Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fengið fleiri kvartanir vegna bólusetninga og kallar eftir frekari svörum frá Þórólfi Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá sóttvarnalækni um fyrirkomulagi bólusetninga gegn Covid-19 eftir að kvartanir og ábendingar bárust út af framkvæmd þeirra. Innlent 19.5.2021 17:10 Meðlimir hópsins líklegast smitast á hótelinu Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun. Innlent 19.5.2021 14:43 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. Erlent 19.5.2021 13:15 Gagnamagnið mun hvorki stíga á svið á morgun né á laugardaginn Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Lífið 19.5.2021 12:56 Gísli Marteinn: Hópurinn farið varlega og sérstaklega Gagnamagnið Gísli Marteinn Baldursson, kynnir Íslands í Eurovision, segir að smit hjá meðlimi Gagnamagnsins hafi komið íslenska hópnum í opna skjöldu. Hópurinn hafi farið einstaklega varlega í Rotterdam en allt hafi komið fyrir ekki. Lífið 19.5.2021 12:42 Jói í Gagnamagninu segist vera sá smitaði í tilfinningaþrunginni færslu Jóhann Sigurður Jóhannsson segist vera sá liðsmaður Gagnamagsins sem hafi smitast af kórónuveirunni. Hann segist vera í miklu áfalli og að málið sé mikil vonbrigði. Lífið 19.5.2021 11:39 Smitaðir vinnufélagar mættu í vinnuna þrátt fyrir einkenni Einstaklingarnir tveir sem greindust með Covid-19 í gær eru vinnufélagar á höfuðborgarsvæðinu. Báðir höfðu verið með einkenni í tvo til þrjá daga áður en þeir fóru í sýnatöku. Innlent 19.5.2021 11:28 Tveir greindust innanlands og báðir utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir sem greindust voru utan sóttkvíar. Þetta eru fyrst smitin sem greinast hjá fólki utan sóttkvíar frá 12. maí. Innlent 19.5.2021 10:56 ESB opnar landamærin fyrir bólusettum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tekið þá ákvörðun að opna landamæri ríkjasambandsins fyrir ferðamönnum sem hafa verið bólusettir að fullu. Þessi ákvörðun var tekin í morgun en hefur ekki verið tilkynnt opinberlega þar sem ákvörðunin hefur ekki verið staðfest af erindrekum aðildarríkja ESB. Erlent 19.5.2021 10:51 Einn í Gagnamagninu með Covid-19 Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Svo segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Lífið 19.5.2021 10:15 Tæplega 70% samdráttur í losun frá Evrópuflugi í faraldrinum Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013. Innlent 19.5.2021 10:00 „Ef það á alltaf að gefa skít í okkur þá mun afreksfólkið hverfa“ „Það er greinilega hægt að gera undanþágu fyrir ákveðna aðila. Ég er ekki að gera lítið úr Eurovision eða Eurovision-hópnum, en fyrst að þessi hópur fékk undanþágu til bólusetningar af hverju er ekki hægt að veita hana fyrir afreksíþróttafólk?“ Sport 19.5.2021 09:00 Búið að útdeila 1,5 milljörðum skammta af bóluefnum gegn Covid-19 Jarðarbúar hafa nú fengið rúmlega einn og hálfan milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í samantekt AFP fréttastofunnar. Erlent 19.5.2021 07:06 „Þessir tímar breytinga eru bæði yfirþyrmandi og spennandi“ „Það er enginn vafi á að starf mannauðsstjóra er að taka stakkaskiptum. Þessir tímar breytinga eru bæði yfirþyrmandi og spennandi en það að setja fólk í forgang mun skipta sköpum. Það er því bráðnauðsynlegt að mannauðsstjórar stígi fram, hætti að bregðast við breytingum og fari að leiða þær. Þannig mótum við nýja framtíð,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs. Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er á morgun og er yfirskrift dagsins í þetta sinn „HR shaping the new future,“ eða Mannauðsmál móta nýja framtíð. Atvinnulíf 19.5.2021 07:01 Telur víst að minnst eitthundrað megi koma saman eftir helgi Heilbrigðisráðherra telur nokkuð öruggt að 100 manns hið minnsta verði leyft að koma saman þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi eftir helgi. Grímuskyldan er einnig til skoðunar en ráðherra telur að hún verði afnumin í áföngum. Innlent 18.5.2021 17:58 Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs. Erlent 18.5.2021 16:56 Ekki í lagi að ferðaglaðir Íslendingar séu að græta erlent starfsfólk Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, segir að reynsla erlends starfsfólks í ferðaþjónustu í samskiptum við íslenska viðskiptavini hafi verið bitur í mörgum tilvikum síðasta sumar. Innlent 18.5.2021 16:51 Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. Innlent 18.5.2021 16:17 Kominn tími á að jafna kynjahlutföllin Um 6.300 fengu bóluefni Pfizer/BioNTech í Laugardalshöll í dag. Er það svipaður fjöldi og í gær þegar tæplega 7.200 fengu bóluefni Moderna. Annars vegar er um að ræða fólk sem var að fá sinn seinni skammt og hins vegar konur yngri en 55 ára sem tilheyra áhættuhópum. Innlent 18.5.2021 15:41 Skelltu tveimur íbúðarblokkum í sóttkví Heilbrigðisyfirvöld í litlum bæ í grennd við Düsseldorf í Þýskalandi gripu til sérstaklega róttækra aðgerða vegna kórónuveirusmita af völdum indverska afbrigðisins um helgina. Erlent 18.5.2021 14:03 Spá kröftugum efnahagsbata og að faraldurinn verði kveðinn í kútinn á seinni hluta árs Hagfræðideild Landsbankans segir útlit fyrir að böndum verði komið á heimsfaraldurinn á seinni hluta þessa árs og að landsframleiðsla aukist hérlendis um 4,9% á árinu. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga gangi hægt og sígandi niður eftir því sem líður á árið. Viðskipti innlent 18.5.2021 12:56 Íslensku afreksíþróttafólki blöskrar: „Ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón“ Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir eru ósátt við íslensk sóttvarnayfirvöld og þá ákvörðun þeirra að veita Eurovision-hópi Íslands undanþágu í bólusetningu. Sport 18.5.2021 11:46 Bjartsýn á að hægt verði að ráðast í frekari afléttingar Forsætisráðherra er bjartsýn á að hægt verði að ráðast í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands í næstu viku. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og tæp 52 prósent fullorðinna hafa fengið eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni. Innlent 18.5.2021 11:46 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta er í fyrsta sinn frá 14. apríl sem enginn greinist innanlands. Innlent 18.5.2021 10:52 Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. Erlent 18.5.2021 09:37 Allir markverðirnir og sextán til viðbótar smitaðir Eitt besta knattspyrnulið Argentínu, River Plate, hefur orðið afar illa fyrir barðinu á kórónuveirunni. Alls hafa tuttugu leikmenn liðsins smitast. Fótbolti 18.5.2021 08:01 Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. Erlent 18.5.2021 08:00 Danir sömdu um tilslakanir sem ná til nærri alls samfélagsins Samkomulag hefur náðst á danska þinginu um verulegar tilslakanir á sóttvarnarreglum í landinu frá og með komandi föstudegi. Afléttingarnar ná til landsins alls, og langflest svið dansks samfélags í einhverri mynd, ef frá eru taldir næturklúbbar og diskótek. Erlent 18.5.2021 07:44 312 sóttvarnabrot og 13,6 milljónir í sektir Sóttvarnabrjótar hafa greitt tæpar 4,4 milljónir króna í sektir frá því í mars í fyrra en 8,5 milljónir króna eru í vinnslu eða í innheimtumeðferð. Algengast er að einstaklingar séu sektaðir um 50.000 krónur. Innlent 18.5.2021 07:22 Daði og Gagnamagnið enn í sóttkví Daði Freyr og Gagnamagnið eru enn í sóttkví og munu fara í annað PCR-próf á miðvikudag. Smit kom upp í íslenska hópnum í gær en greint var frá því fyrr í kvöld að enginn annar í hópnum væri smitaður. Lífið 17.5.2021 20:43 « ‹ 120 121 122 123 124 125 126 127 128 … 334 ›
Fengið fleiri kvartanir vegna bólusetninga og kallar eftir frekari svörum frá Þórólfi Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá sóttvarnalækni um fyrirkomulagi bólusetninga gegn Covid-19 eftir að kvartanir og ábendingar bárust út af framkvæmd þeirra. Innlent 19.5.2021 17:10
Meðlimir hópsins líklegast smitast á hótelinu Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun. Innlent 19.5.2021 14:43
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. Erlent 19.5.2021 13:15
Gagnamagnið mun hvorki stíga á svið á morgun né á laugardaginn Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Lífið 19.5.2021 12:56
Gísli Marteinn: Hópurinn farið varlega og sérstaklega Gagnamagnið Gísli Marteinn Baldursson, kynnir Íslands í Eurovision, segir að smit hjá meðlimi Gagnamagnsins hafi komið íslenska hópnum í opna skjöldu. Hópurinn hafi farið einstaklega varlega í Rotterdam en allt hafi komið fyrir ekki. Lífið 19.5.2021 12:42
Jói í Gagnamagninu segist vera sá smitaði í tilfinningaþrunginni færslu Jóhann Sigurður Jóhannsson segist vera sá liðsmaður Gagnamagsins sem hafi smitast af kórónuveirunni. Hann segist vera í miklu áfalli og að málið sé mikil vonbrigði. Lífið 19.5.2021 11:39
Smitaðir vinnufélagar mættu í vinnuna þrátt fyrir einkenni Einstaklingarnir tveir sem greindust með Covid-19 í gær eru vinnufélagar á höfuðborgarsvæðinu. Báðir höfðu verið með einkenni í tvo til þrjá daga áður en þeir fóru í sýnatöku. Innlent 19.5.2021 11:28
Tveir greindust innanlands og báðir utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir sem greindust voru utan sóttkvíar. Þetta eru fyrst smitin sem greinast hjá fólki utan sóttkvíar frá 12. maí. Innlent 19.5.2021 10:56
ESB opnar landamærin fyrir bólusettum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tekið þá ákvörðun að opna landamæri ríkjasambandsins fyrir ferðamönnum sem hafa verið bólusettir að fullu. Þessi ákvörðun var tekin í morgun en hefur ekki verið tilkynnt opinberlega þar sem ákvörðunin hefur ekki verið staðfest af erindrekum aðildarríkja ESB. Erlent 19.5.2021 10:51
Einn í Gagnamagninu með Covid-19 Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Svo segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Lífið 19.5.2021 10:15
Tæplega 70% samdráttur í losun frá Evrópuflugi í faraldrinum Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013. Innlent 19.5.2021 10:00
„Ef það á alltaf að gefa skít í okkur þá mun afreksfólkið hverfa“ „Það er greinilega hægt að gera undanþágu fyrir ákveðna aðila. Ég er ekki að gera lítið úr Eurovision eða Eurovision-hópnum, en fyrst að þessi hópur fékk undanþágu til bólusetningar af hverju er ekki hægt að veita hana fyrir afreksíþróttafólk?“ Sport 19.5.2021 09:00
Búið að útdeila 1,5 milljörðum skammta af bóluefnum gegn Covid-19 Jarðarbúar hafa nú fengið rúmlega einn og hálfan milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í samantekt AFP fréttastofunnar. Erlent 19.5.2021 07:06
„Þessir tímar breytinga eru bæði yfirþyrmandi og spennandi“ „Það er enginn vafi á að starf mannauðsstjóra er að taka stakkaskiptum. Þessir tímar breytinga eru bæði yfirþyrmandi og spennandi en það að setja fólk í forgang mun skipta sköpum. Það er því bráðnauðsynlegt að mannauðsstjórar stígi fram, hætti að bregðast við breytingum og fari að leiða þær. Þannig mótum við nýja framtíð,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs. Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er á morgun og er yfirskrift dagsins í þetta sinn „HR shaping the new future,“ eða Mannauðsmál móta nýja framtíð. Atvinnulíf 19.5.2021 07:01
Telur víst að minnst eitthundrað megi koma saman eftir helgi Heilbrigðisráðherra telur nokkuð öruggt að 100 manns hið minnsta verði leyft að koma saman þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi eftir helgi. Grímuskyldan er einnig til skoðunar en ráðherra telur að hún verði afnumin í áföngum. Innlent 18.5.2021 17:58
Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs. Erlent 18.5.2021 16:56
Ekki í lagi að ferðaglaðir Íslendingar séu að græta erlent starfsfólk Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, segir að reynsla erlends starfsfólks í ferðaþjónustu í samskiptum við íslenska viðskiptavini hafi verið bitur í mörgum tilvikum síðasta sumar. Innlent 18.5.2021 16:51
Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. Innlent 18.5.2021 16:17
Kominn tími á að jafna kynjahlutföllin Um 6.300 fengu bóluefni Pfizer/BioNTech í Laugardalshöll í dag. Er það svipaður fjöldi og í gær þegar tæplega 7.200 fengu bóluefni Moderna. Annars vegar er um að ræða fólk sem var að fá sinn seinni skammt og hins vegar konur yngri en 55 ára sem tilheyra áhættuhópum. Innlent 18.5.2021 15:41
Skelltu tveimur íbúðarblokkum í sóttkví Heilbrigðisyfirvöld í litlum bæ í grennd við Düsseldorf í Þýskalandi gripu til sérstaklega róttækra aðgerða vegna kórónuveirusmita af völdum indverska afbrigðisins um helgina. Erlent 18.5.2021 14:03
Spá kröftugum efnahagsbata og að faraldurinn verði kveðinn í kútinn á seinni hluta árs Hagfræðideild Landsbankans segir útlit fyrir að böndum verði komið á heimsfaraldurinn á seinni hluta þessa árs og að landsframleiðsla aukist hérlendis um 4,9% á árinu. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga gangi hægt og sígandi niður eftir því sem líður á árið. Viðskipti innlent 18.5.2021 12:56
Íslensku afreksíþróttafólki blöskrar: „Ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón“ Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir eru ósátt við íslensk sóttvarnayfirvöld og þá ákvörðun þeirra að veita Eurovision-hópi Íslands undanþágu í bólusetningu. Sport 18.5.2021 11:46
Bjartsýn á að hægt verði að ráðast í frekari afléttingar Forsætisráðherra er bjartsýn á að hægt verði að ráðast í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands í næstu viku. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og tæp 52 prósent fullorðinna hafa fengið eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni. Innlent 18.5.2021 11:46
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta er í fyrsta sinn frá 14. apríl sem enginn greinist innanlands. Innlent 18.5.2021 10:52
Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. Erlent 18.5.2021 09:37
Allir markverðirnir og sextán til viðbótar smitaðir Eitt besta knattspyrnulið Argentínu, River Plate, hefur orðið afar illa fyrir barðinu á kórónuveirunni. Alls hafa tuttugu leikmenn liðsins smitast. Fótbolti 18.5.2021 08:01
Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. Erlent 18.5.2021 08:00
Danir sömdu um tilslakanir sem ná til nærri alls samfélagsins Samkomulag hefur náðst á danska þinginu um verulegar tilslakanir á sóttvarnarreglum í landinu frá og með komandi föstudegi. Afléttingarnar ná til landsins alls, og langflest svið dansks samfélags í einhverri mynd, ef frá eru taldir næturklúbbar og diskótek. Erlent 18.5.2021 07:44
312 sóttvarnabrot og 13,6 milljónir í sektir Sóttvarnabrjótar hafa greitt tæpar 4,4 milljónir króna í sektir frá því í mars í fyrra en 8,5 milljónir króna eru í vinnslu eða í innheimtumeðferð. Algengast er að einstaklingar séu sektaðir um 50.000 krónur. Innlent 18.5.2021 07:22
Daði og Gagnamagnið enn í sóttkví Daði Freyr og Gagnamagnið eru enn í sóttkví og munu fara í annað PCR-próf á miðvikudag. Smit kom upp í íslenska hópnum í gær en greint var frá því fyrr í kvöld að enginn annar í hópnum væri smitaður. Lífið 17.5.2021 20:43