Mannréttindi

Fréttamynd

Draumur Katara að rætast

Sjeik Tamim bin Hamad al-Thani, emírinn af Katar, gæti ekki beðið um betri úrslitaleik á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í landinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjár­festum í frið­sömum lausnum

Leiðarljós Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er að sérhver einstaklingur sé borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Yfirlýsingin var undirrituð 10. desember 1948 eftir að mannkynið hafði kynnst hungri og stríði sem endaði með fjöldamorðum af völdum kjarnorkuvopna, stríði sem grundvallaðist á mannhatri og grimmd, grillunni um að sumt fólk væri æðra öðru líkt og helförin sýndi.

Skoðun
Fréttamynd

Fölsuðu sjúkraskýrslur barna svo þeim yrði ekki rænt

Starfsfólk á barnaspítala í Kherson falsaði sjúkraskýrslur munaðarlausra barna og sögðu þau veikari en þau voru í rauninni. Þetta gerðu þau svo Rússar, sem náðu tökum á borginni snemma í innrás þeirra í Úkraínu, flyttu börnin ekki til Rússlands og rændu þeim.

Erlent
Fréttamynd

Appelsínugulir fánar gegn ofbeldi

Víða um land má sjá þessa dagana appelsínugula fána blakta við hún á fánastöngum. En það eru ekki allir, sem átta sig á þessum fánum og hver tilgangurinn með þeim er.

Innlent
Fréttamynd

Mannréttindamál og viðskiptatækifæri

Það er misskilningur að það sé endilega mjög kostnaðarsamt að tryggja gott aðgengi á ferðamannastöðum, að sögn verkefnastjóra hjá Ferðamálastofu, sem segir mikinn heiður að stofnunin hafi hlotið Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins á alþjóðadegi fatlaðra í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sól­borg valin fram­úr­skarandi ungur Ís­lendingur

Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut í gær titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022. Sólborg Guðbrandsdóttir er brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna. Hún hefur barist gegn skaðlegu feðraveldi og nauðgunarmenningu og hvatt ungt fólk til að breyta rétt og veitt þeim innblástur.

Innlent
Fréttamynd

Út­breiddustu mót­mæli í Kína í rúm­lega þrjá­tíu ár

Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum.

Erlent
Fréttamynd

Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ

Fulltrúi Írans í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna segir Vesturlönd skorta siðferðilegan trúverðugleika til að gagnrýna Íran en Ísland og Þýskaland kölluðu eftir sérstökum aukafundi í ráðinu um ástand mannréttindamála í Íran.

Erlent
Fréttamynd

Mann­réttindi: Á­byrgð fyrir­tækja/Eru mann­réttindi brotin í þinni virðis­keðju?

Ég opna samfélagsmiðla og við mér blasir myndband af fátæku barni í skelfilegum aðstæðum við barnaþrælkun að sauma föt. Ég hugsa með mér hvað þetta ástand sé nú hrikalegt þarna út í heimi, legg frá mér símann sem var framleiddur við álíka aðstæður, klæði mig í fötin saumuð í útlöndum af konum í neyð og gleymi myndbandinu um leið og ég byrja að hugsa um hvað á að vera í matinn í kvöld.

Skoðun
Fréttamynd

Ein for­ystu­kvenna mæðranna á Maí­torgi látin

Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. 

Erlent
Fréttamynd

Til hamingju kæra barn

Í dag er Dagur mannréttinda barna. Um allan heim er verið að fagna því að 20. nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur og flest lönd í heiminum hafa lofað því að fara eftir honum. Barnasáttmálinn eru lög og reglur sem vernda börn eins og þig og það á alltaf að hugsa um hvað sé best fyrir þig þegar verið er að taka ákvarðanir og búa til ný lög og reglur.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar kemur að réttindum barna erum við öll í sama liði

Í tilefni af Alþjóðadegi barna frumsýnir UNICEF á Íslandi áhrifamikið myndband á Vísi sem er framleitt í samstarfi við nafnana Hannes Þór Halldórsson, leikstjóra og fyrrverandi landsliðsmarkvörð og Hannes Þór Arason. Myndbandið er hluti af alþjóðlegu átaki UNICEF í tilefni dagsins. Með átakinu vill UNICEF, í aðdraganda Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu, vekja athygli á réttindum barna og skera upp herör gegn fordómum, mismunun og réttindabrotum.

Lífið
Fréttamynd

RÚV á ekki að sýna frá HM í Katar

Sjónvarpsútsending frá HM í fótbolta er eina ástæðan fyrir áhuga Katar á því að halda keppnina. Gegnum sjónvarpið áformar þetta ríki þrælahalds, kúgunar og mannréttindabrota að skapa af sér glansmynd með hjálp vinsælustu íþróttar heims.

Skoðun
Fréttamynd

Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar

„Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Heims­meistar­keppnin í Qatar – slökkvum á sjón­varps­tækjunum

Heimsmeistarakeppin karla í fótbolta er að hefjast í Qatar. Undir venjulegum kringumstæðum er slíkt keppni atburður sem við áhugamenn um fótbolta bíðum með óþreyju enda hafa þessar keppnir oft verið veisla hinnar fallegu íþróttar. Sjálfur hef ég fylgst með heimsmeistarakeppnum í karlaboltanum frá 1966.

Skoðun