Þetta er áréttað í tilkynningu frá Strætó þar sem vísað er í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
„Það verður áfram grímuskylda fyrir alla viðskiptavini og vagnstjóra um borð í vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Við vekjum sérstaka athygli á að grímuskyldan nær einnig til þeirra sem eru bólusettir eða með mótefni. Börn fædd 2005 og yngri eru áfram undanþegin grímuskyldu.
Strætó minnir áfram á reglulegan handþvott, sprittnotkun og biður viðskiptavini um að nota ekki almenningssamgöngur ef þeir eru með flensueinkenni,“ segir í tilkynningunni frá Strætó.