Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2021 14:17 Ekki er mjög kært með þeim Helgu Völu og Svandísi í seinni tíð. Helga Vala telur að þó svo virðist sem Svandís sé að beina orðum sínum um skort á samstöðu að stjórnarandstöðunni fái það ekki staðist; hún hljóti að vera að tala við Sjálfstæðismenn. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. „Þetta beinist ekki að mér. Þetta er klár stunga á samstarfsflokkinn. Hún er að tala við Sjallana. Það er bara þannig,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Fréttastofa ræddi við Svandísi eftir óvenju langan ríkisstjórnarfund sem haldinn var í morgun; þriggja tíma fundur sem fór í að ræða landamærin. Svandís var spurð út í samstöðu á þinginu í tengslum við nýja lagasetningu er varðar sóttvarnarráðstafanir. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár,“ sagði Svandís. Og bætti við: „Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein.“ Frumvarpið miðjumoð vegna átaka innan ríkisstjórnar Helga Vala segir þetta alveg rétt, aðgerðir sóttvarnaryfirvalda og heilbrigðisráðherra séu orðnar að pólitísku bitbeini en innan ríkisstjórnarinnar. „En milli Sjálfstæðiflokksins annars vegar og Vg hins vegar. Frumvarpið sem Svandís komst inn í þingið með var miðjumoð vegna átakanna innan ríkisstjórnarinnar.“ Helga Vala, sem á sæti í velferðarnefnd, segir það klárt mál að stórnarandstöðuflokkarnir allir hafi verið skýrir á því að fylgja ætti ráðleggingum sóttvarnarlæknis og mati hans á hvað eru hááhættusvæði. En ríkisstjórnin ætlaði að fara aðra leið segir Helga Vala; núna virðist sem þær Svandís og Katrín [Jakobsdóttir forsætisráðherra vilji vera að bakka. Svandís sé að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig „Já, ef marka má Katrínu og Svandísi eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun. Og fylgja Þórólfi sem hefur vitið í þessum málum. Það er okkar leið. Við fögnum því. “ Helga Vala segist ekki geta tekið ummæli Svandísar til sín eða stórnarandstöðunnar: „Augljóslega er Svandís að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig í gagnrýninni á þessar nýjustu aðgerðir. Hún er að tala við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni.“ Helga Vala segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið mikinn í umræðum um málið á þinginu. „Við vorum beðin um að takmarka umræðuna inni í þinginu af því að þetta þurfti að vinnast hratt. Það var einn þingmaður sem talaði fyrir hvern stjórnarandstöðuflokkanna en Sjálfstæðisflokkurinn þurfti þrjá, til að lýsa andstöðu við málið. Þetta voru það Sigríður Á. Andersen, Birgir Ármannsson og Vilhjálmur Árnason. „Og tveir ráðherrar sjálfstæðisflokksins mættu svo ekki til atkvæðagreiðslunnar,“ segir Helga Vala og telur það segja sína sögu. Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Þetta beinist ekki að mér. Þetta er klár stunga á samstarfsflokkinn. Hún er að tala við Sjallana. Það er bara þannig,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Fréttastofa ræddi við Svandísi eftir óvenju langan ríkisstjórnarfund sem haldinn var í morgun; þriggja tíma fundur sem fór í að ræða landamærin. Svandís var spurð út í samstöðu á þinginu í tengslum við nýja lagasetningu er varðar sóttvarnarráðstafanir. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár,“ sagði Svandís. Og bætti við: „Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein.“ Frumvarpið miðjumoð vegna átaka innan ríkisstjórnar Helga Vala segir þetta alveg rétt, aðgerðir sóttvarnaryfirvalda og heilbrigðisráðherra séu orðnar að pólitísku bitbeini en innan ríkisstjórnarinnar. „En milli Sjálfstæðiflokksins annars vegar og Vg hins vegar. Frumvarpið sem Svandís komst inn í þingið með var miðjumoð vegna átakanna innan ríkisstjórnarinnar.“ Helga Vala, sem á sæti í velferðarnefnd, segir það klárt mál að stórnarandstöðuflokkarnir allir hafi verið skýrir á því að fylgja ætti ráðleggingum sóttvarnarlæknis og mati hans á hvað eru hááhættusvæði. En ríkisstjórnin ætlaði að fara aðra leið segir Helga Vala; núna virðist sem þær Svandís og Katrín [Jakobsdóttir forsætisráðherra vilji vera að bakka. Svandís sé að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig „Já, ef marka má Katrínu og Svandísi eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun. Og fylgja Þórólfi sem hefur vitið í þessum málum. Það er okkar leið. Við fögnum því. “ Helga Vala segist ekki geta tekið ummæli Svandísar til sín eða stórnarandstöðunnar: „Augljóslega er Svandís að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig í gagnrýninni á þessar nýjustu aðgerðir. Hún er að tala við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni.“ Helga Vala segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið mikinn í umræðum um málið á þinginu. „Við vorum beðin um að takmarka umræðuna inni í þinginu af því að þetta þurfti að vinnast hratt. Það var einn þingmaður sem talaði fyrir hvern stjórnarandstöðuflokkanna en Sjálfstæðisflokkurinn þurfti þrjá, til að lýsa andstöðu við málið. Þetta voru það Sigríður Á. Andersen, Birgir Ármannsson og Vilhjálmur Árnason. „Og tveir ráðherrar sjálfstæðisflokksins mættu svo ekki til atkvæðagreiðslunnar,“ segir Helga Vala og telur það segja sína sögu.
Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03
Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10