Grín og gaman

Fréttamynd

Ekki einu sinni götusópararnir finna símann

Skemmtikrafturinn, framleiðandinn og leikarinn Sandra Barilli glataði símanum sínum við tökur á sjónvarpsþáttunum IceGuys í gær. Hún var í miðjum tökum með Herra Hnetusmjör og hafði í andartak lagt símann frá sér ofan á þaki bíls sem svo óheppilega vildi til að keyrði í burtu.

Lífið
Fréttamynd

Sig­mundur yrði lík­lega skutlaður af Kristjáni Lofts­syni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er byrjaður í megrunarátaki. Hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir ófyrirleitinn brandara samstarfsfélaga og stefnir á að prófa sjósund. Hann segist hræddur við nálar og því eigi megrunarlyf ekki við hann.

Lífið
Fréttamynd

„Helgi, er þetta mamma þín?“

Ragga nagli einkaþjálfari og heilsusálfræðingur veltir fyrir sér hvort hún sé svona ellileg eða hvort hennar besti vinur samfélagsmiðlastjarnan Helgi Ómars sé svona unglegur, eftir að vinkona hans spurði hann að því hvort hún væri móðir hans. Ellefu ár skilja þau að en hann er 33 ára en hún 44 ára.

Lífið
Fréttamynd

Villi Vill segir Gísla Örn gera stór mis­tök

Gísli Örn Garðarsson leikari hyggst nú leggja gráa fiðringnum að eigin sögn en hann hefur nú sett mótorhjólið sitt á sölu. Þess í stað er hann kominn á rafmagnshjól. Mótorhjólið er af gerðinni Triumph America og er frá árinu 2007.

Lífið
Fréttamynd

Lætur langþráðan draum rætast og gefur út óð til grínsins

„Maður má ekki vera of afslappaður og maður þarf að reyna að elda eitthvað nýtt,“ segir ástsæli grínistinn Vilhelm Neto, betur þekktur sem Villi Neto. Hann gefur út langþráða grínplötu næstkomandi föstudag. Platan ber heitið Portú Galinn og er gefin út af plötuútgáfufyrirtæki Priksins, Sticky Records.

Tónlist
Fréttamynd

„Fann svo til með okkur að hann gaf okkur af­slátt“

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir söng-og leikkona segist ekki alveg hafa hugsað málin til enda þegar hún bókaði ferð fyrir alla fjölskylduna sína til Ítalíu. Yngsta dóttir hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar er einungis fjögurra vikna gömul og það reyndist þrautin þyngri að taka passamynd af þeirri litlu.

Lífið
Fréttamynd

Á 90 þúsund servíettur í Hafnar­firði

Kona í Hafnarfirði er engum líka þegar kemur að söfnun á servíettum því hún á hvorki meira né minna en níutíu þúsund servíettur og bara eina tegund af hverri. Söfnunin hefur staðið yfir í fjörutíu ár.

Lífið
Fréttamynd

Af vængjum fram: Bestu augna­blikin

Kjarnorkusprengjur og búlgarska mafían eru meðal þess sem kemur við sögu í klippu þar sem bestu augnablik forsetaframbjóðenda í skemmtiþættinum Af vængjum fram eru tekin saman.

Lífið
Fréttamynd

Kosningalag: Ör­þrifa­ráð eða snilldarútspil?

Frambjóðendur reyna hvað þeir geta til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga, þegar baráttan fer að harðna. Ein leiðin er að gefa út lag. Tvö slík komu út í síðastliðinni viku en fleiri hafa komið út í gegnum tíðina, með mis góðum árangri. Sum eru ódauðleg en önnur hefðu kannski betur átt að haldast ósamin. 

Lífið
Fréttamynd

Æsandi bíl­túr norður í land

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ætla að bruna sem leið liggur norður til Akureyrar í dag þar sem forsetakvöldvaka fer fram á Græna hattinum. Von er á æsandi bíltúr að sögn Steinunnar. Auk þeirra þriggja mæta Helga Þórisdóttir og Viktor Traustason á samkomustað þeirra Akureyringa í göngugötunni. Auglýst er eftir gítarleikara.

Innlent
Fréttamynd

Sam­einaðu hreyfingu og hlátur í Lyfju­göngunni

Lyfja stendur fyrir göngu og uppistandi út í skógi í Elliðaárdal á morgun, miðvikudaginn 22. maí kl. 18 í Elliðaárdal. Grínistinn Dóri DNA mætir í lok göngunnar og kitlar hláturtaugar göngufólks en rannsóknir sýna að hreyfing, útivera og hlátur geta bætt andlega og líkamlega vellíðan.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Af vængjum fram: „Krakkar, ekki gera þetta heima“

Viktor Traustason forsetaframbjóðandi á nokkuð auðvelt með að borða sterkan mat. Hann sýnir einstakt töfrabragð sem hann lærði af götuhundum í Grikklandi og lýsir því hvað honum finnst um að tala um fjölskylduna sína.

Lífið
Fréttamynd

Af vængjum fram: Búlgörsku mafíunni að mæta yrði Ás­dísi dömpað

Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi segist vera afar hrifin af sterkum mat. Hún nefnir leiðinlegustu Hollywood stjörnuna og segist hafa verið afar stressuð fyrir forsetaframboði, þó henni hafi liðið eins og Michael Jackson endurrisnum í miðbæ Reykjavíkur eftir kappræður á RÚV. Spurning hennar til Katrínar Jakobsdóttur hafi átt að vera táknræn. 

Lífið
Fréttamynd

Fyndnustu gæludýramyndir ársins

Dómarar hinnar árlegu Comedy Pet Photo Awards gæludýraljósmyndakeppninnar hafa valið þær þrjátíu myndir sem keppa til úrslita í ár. Þar má sjá kostulegar myndir af gæludýrum sem sendar voru inn í keppnina víðsvegar að úr heiminum.

Lífið