Lífið

Spíg­sporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigurmyndin þetta árið sýnir unga og glaða górillu að leik í Rúanda. Myndin sigraði einnig í flokki spendýra.
Sigurmyndin þetta árið sýnir unga og glaða górillu að leik í Rúanda. Myndin sigraði einnig í flokki spendýra. Mark Meth Cohn/Nikon Comedy Wildlife Awards

Sigurvegari Nikon Comedy Wildlife Photography Awards 2025 hefur verið valinn. Þetta árið var það Mark Meth-Cohn sem bar sigur úr býtum með myndinni „High Five“ sem sýnir unga górillu spígspora um frumskóginn, að virðist, í mjög góðu skapi.

Keppnin hefur orðið sífellt stærri með hverju árinu en að þessu sinni bárust um tíu þúsund myndir frá ljósmyndurum í 109 ríkjum en hvorug talan hefur verið hærri áður.

Auk þess að vinna aðalverðlaunin, vann Meth-Cohn einnig í flokki spendýra.

Meth-Cohn tók myndina í Rúanda fyrr á þessu ári. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum ljósmyndakeppninnar er haft eftir honum að hann hafi varið fjórum ógleymanlegum dögum í Virunga-fjöllunum, þar sem finna má töluverðan fjölda górilla.

Í einni göngu römbuðu Meth-Cohn og samferðamenn hans á fjölskyldu górilla í rjóðri. Voru þar nokkrar ungar górillur að leik.

Áhugasamir geta séð allar myndirnar sem valdar voru til að keppa til úrslita í greininni hér að neðan.

NCWPA eru haldin árlega og er þeim ætlað að ýta undir dýravernd á heimsvísu og þetta árið vinna forsvarsmenn keppninnar með Whitley Fund for Nature samtökunum í Bretlandi. Það eru samtök sem vinna að dýravernd um heiminn allan.

Fyndnasta mynd ársins í flokki fugla.Warren Price/Nikon Comedy Wildlife Awards
Fyndnasta mynd ársins í flokki fiska.Jenny Stock/Nikon Comedy Wildlife Awards
Þessi mynd bar sigur úr býtum í flokki eðla, froskdýra og skordýra. Væntanlega í flokki morða líka.Greyson Bell/Nikon Comedy Wildlife Awards
Þessi mynd af dansorrustu refa sigraði í flokki ungra ljósmyndara.Paula Rustemeier/Nikon Comedy Wildlife Awards





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.