Innlent

Fréttamynd

Þrír 13 ára gripnir við innbrot

Þrír 13 ára piltar voru staðnir að verki við að gera tilraun til innbrots í áhaldageymslu Hitaveitu Suðurnesja í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan tíu og fór þegar á staðinn. Drengirnir voru færðir á lögreglustöðina við Hringbraut. Foreldrar piltanna sóttu þá þangað eftir yfirheyrslu.

Innlent
Fréttamynd

Samruni VBS og FSP samþykktur

Samþykkt var á aðalfundum VBS fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. (Fjárfestingafélag Sparisjóðanna) á mánudag að sameina félögin undir nafni VBS fjárfestingarbanka hf. Samruninn er með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits. Eigið fé hins sameinaða félags nemur tæpum 6,1 milljarði króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvenjumikið af sílamávi við tjörnina

Óvenjumikið er af sílamávi við tjörnina um þessar mundir. Þetta segir meindýraeyðir í samtali við fréttastofu Vísis. Hann segir hundruðir sílamáva á tjörninni. Það sé meira en verið hefur. Flestir borgarbúar vilja að borgin stemmi stigu við ágangi sílamáva á útivistarsvæðum.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni fékk 6,8 milljarða fyrir Glitnis-bréfin

Glitnir hefur keypt öll bréf Bjarna Ármannssonar, fráfarandi forstjóra bankans fyrir 29 krónur á hlut. Kaupvirði nemur rúmum 6,8 milljörðum króna. Á sama tíma fékk Lárus Welding, sem tekur við forstjórastólnum af Bjarna, kaupréttarsamning fyrir 150 milljón hlutum í bankanum á genginu 26,6 krónur á hlut, eða rétt tæpa 4 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap Össurar 184 milljónir króna

Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 2,7 milljóna dala tapi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það jafngildir 184 milljóna króna tapi á tímabilinu samanborið við tap upp á 571 þúsund dali, 36,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tekjur voru í takt við væntingar greiningardeilda viðskiptabankanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Uppselt á allar sýningar íslenska dansflokksins í Kína

Allt stefnir í að uppselt verði á sýningu íslenska dansflokksins í Peking á sunnudag, en salurinn sem sýnt verður í tekur á þriðja þúsund manns. Þar með hefur verið húsfyllir á öllum sýningum í dansför flokksins til Kína. Flokknum var strax vel tekið á fyrstu sýningu í Shanghai og síðan rekja sýningarnar sig um nokkrar borgir til Peking.

Innlent
Fréttamynd

Klipptu af 20 bílum í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu klippti númer af hátt í tuttugu ótryggðum og óskoðuðum bílum í nótt. Langur listi um slíka bíla liggur fyrir hjá lögreglu. Þegar gripið er til þess að klippa númer af, hafa eigendur virt að vettugi ítrekanir tryggingafélaga og frest, sem lögregla veitir, með álímdum miða á númerin.

Innlent
Fréttamynd

Tveir bátar dregnir til hafnar á Ísafirði í gær

Vél bilaði í litlum sjóstangaveiðibáti, þegar hann var staddur út af Ísafjarðardjúpi í gærkvöldi, í átta báta samfloti, áleilðis til Suðureyrar. Annar bátur úr hópnum tók hann í tog og ætlaði að draga hann til Ísafjarðar, en vélin í honum bilaði líka þegar bátarnir voru komnir inn á Skutulsfjörðinn.

Innlent
Fréttamynd

Vegurinn yfir Hólasand opinn

Búið er að opna veginn yfir Hólasand að Dettifossi, sem er hátt í mánuði fyrr en venja er til, og nýttu margir ferðamenn sér það strax í gær. Óvenju snjólétt var á svæðinu í vetur og því varð aurbleytan skamvinn. Þótt vegurinn sé óheflaður, er hann fær öllum bílum. Fimm tonna öxulþungi er þó enn á honum, en búist er við að þeim takmörkunum verði aflétt innan tíðar.

Innlent
Fréttamynd

Treystum velferðina og útrýmum fátækt , kjörorð dagsins

Treystum velferðina og útrýmum fátækt voru kjörorð dagsins í tilefni af fyrsta maí. Forseti ASÍ segir ólíðandi að fimm þúsund börn séu undir fátækramörkum hér á landi og segir nauðsynlegt að leiðrétta kjör eldri borgara. Fjölmargir tóku þátt í kröfugöngu í tilefni dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Aðrennslisgöngum lokað aftur vegna mengunar

Aðrennslisgöng Kárahnjúka voru opnuð í gærkvöld eftir að þeim var lokað vegna slæmrar mengunar í síðustu viku. Loka þurfti göngunum aftur þar sem mengunin fór upp að viðmiðunarmörkum í gær. Leggja þurfti niður störf á tuttugu metra kafla í göngunum.

Innlent
Fréttamynd

Actavis sagt meðal bjóðenda

Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck rann út í gær. Erlendar fréttaveitur fullyrða að Actavis sé meðal fjögurra fyrirtækja sem skiluðu inn tilboðum. Forsvarsmenn Actavis kveðast ekki geta tjáð sig um viðræðurnar að svo stöddu. Þeir staðfesta hins vegar að enn sé áhugi fyrir hendi ef rétt verð gefst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kajakræðari fundinn eftir mikla leit

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í kvöld til leitar að erlendum kajakræðara sem saknað var við austari Jökulsá. Síðast sást til hans á sjötta tímanum í dag en hann hugðist róa niður ánna. Þegar hann var ekki kominn niður ánna um kvöldmatarleytið var farið að grennslast fyrir um afdrif hans. Maðurinn kom í leitirnar klukkan 21:30 í kvöld, heill á húfi er hann gekk fram á björgunarsveit.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni í Fossvogsdalnum

Sina brennur nú í Fossvogsdalnum. Slökkvilið er komið á staðinn og telur að það muni ná stjórn á eldinum innan fárra mínútna. Eldsupptök eru ókunn en slökkvilið telur líklegt að einhverjir krakkar hafi verið að leika sér og misst stjórn á eldinum.

Innlent
Fréttamynd

Tap deCode nemur tæpum 1,5 milljörðum króna

deCode skilaði 22,6 milljóna dala taprekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 1.458 milljónum íslenskra króna. Til samanburðar nam tap fyrirtæksins 20,3 milljónum dala, 1.309 milljónum króna, á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kjarvalshús til sölu

Húsið sem byggt var af íslensku þjóðinni fyrir Jóhannes Kjarval myndlistarmann er nú til sölu. Ekki er vitað til þess að listamaðurinn hafi nokkurn tíman komið inn í húsið. Húsið stendur á sjávarlóð á Sæbraut á Seltjarnarnesi og þaðan er glæsilegt útsýni. Stofan var ætluð sem vinnustofa Kjarvals, en hún er hundrað og tíu fermetrar og skartar fimm metra lofthæð.

Innlent
Fréttamynd

Landlæknir segir aðeins tíu hafa veikst

Landlæknir segir fjarri lagi að um 180 manns hafi veikst í aðrennslisgöngum Kárahnjúka, eins og talið var. Um hafi verið að ræða vinnulista sem læknirinn átti eftir að vinna úr. Líiklega hafi tíu veikst og þar af sjö alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Treysta öðrum en íslenskum fyrirtækjum

Íslenskir áhrifavaldar bera mest traust til sænskra, þýskra og kanadískra alþjóðafyrirtækja. Íslensk fyrirtæki lenda í fjórða til fimmta sæti yfir þau fyrirtæki sem mesta traustsins njóta. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Capacent Gallup og AP almannatengsla á trausti íslenskra „áhrifavalda“.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan vill öll draga úr stóriðju

Stjórnarandstöðuflokkarnir eru allir sammála um stóriðjuhlé, að minnsta kosti á suðvesturhorninu, til að draga úr þenslu en hvorugur stjórnarflokkanna er tilbúinn að forgangsraða stórframkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í svörum flokkanna við spurningum fréttastofu um peningapólitík.

Innlent
Fréttamynd

Missti félagsíbúð því hún sparaði ekki nóg

Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki.

Innlent
Fréttamynd

Sakar Bjarna um lygar

Sigurjón Þórðarson þingmaður frjálslyndra vænir félaga sína í allsherjarnefnd um ósannindi í umræðum um veitingu ríkisborgararéttar til tilvonandi tengdadóttur umhverfisráðherra. Formaður nefndarinnar segir fullyrðingar Sigurjóns rakalausar dylgjur.

Innlent
Fréttamynd

Ungir ökumenn á ofsahraða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af 22 ára karlmanni sem keyrði bifhjól á 120 km hraða á Snorrabraut. Við frekari athugun kom í ljós að hjólið var stolið. Lögreglan tók 25 ökumenn fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, þar á meðal nokkra ungir ökumenn fyrir ofsaakstur.

Innlent
Fréttamynd

Lárus tekur við forstjórastóli í Glitni

Lárus Welding hefur verið ráðinn forstjóri Glitnis. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ármannssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra í 10 ár. Lárus Welding hefur verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en hann hóf starfsferil sinn innan bankakerfisins á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Fjárfestingarbankinn rann saman við Íslandsbanka árið 2000 og heitir nú Glitnir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sautján ára þarf að taka bílpróf aftur

Sautján ára ökumaður var tekinn rétt eftir miðnætti í nótt á 141 km hraða á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ þar sem hámarkshraði er 60. Hann er fyrsti ökumaðurinn sem mun hlíta refsiákvæðum nýrra umferðarlaga sem tóku gildi á föstudag. Ætla má að samkvæmt þeim verði hann settur í akstursbann og þurfi að sæta hárri fjársekt. Þá mun hann einnig þurfa að taka bílpróf aftur.

Innlent
Fréttamynd

Bakkelsi lækkaði minna en virðisaukinn

Verð í flestum bakaríum lækkaði minna en sem nemur lækkun virðisaukaskatts 1. mars síðastliðinn. Þetta eru niðurstöður verðmælinga verðlagseftirlits ASÍ í tuttugu og einu bakaríi á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð algengt var að verð lækkaði niður í næsta jafna tug í stað nákvæmrar lækkunar um rúm sex prósent til samræmis við lækkun virðisaukaskatts. Algengast var að verð lækkaði milli fjögur og sex prósent.

Innlent
Fréttamynd

Hjálmlaus börn send gangandi heim

Lögreglumenn á Vestfjörðum hafa undanfarið fylgst með hjálmanotkun barna á reiðhjólum. Í umferðarlögum er börnum yngri en 15 ára skylt að nota hjálma við hjólreiðar. Nokkur börn hafa verið send gangandi heim til að sækja hjálminn í fylgd með lögreglu, sem ræddi síðan við barnið og forráðamenn þess um hjálmaskylduna.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir spáir 4,3 prósenta verðbólgu

Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent á milli mánaða í maí. Gangi það eftir mun ársverðbólga lækka úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. Helstu ástæðurnar fyrir verðbólgulækkuninni eru minni verðhækkanir á húsnæði og í apríl auk þess semaðgerðir stjórnvalda á neysluverði hafi skilað sér.

Viðskipti innlent