Svandís og Katrín kynntu breytingar innanlands og á landamærum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2021 10:22 Svandís Svavarsdóttir kynnti afléttingu takmarkana eftir ríkisstjórnarfund í dag. Katrín Jakobsdóttir ræddi aðgerðir á landamærum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum sínum um aðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til 26. maí, sem er miðvikudagur í næstu viku. Svandís sagði við fréttastofu í vikunni að létt yrði á aðgerðum fyrr, og nefndi þar eftir helgina. Hins vegar er annar í hvítasunnu á mánudag og því gæti afléttingin átt sér stað á þriðjudag. Þá sagði Svandís reikna með að samkomubann yrði að minnsta kosti útvíkkað til hundrað manna. Sem stendur er 50 manna samkomubann í landinu og tveggja metra regla auk fleiri takmarkana. Þórólfur Guðnason í Laugardalshöll á dögunum þegar hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin er sem stendur á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum þar sem minnisblað Þórólfs verður vafalítið rætt. Nokkur smit hafa greinst á landinu undanfarna daga og sum hver utan sóttkvíar. „Við höfum verið með þessar afléttingar undanfarið þrátt fyrir smit í samfélaginu. Ég held við ættum að halda því áfram,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þá sagðist Þórólfur á upplýsingafundinum í gær hafa þegar skilað ráðherra tillögum að aðgerðum á landamærum. Reiknað er með að fundi ríkisstjórnar ljúki um ellefuleytið. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við Svandísi að loknum fundi. Uppfært: 150 mega koma saman á þriðjudaginn, fólk þarf ekki að bera grímur í verslunum og veitingastaðir taka á móti gestum til klukkan 23 (opið til 24). Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar mega taka við leyfilegum hámarksgjölda. Þá ræddi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðgerðir á landamærum. Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum til 15. júní. Krafa um sóttvarnahótel falli niður 1. júní og sömuleiðis bann við ónauðsynlegum ferðum.
Núverandi reglugerð gildir til 26. maí, sem er miðvikudagur í næstu viku. Svandís sagði við fréttastofu í vikunni að létt yrði á aðgerðum fyrr, og nefndi þar eftir helgina. Hins vegar er annar í hvítasunnu á mánudag og því gæti afléttingin átt sér stað á þriðjudag. Þá sagði Svandís reikna með að samkomubann yrði að minnsta kosti útvíkkað til hundrað manna. Sem stendur er 50 manna samkomubann í landinu og tveggja metra regla auk fleiri takmarkana. Þórólfur Guðnason í Laugardalshöll á dögunum þegar hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin er sem stendur á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum þar sem minnisblað Þórólfs verður vafalítið rætt. Nokkur smit hafa greinst á landinu undanfarna daga og sum hver utan sóttkvíar. „Við höfum verið með þessar afléttingar undanfarið þrátt fyrir smit í samfélaginu. Ég held við ættum að halda því áfram,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þá sagðist Þórólfur á upplýsingafundinum í gær hafa þegar skilað ráðherra tillögum að aðgerðum á landamærum. Reiknað er með að fundi ríkisstjórnar ljúki um ellefuleytið. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við Svandísi að loknum fundi. Uppfært: 150 mega koma saman á þriðjudaginn, fólk þarf ekki að bera grímur í verslunum og veitingastaðir taka á móti gestum til klukkan 23 (opið til 24). Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar mega taka við leyfilegum hámarksgjölda. Þá ræddi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðgerðir á landamærum. Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum til 15. júní. Krafa um sóttvarnahótel falli niður 1. júní og sömuleiðis bann við ónauðsynlegum ferðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur víst að minnst eitthundrað megi koma saman eftir helgi Heilbrigðisráðherra telur nokkuð öruggt að 100 manns hið minnsta verði leyft að koma saman þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi eftir helgi. Grímuskyldan er einnig til skoðunar en ráðherra telur að hún verði afnumin í áföngum. 18. maí 2021 17:58 Telur líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega. Sóttvarnatakmörkunum verður aflétt í skrefum á næstu vikum og líklegt er að þær verði nær alveg farnar í lok júlí þegar meirihluti landsmanna verður bólusettur. 20. maí 2021 11:39 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Telur víst að minnst eitthundrað megi koma saman eftir helgi Heilbrigðisráðherra telur nokkuð öruggt að 100 manns hið minnsta verði leyft að koma saman þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi eftir helgi. Grímuskyldan er einnig til skoðunar en ráðherra telur að hún verði afnumin í áföngum. 18. maí 2021 17:58
Telur líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega. Sóttvarnatakmörkunum verður aflétt í skrefum á næstu vikum og líklegt er að þær verði nær alveg farnar í lok júlí þegar meirihluti landsmanna verður bólusettur. 20. maí 2021 11:39