólusetningardagatalið á covid.is hefur verið uppfært en samkvæmt því hefst bólusetning einstaklinga utan áhættuhópa fyrstu eða aðra vikuna í júní. Innlent 21.4.2021 07:54 Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. Innlent 20.4.2021 23:59 Rúmlega 2.000 vilja nýsjálensku leiðina á Íslandi Rúmlega 2.000 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað er á stjórnvöld að taka upp „nýsjálensku leiðina“ í sóttvörnum landsins. Sú leið fæli að sögn ábyrgðarmanna átaksins í sér að herða reglur á landamærum í stað þess að slaka á, eins og stefnt sé að með vorinu. Innlent 20.4.2021 22:07 Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. Viðskipti innlent 20.4.2021 21:22 Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. Innlent 20.4.2021 20:21 Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. Innlent 20.4.2021 20:13 Nemendurnir tveir reyndust ekki smitaðir Tveir nemendur í 2. og 4. bekk í Vallaskóla á Selfossi, sem grunur lék á að væru smitaðir af kórónuveirunni, reyndust ekki smitaðir. Úrvinnslusóttkví í árgöngunum tveimur hefur því verið aflétt og skólahald hefst með eðlilegum hætti á morgun. Innlent 20.4.2021 20:06 Telur verulega vankanta á boðuðum reglum eftir „ruglingslega“ kynningu Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir á Landspítala telur ýmsa vankanta á boðuðum landamæraaðgerðum stjórnvalda, sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag. Nýju reglurnar hafi verið afar óskýrar, auk þess sem hann setur spurningamerki við hina háu nýgengistölu sem miðað er við til að skylda ferðamenn á sóttkvíarhótel. Innlent 20.4.2021 19:39 « ‹ 132 133 134 135 136 137 138 139 140 … 334 ›
Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. Innlent 21.4.2021 19:53
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. Innlent 21.4.2021 19:20
Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Innlent 21.4.2021 18:39
Hugmyndir Herra Hnetusmjörs „ógeðfelldar“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, gagnrýnir harðlega áform rapparans Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum í mótmælaskyni. Innlent 21.4.2021 17:19
Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. Innlent 21.4.2021 15:49
Farþegar frá fleiri löndum skyldaðir í sóttvarnahús en fram hefur komið Sóttvarnalæknir hefur birt lista yfir þau ríki sem myndu að óbreyttu falla undir fyrirhugaða heimild stjórnvalda til að skylda farþega til dvalar í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Samkvæmt matinu myndi heimildin í dag ná til farþega frá átta löndum. Innlent 21.4.2021 15:08
Grunaður um brot og ósáttur að þurfa að vera í sóttvarnahúsi Sóttvarnalæknir gerði kröfu um að karlmaður sem sýktist af Covid-19, yrði gert að dvelja í einangrun í sóttvarnahúsi. Innlent 21.4.2021 15:03
Covid faraldurinn hefur kostað ríkissjóð allt að fjögur hundruð milljarða Fjármálaráðherra segir kórónuveirufaraldurinn hafa kostað ríkissjóð um fjögur hundruð milljarða króna. Það hafi óumdeilanlega verið skynsamlegt að hefta möguleika covid 19 veirunnar til að komast inn í landið til að verja efnahagslífið. Innlent 21.4.2021 14:29
Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. Innlent 21.4.2021 14:19
Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. Innlent 21.4.2021 14:00
Djúp sorg fyrir norðan eftir að sóttvarnayfirvöldum snerist skyndilega hugur Framkvæmdanefnd Andrésar andar leikanna hefur ákveðið að aflýsa skíðamótinu í ár en til stóð að halda leikanna um miðjan maí. Er þetta annað árið í röð sem leikunum er aflýst vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Sport 21.4.2021 13:19
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. Innlent 21.4.2021 12:41
Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. Innlent 21.4.2021 12:03
Ekki ástæða til að herða aðgerðir innanlands Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir smitrakningu ganga vel og að þrjár hópsýkingar sem komu upp í síðustu viku virðist afmarkaðar. Næstu dagar muni skera úr um hvort tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Innlent 21.4.2021 12:03
Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. Innlent 21.4.2021 11:44
Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Innlent 21.4.2021 11:37
Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Innlent 21.4.2021 11:23
Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. Innlent 21.4.2021 11:16
Tólf greindust með Covid-19 í gær en tíu voru í sóttkví Tólf greindust með kórónuveiruna í gær. Tíu voru í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. 120 eru í einangrun. Innlent 21.4.2021 10:53
Í skýjunum með fulla rútu af neikvæðum unglingum „Maður hefur sjaldan verið jafnglaður að heyra af fullri rútu af neikvæðum unglingum,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19 sem varð til þess að senda þurfti unglingadeild skólans í sóttkví. 9. bekkur var í skólaferðalagi á Laugarvatni þegar tíðindin bárust. Innlent 21.4.2021 10:21
Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. Innlent 21.4.2021 10:18
Svona var 177. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnir og Embætti landlæknis halda reglulega upplýsingafund vegna kórónuveirufaraldursins í dag klukkan 11:03. Fundurinn fer venjulega fram á fimmtudögum en er haldinn í dag þar sem Sumardagurinn fyrsti er á morgun. Innlent 21.4.2021 09:12
Bólusetningardagatalið uppfært Bólusetningardagatalið á covid.is hefur verið uppfært en samkvæmt því hefst bólusetning einstaklinga utan áhættuhópa fyrstu eða aðra vikuna í júní. Innlent 21.4.2021 07:54
Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. Innlent 20.4.2021 23:59
Rúmlega 2.000 vilja nýsjálensku leiðina á Íslandi Rúmlega 2.000 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað er á stjórnvöld að taka upp „nýsjálensku leiðina“ í sóttvörnum landsins. Sú leið fæli að sögn ábyrgðarmanna átaksins í sér að herða reglur á landamærum í stað þess að slaka á, eins og stefnt sé að með vorinu. Innlent 20.4.2021 22:07
Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. Viðskipti innlent 20.4.2021 21:22
Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. Innlent 20.4.2021 20:21
Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. Innlent 20.4.2021 20:13
Nemendurnir tveir reyndust ekki smitaðir Tveir nemendur í 2. og 4. bekk í Vallaskóla á Selfossi, sem grunur lék á að væru smitaðir af kórónuveirunni, reyndust ekki smitaðir. Úrvinnslusóttkví í árgöngunum tveimur hefur því verið aflétt og skólahald hefst með eðlilegum hætti á morgun. Innlent 20.4.2021 20:06
Telur verulega vankanta á boðuðum reglum eftir „ruglingslega“ kynningu Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir á Landspítala telur ýmsa vankanta á boðuðum landamæraaðgerðum stjórnvalda, sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag. Nýju reglurnar hafi verið afar óskýrar, auk þess sem hann setur spurningamerki við hina háu nýgengistölu sem miðað er við til að skylda ferðamenn á sóttkvíarhótel. Innlent 20.4.2021 19:39