Innlent

Jafnréttisbakslag - Fleiri stúlkur segjast eiga að sjá um þvott

Verulegt bakslag virðist hafa orðið í jafnréttisbaráttunni síðan fyrir fimmtán árum, samkvæmt nýrri rannsókn á vegum Háskólans á Akureyri og Fréttablaðið greinir frá.

Þegar fyrri könnunin var gerð meðal nemenda í tíunda bekk, töldu 29 prósent unglingsstúlkna að eðlilegast væri að konur sæju um þvott á heimilinu, ef bæði hjón ynnu úti, en rúm 70 prósent töldu að hjónin ættu að skipta þeim störfum jafnt með sér. Í nýju könnuninni telja hinsvegar 45 prósent stúlkna eðlilegt að konur sjái um þvottinn og aðeins 55 prósent að hjónin eigi að skipta honum jafnt með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×