Töluvert stærri hópur skikkaður á sóttkvíarhótel Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 17:27 Fosshótel Reykjavík gegnir um þessar mundir hlutverki sóttkvíarhótels. Vísir/Vilhelm Miðað verður við að farþegum verði án undantekninga skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli, sé nýgengi smita í upprunalandi þeirra yfir 700 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð, sem tekur gildi á þriðjudaginn. Á þessari stundu er nýgengið yfir 700 í 16 löndum samkvæmt mati sóttvarnalæknis. Þar á meðal eru Bermúda, Frakkland, Holland, Króatía, Pólland og Litháen. Þar með er viðmiðið farið að nálgast það nýgengi sem var miðað við í fyrstu reglugerðinni sem skyldaði fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli, en þar var það 500. Sú reglugerð var harðlega gagnrýnd og að lokum dæmd ólögmæt. Síðan boðaði ríkisstjórnin nýjar ráðstafanir, þar sem viðmiðið um afdráttarlausa skylduvist á sóttkvíarhóteli var nýgengi upp á 1.000 smit. Fallið var frá því viðmiði og nú hefur það verið lækkað í 700. Dvölin ókeypis Þegar nýgengið er á bilinu 500-700 verður meginreglan sú að farþegar séu sendir rakleiðis á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. Þeir hafa þó kost á að sækja um undanþágu frá því ef þeir geta sýnt fram á að þeir hafi fullnægjandi aðstæður til að afplána sóttkvína í heimahúsi. Sextán lönd eru í 500-700 flokknum þessa stundina, eins og má lesa nánar um hér. Þar á meðal eru Eistland, Grikkland, Spánn, Búlgaría og Ítalía. Þeim sem koma frá svæðum þar sem 14 daga nýgengi smita er innan við 500 á hverja 100.000 íbúa er heimilt að vera í sóttkví á eigin vegum, geti þeir uppfyllt skilyrði sóttvarnalæknis um heimasóttkví. Þegar þessi reglugerð tekur gildi á þriðjudaginn er ljóst að verulegur fjöldi fólks verður skikkaður á sóttkvíarhótel án þess að eiga kost á undanþágu. Mikill hluti farþega sem hingað koma hafa verið í Póllandi og sá hópur mun allur skikkaður á hótelið. Dvölin er með öllu gjaldfrjáls fyrir gestina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svandís krossar fingurna og telur ósætti litast af komandi kosningum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fegin að heyra frá sóttvarnalækni að smitin sem greinist þessa dagana helgist af afmörkuðum hópsmitum af Covid-19. Hún vonast til þess að næstu aðgerðir séu afléttingar frekar en herðingar. 23. apríl 2021 12:41 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Á þessari stundu er nýgengið yfir 700 í 16 löndum samkvæmt mati sóttvarnalæknis. Þar á meðal eru Bermúda, Frakkland, Holland, Króatía, Pólland og Litháen. Þar með er viðmiðið farið að nálgast það nýgengi sem var miðað við í fyrstu reglugerðinni sem skyldaði fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli, en þar var það 500. Sú reglugerð var harðlega gagnrýnd og að lokum dæmd ólögmæt. Síðan boðaði ríkisstjórnin nýjar ráðstafanir, þar sem viðmiðið um afdráttarlausa skylduvist á sóttkvíarhóteli var nýgengi upp á 1.000 smit. Fallið var frá því viðmiði og nú hefur það verið lækkað í 700. Dvölin ókeypis Þegar nýgengið er á bilinu 500-700 verður meginreglan sú að farþegar séu sendir rakleiðis á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. Þeir hafa þó kost á að sækja um undanþágu frá því ef þeir geta sýnt fram á að þeir hafi fullnægjandi aðstæður til að afplána sóttkvína í heimahúsi. Sextán lönd eru í 500-700 flokknum þessa stundina, eins og má lesa nánar um hér. Þar á meðal eru Eistland, Grikkland, Spánn, Búlgaría og Ítalía. Þeim sem koma frá svæðum þar sem 14 daga nýgengi smita er innan við 500 á hverja 100.000 íbúa er heimilt að vera í sóttkví á eigin vegum, geti þeir uppfyllt skilyrði sóttvarnalæknis um heimasóttkví. Þegar þessi reglugerð tekur gildi á þriðjudaginn er ljóst að verulegur fjöldi fólks verður skikkaður á sóttkvíarhótel án þess að eiga kost á undanþágu. Mikill hluti farþega sem hingað koma hafa verið í Póllandi og sá hópur mun allur skikkaður á hótelið. Dvölin er með öllu gjaldfrjáls fyrir gestina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svandís krossar fingurna og telur ósætti litast af komandi kosningum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fegin að heyra frá sóttvarnalækni að smitin sem greinist þessa dagana helgist af afmörkuðum hópsmitum af Covid-19. Hún vonast til þess að næstu aðgerðir séu afléttingar frekar en herðingar. 23. apríl 2021 12:41 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Svandís krossar fingurna og telur ósætti litast af komandi kosningum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fegin að heyra frá sóttvarnalækni að smitin sem greinist þessa dagana helgist af afmörkuðum hópsmitum af Covid-19. Hún vonast til þess að næstu aðgerðir séu afléttingar frekar en herðingar. 23. apríl 2021 12:41
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41
Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17